Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins Björgvin Guðmundsson skrifar 12. júlí 2017 07:00 Almannatryggingar voru stofnaðar 1946. Ríkisstjórn Alþýðuflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins, svo kölluð nýsköpunarstjórn, kom tryggingunum á fót. Forsætisráðherra var Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann lýsti því þá yfir, að almannatryggingarnar ættu að vera fyrir alla, án tillits til stéttar eða efnahags. Og hann sagði, að almannatryggingarnar ættu að vera í fremstu röð slíkra trygginga í Vestur-Evrópu. Þetta voru skýr og ákveðin markmið. Almannatryggingarnar áttu því ekki að vera nein fátækraframfærsla. Þær áttu að vera fyrir alla. Almannatryggingarnar voru fyrsta stoð velferðar- og lífeyriskerfis á Íslandi. En ýmsir stjórnmálamenn á Íslandi hafa viljað breyta þessu. Þeir hafa viljað breyta almannatryggingum í einhvers konar fátækraframfærslu og eftir að lífeyrissjóðirnir efldust tala þeir um að lífeyrissjóðirnir eigi að vera fyrsta stoð lífeyriskerfisins og almannatryggingar önnur stoðin. Einn þeirra, sem talar á þessum nótum, er félagsmálaráðherra Viðreisnar, Þorsteinn Víglundsson. En það hefur ekki verið samþykkt á Alþingi, að lífeyrissjóðirnir eigi að vera fyrsta stoð lífeyriskerfisins. Upphaflegt markmið almannatrygginga er enn í fullu gildi. Almannatryggingar eiga að vera fyrir alla. Þeir, sem eru eldri borgarar í dag, byrjuðu að greiða til almannatrygginga 16 ára gamlir. Þá var lagt á sérstakt tryggingagjald, sem rann til almannatrygginga. Síðan greiddu þeir einnig til almannatrygginga gegnum skattakerfið. Þeir, sem greitt hafa til almannatrygginga alla sína starfsævi, eiga það inni að fá greitt úr almannatryggingum, þegar þeir fara á eftirlaun. En stjórnvöld felldu niður grunnlífeyrinn um síðustu áramót og strikuðu þar með 4.500 manns út úr almannatryggingum. Hvers vegna vilja misvitrir stjórnmálamenn, að lífeyrissjóðirnir verði fyrsta stoð lífeyriskerfisins en ekki almannatryggingar? Það er vegna þess, að þeir vilja láta eldri borgara greiða sinn lífeyri sjálfa. Tölfræði sýnir, að nú þegar er það svo, að eldri borgarar á Íslandi greiða meiri hluta lífeyris síns sjálfir gegnum lífeyrissjóðina og mun stærri hluta en gerist annars staðar á Norðurlöndunum. Samt leggur ríkið á Íslandi miklu minna til almannatrygginga en önnur norræn ríki gera. Og tekjutengingar eru miklu meiri í tryggingakerfinu hér en gerist annars staðar á Norðurlöndunum. En hægri mönnum hér finnst ekki nóg að gert í þessu efni. Þeir vilja að eldri borgarar sjálfir greiði allan pakkann. Stórfelld skerðing á tryggingalífeyri þeirra eldri borgara, sem fá greiðslur úr lífeyrissjóði, er liður í því að koma allri eftirlaunabyrðinni yfir á eldri borgara sjálfa. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var gert ráð fyrir því, að þeir yrðu viðbót við almannatryggingar. Það var ekki inni í myndinni, að þeir myndu valda skerðingu tryggingalífeyris. Það var óskráð samkomulag stjórnvalda og lífeyrissjóða að lífeyrissjóðirnir yrðu viðbót við almannatryggingar. Stjórnvöld hafa svikið þetta samkomulag með því að seilast bakdyramegin í lífeyrissjóðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Almannatryggingar voru stofnaðar 1946. Ríkisstjórn Alþýðuflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins, svo kölluð nýsköpunarstjórn, kom tryggingunum á fót. Forsætisráðherra var Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann lýsti því þá yfir, að almannatryggingarnar ættu að vera fyrir alla, án tillits til stéttar eða efnahags. Og hann sagði, að almannatryggingarnar ættu að vera í fremstu röð slíkra trygginga í Vestur-Evrópu. Þetta voru skýr og ákveðin markmið. Almannatryggingarnar áttu því ekki að vera nein fátækraframfærsla. Þær áttu að vera fyrir alla. Almannatryggingarnar voru fyrsta stoð velferðar- og lífeyriskerfis á Íslandi. En ýmsir stjórnmálamenn á Íslandi hafa viljað breyta þessu. Þeir hafa viljað breyta almannatryggingum í einhvers konar fátækraframfærslu og eftir að lífeyrissjóðirnir efldust tala þeir um að lífeyrissjóðirnir eigi að vera fyrsta stoð lífeyriskerfisins og almannatryggingar önnur stoðin. Einn þeirra, sem talar á þessum nótum, er félagsmálaráðherra Viðreisnar, Þorsteinn Víglundsson. En það hefur ekki verið samþykkt á Alþingi, að lífeyrissjóðirnir eigi að vera fyrsta stoð lífeyriskerfisins. Upphaflegt markmið almannatrygginga er enn í fullu gildi. Almannatryggingar eiga að vera fyrir alla. Þeir, sem eru eldri borgarar í dag, byrjuðu að greiða til almannatrygginga 16 ára gamlir. Þá var lagt á sérstakt tryggingagjald, sem rann til almannatrygginga. Síðan greiddu þeir einnig til almannatrygginga gegnum skattakerfið. Þeir, sem greitt hafa til almannatrygginga alla sína starfsævi, eiga það inni að fá greitt úr almannatryggingum, þegar þeir fara á eftirlaun. En stjórnvöld felldu niður grunnlífeyrinn um síðustu áramót og strikuðu þar með 4.500 manns út úr almannatryggingum. Hvers vegna vilja misvitrir stjórnmálamenn, að lífeyrissjóðirnir verði fyrsta stoð lífeyriskerfisins en ekki almannatryggingar? Það er vegna þess, að þeir vilja láta eldri borgara greiða sinn lífeyri sjálfa. Tölfræði sýnir, að nú þegar er það svo, að eldri borgarar á Íslandi greiða meiri hluta lífeyris síns sjálfir gegnum lífeyrissjóðina og mun stærri hluta en gerist annars staðar á Norðurlöndunum. Samt leggur ríkið á Íslandi miklu minna til almannatrygginga en önnur norræn ríki gera. Og tekjutengingar eru miklu meiri í tryggingakerfinu hér en gerist annars staðar á Norðurlöndunum. En hægri mönnum hér finnst ekki nóg að gert í þessu efni. Þeir vilja að eldri borgarar sjálfir greiði allan pakkann. Stórfelld skerðing á tryggingalífeyri þeirra eldri borgara, sem fá greiðslur úr lífeyrissjóði, er liður í því að koma allri eftirlaunabyrðinni yfir á eldri borgara sjálfa. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var gert ráð fyrir því, að þeir yrðu viðbót við almannatryggingar. Það var ekki inni í myndinni, að þeir myndu valda skerðingu tryggingalífeyris. Það var óskráð samkomulag stjórnvalda og lífeyrissjóða að lífeyrissjóðirnir yrðu viðbót við almannatryggingar. Stjórnvöld hafa svikið þetta samkomulag með því að seilast bakdyramegin í lífeyrissjóðina.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar