Trump yngri boðnar rússneskar upplýsingar um Clinton í gegnum slúðurblaðamann og poppstjörnu Heimir Már Pétursson skrifar 11. júlí 2017 19:30 Feðgarnir Donald Trump og Donald Trump. Vísir/AFP Sonur Donald Trump Bandaríkjaforseta og einn helsti ráðgjafi hans í kosningabaráttunni, hefur birt tölvusamskipti sem sýna að hann átti fund með rússneskum lögmanni með tengsl við rússnesk stjórnvöld, sem fyrirfram hafði lofað að útvega upplýsingar sem kæmu Hllary Clinton illa. Rob Goldstone er fyrrverandi breskur slúðurblaðamaður og markaðssérfræðingur sem vinnur fyrir rússneska poppstjörnu að nafni Emin Aglarov. Poppstjarnan kom að Miss Universe fegurðarsamkeppninni sem er í eigu Donald Trump í Moskvu árið 2013 og flutti kynningarlag keppninnar. Eftir að New York Times birti frétt í gær um fund Don Trump með rússneskum lögfræðingi, konu, með tengsl við rússnesk stjórnvöld, birti Trump yngri á Twitter síðu sinni í dag tölvusamskipti við Rob Goldstone um aðdraganda þess fundar. En New York Times hafði þá boðað frekari afhjúpanir í tengslum við fundinn. Hinn 3. júní í fyrra þegar baráttan um forsetaembættið í Bandaríkjunum var í algleymingi, sendi Goldstone Trump yngra tölvupóst. Þar greinir hann frá því að áðurnefndri poppstjörnu Emin sé kunnugt um að aðalsaksóknari Rússlands hafi hitt föður Emin, Aras, fyrr um morguninn þann sama dag. Saksóknarinn hafi boðist til að útvega kosningabaráttu Trump opinber gögn og upplýsingar sem myndu sakfella Hillary Clinton vegna samskipta hennar við Rússa og gagnast föður Don Trump vel. „Þetta eru augljóslega viðkvæmar upplýsingar frá æðstu stöðum en eru hluti af stuðningi Rússa og rússneskra stjórnvalda við Herra Trump - með stuðningi Emin og föður hans Aras.“ segir í tölvuskeytinu. Síðar í tölvuskeytinu til sonar Trump segir Goldstone: „Ég get líka sent þessar upplýsingar til föður þíns í gegnum Rhona (sem var aðstoðarkona Donald Trump áður en hann varð forseti) en þetta er einstaklega viðkvæmt þannig að ég vildi ræða við þig fyrst.“ Á þessum tíma tók Don Trump að fullu þátt í kosningabaráttu föður síns og því nátengdur framboðinu. Samkvæmt bandarískum lögum mega erlendir ríkisborgarar ekki skipta sér af kosningum til embætta í landinu. Engi að síður ákvað Don að hitta rússneskan lögmanninn vegna þessara mála í turni föður síns í New York sex dögum síðar ásamt kosningastjóra föður síns Paul Manfort og mági sínum Jared Kushner, sem nú er einn aðalráðgjafi forsetans. Daginn sem fundurinn fór fram tísti Donald Trump spurningu til Clinton: „Hvar eru þrjátíu og þrjú þúsund tölvupóstar sem þú eyddir.“ Í yfirlýsingu á Twitter í dag gerir Trump yngri lítið úr þessum fundi og segir rússneska lögmanninn ekki hafa verið á vegum rússneskra stjórnvalda. Hún hafi ekki haft neinar upplýsingar fram að færa, en viljað ræða ættleiðingar til Bandaríkjanna á rússneskum börnum sem Vladimir Putin hafði stoppað eftir að Bandaríkjaþing samþykkti refsiaðgerðir gegn tilteknum rússneskum einstaklingum. Og það er greinilegt að Donald Trump finnst mikið til rússnesku poppstjörnunnar því hann sendi Emin þessi skilaboð þegar hann varð 35 ára í desember 2014: „Emin, ég trúi því ekki að þú sért að verða 35 ára. Þú eldist, en þú ert sigurvegari og baráttumaður. Frábær fasteignasali og magnaður skemmtikraftur, strákur,“ sagði Donald Trump. . Donald Trump Tengdar fréttir Rússnesk stjórnvöld hafi ætlað að hjálpa Trump Bandaríska stórblaðið New York Times fullyrðir í frétt í dag að Donald Trump yngri, syni Bandaríkjaforseta, hafi verið sagt að upplýsingar sem rússneskur lögmaður bauð honum, væru hluti af skipulegum aðgerðum rússneskra stjórnvalda sem áttu að hjálpa föður hans að sigra forsetakosningarnar í fyrra. 11. júlí 2017 06:37 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Sonur Donald Trump Bandaríkjaforseta og einn helsti ráðgjafi hans í kosningabaráttunni, hefur birt tölvusamskipti sem sýna að hann átti fund með rússneskum lögmanni með tengsl við rússnesk stjórnvöld, sem fyrirfram hafði lofað að útvega upplýsingar sem kæmu Hllary Clinton illa. Rob Goldstone er fyrrverandi breskur slúðurblaðamaður og markaðssérfræðingur sem vinnur fyrir rússneska poppstjörnu að nafni Emin Aglarov. Poppstjarnan kom að Miss Universe fegurðarsamkeppninni sem er í eigu Donald Trump í Moskvu árið 2013 og flutti kynningarlag keppninnar. Eftir að New York Times birti frétt í gær um fund Don Trump með rússneskum lögfræðingi, konu, með tengsl við rússnesk stjórnvöld, birti Trump yngri á Twitter síðu sinni í dag tölvusamskipti við Rob Goldstone um aðdraganda þess fundar. En New York Times hafði þá boðað frekari afhjúpanir í tengslum við fundinn. Hinn 3. júní í fyrra þegar baráttan um forsetaembættið í Bandaríkjunum var í algleymingi, sendi Goldstone Trump yngra tölvupóst. Þar greinir hann frá því að áðurnefndri poppstjörnu Emin sé kunnugt um að aðalsaksóknari Rússlands hafi hitt föður Emin, Aras, fyrr um morguninn þann sama dag. Saksóknarinn hafi boðist til að útvega kosningabaráttu Trump opinber gögn og upplýsingar sem myndu sakfella Hillary Clinton vegna samskipta hennar við Rússa og gagnast föður Don Trump vel. „Þetta eru augljóslega viðkvæmar upplýsingar frá æðstu stöðum en eru hluti af stuðningi Rússa og rússneskra stjórnvalda við Herra Trump - með stuðningi Emin og föður hans Aras.“ segir í tölvuskeytinu. Síðar í tölvuskeytinu til sonar Trump segir Goldstone: „Ég get líka sent þessar upplýsingar til föður þíns í gegnum Rhona (sem var aðstoðarkona Donald Trump áður en hann varð forseti) en þetta er einstaklega viðkvæmt þannig að ég vildi ræða við þig fyrst.“ Á þessum tíma tók Don Trump að fullu þátt í kosningabaráttu föður síns og því nátengdur framboðinu. Samkvæmt bandarískum lögum mega erlendir ríkisborgarar ekki skipta sér af kosningum til embætta í landinu. Engi að síður ákvað Don að hitta rússneskan lögmanninn vegna þessara mála í turni föður síns í New York sex dögum síðar ásamt kosningastjóra föður síns Paul Manfort og mági sínum Jared Kushner, sem nú er einn aðalráðgjafi forsetans. Daginn sem fundurinn fór fram tísti Donald Trump spurningu til Clinton: „Hvar eru þrjátíu og þrjú þúsund tölvupóstar sem þú eyddir.“ Í yfirlýsingu á Twitter í dag gerir Trump yngri lítið úr þessum fundi og segir rússneska lögmanninn ekki hafa verið á vegum rússneskra stjórnvalda. Hún hafi ekki haft neinar upplýsingar fram að færa, en viljað ræða ættleiðingar til Bandaríkjanna á rússneskum börnum sem Vladimir Putin hafði stoppað eftir að Bandaríkjaþing samþykkti refsiaðgerðir gegn tilteknum rússneskum einstaklingum. Og það er greinilegt að Donald Trump finnst mikið til rússnesku poppstjörnunnar því hann sendi Emin þessi skilaboð þegar hann varð 35 ára í desember 2014: „Emin, ég trúi því ekki að þú sért að verða 35 ára. Þú eldist, en þú ert sigurvegari og baráttumaður. Frábær fasteignasali og magnaður skemmtikraftur, strákur,“ sagði Donald Trump. .
Donald Trump Tengdar fréttir Rússnesk stjórnvöld hafi ætlað að hjálpa Trump Bandaríska stórblaðið New York Times fullyrðir í frétt í dag að Donald Trump yngri, syni Bandaríkjaforseta, hafi verið sagt að upplýsingar sem rússneskur lögmaður bauð honum, væru hluti af skipulegum aðgerðum rússneskra stjórnvalda sem áttu að hjálpa föður hans að sigra forsetakosningarnar í fyrra. 11. júlí 2017 06:37 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Rússnesk stjórnvöld hafi ætlað að hjálpa Trump Bandaríska stórblaðið New York Times fullyrðir í frétt í dag að Donald Trump yngri, syni Bandaríkjaforseta, hafi verið sagt að upplýsingar sem rússneskur lögmaður bauð honum, væru hluti af skipulegum aðgerðum rússneskra stjórnvalda sem áttu að hjálpa föður hans að sigra forsetakosningarnar í fyrra. 11. júlí 2017 06:37