Svalirnar urðu að tveggja hæða palli Brynhildur Björnsdóttir skrifar 12. júlí 2017 14:15 Margrét Tryggvadóttir rithöfundur nýtur lífsins í blíðunni á tveggja hæða pallinum sínum. Vísir/Vilhelm Margrét Tryggvadóttir rithöfundur þráði að geta gengið út í garðinn sinn af svölunum. Þegar loksins var gengið í verkið urðu svalirnar að tveggja hæða palli. Margrét flutti í Reynihvamm í suðurhlíðum Kópavogs fyrir rúmlega tuttugu árum, þá nýbyrjuð að búa. Örlítil stækkun á svölunum endaði sem pallur á tveimur hæðum þar sem hægt er að grilla allan ársins hring.Vísir/Vilhelm„Þetta er elsti hluti bæjarins, mjög gróinn og alltaf gott veður. Ég man þegar ég flutti hingað fyrst þá fannst mér ég vera komin til Danmerkur. Hér hafði öspum verið plantað og þær orðnar risastórar. Þær hafa nú margar verið höggnar núna þó það sé nóg eftir en ég gleymi aldrei lyktinni sem var hér og tilfinningunni fyrir því að búa inni í skógi. Við bjuggum á neðri hæð sem var gengið inn í úr garðinum svo við vorum með opið út frá apríl og fram í október og garðurinn varð eiginlega hluti af íbúðinni. Í þessu hverfi eru húsin frekar lítil en garðarnir risastórir enda ræktaði fólk sér til matar hér á árum áður og gerir enn, nágrannarnir eru með hænsni og skemmtileg sveitastemming. Og okkur fannst æðislegt að geta gengið beint út í garð,“ segir Margrét.Flest það sem grær er velkomið á pallinn, hvort sem það er fært í pott eða sáir sér sjálft.Vísir/VilhelmFjölskyldan stækkaði við sig í sömu götu árið 2001 en þar fylgdi böggull skammrifi. „Það voru einar litlar svalir á efri hæðinni og svo þurfti að ganga hring í kringum húsið til að komast í garðinn. Við söknuðum þess mikið að komast ekki fyrirhafnarlaust út í garð.“ Því var ákveðið að setja stiga fram af svölunum og niður í garðinn en af ýmsum ástæðum dróst verkið þannig að þegar loks var hægt að hefjast handa hafði hugmyndin tekið ýmsum breytingum. „Það sem átti að verða örlítil stækkun á svölunum varð að stórum palli og stiga niður og svo árið eftir var komið að því að endurnýja hellur sem voru í garðinum undir svölunum og við ákváðum að setja bara pall þar líka. Þannig að núna er ég með pall á tveimur hæðum,“ segir Margrét alsæl og bætir við að þar sé alltaf skjól. Ruggubekkurinn þar sem hægt er að týnast í bók eða spjalli.Vísir/Vilhelm„Það getur alveg blásið inn á hann og fennir stundum en oftast er ótrúlegt skjól og við grillum hér allt árið.“ Margrét segir að húsgögnin á pallinum séu samansafn héðan og þaðan þó uppistaðan sé garðhúsgögn sem eiginmaður Margrétar, Jóhann Hansen, fékk í þrítugsafmælisgjöf fyrir sautján árum. Tengdafaðir Margrétar sér svo um að prýða pallinn blómum en annars er stefnan að leyfa því að vaxa óáreitt sem ákveður að sá sér í potta og kirnur. Útsýnið af efri pallinum minnir á skógi vaxnar borgir í fjarlægum löndum.Vísir/VilhelmFyrir nokkrum árum var settur heitur pottur á neðri pallinn og svo náttúrlega róla. „Þetta er bekkur sem maðurinn minn smíðaði og hægt er að rugga sér í. Það er skyggni yfir og mikið skjól og dásamlegt að sitja þar og lesa eða spjalla.“Margrét flutti í Reynihvamm í suðurhlíðum Kópavogs fyrir rúmlega tuttugu árum.Vísir/Vilhelm Birtist í Fréttablaðinu Hús og heimili Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
Margrét Tryggvadóttir rithöfundur þráði að geta gengið út í garðinn sinn af svölunum. Þegar loksins var gengið í verkið urðu svalirnar að tveggja hæða palli. Margrét flutti í Reynihvamm í suðurhlíðum Kópavogs fyrir rúmlega tuttugu árum, þá nýbyrjuð að búa. Örlítil stækkun á svölunum endaði sem pallur á tveimur hæðum þar sem hægt er að grilla allan ársins hring.Vísir/Vilhelm„Þetta er elsti hluti bæjarins, mjög gróinn og alltaf gott veður. Ég man þegar ég flutti hingað fyrst þá fannst mér ég vera komin til Danmerkur. Hér hafði öspum verið plantað og þær orðnar risastórar. Þær hafa nú margar verið höggnar núna þó það sé nóg eftir en ég gleymi aldrei lyktinni sem var hér og tilfinningunni fyrir því að búa inni í skógi. Við bjuggum á neðri hæð sem var gengið inn í úr garðinum svo við vorum með opið út frá apríl og fram í október og garðurinn varð eiginlega hluti af íbúðinni. Í þessu hverfi eru húsin frekar lítil en garðarnir risastórir enda ræktaði fólk sér til matar hér á árum áður og gerir enn, nágrannarnir eru með hænsni og skemmtileg sveitastemming. Og okkur fannst æðislegt að geta gengið beint út í garð,“ segir Margrét.Flest það sem grær er velkomið á pallinn, hvort sem það er fært í pott eða sáir sér sjálft.Vísir/VilhelmFjölskyldan stækkaði við sig í sömu götu árið 2001 en þar fylgdi böggull skammrifi. „Það voru einar litlar svalir á efri hæðinni og svo þurfti að ganga hring í kringum húsið til að komast í garðinn. Við söknuðum þess mikið að komast ekki fyrirhafnarlaust út í garð.“ Því var ákveðið að setja stiga fram af svölunum og niður í garðinn en af ýmsum ástæðum dróst verkið þannig að þegar loks var hægt að hefjast handa hafði hugmyndin tekið ýmsum breytingum. „Það sem átti að verða örlítil stækkun á svölunum varð að stórum palli og stiga niður og svo árið eftir var komið að því að endurnýja hellur sem voru í garðinum undir svölunum og við ákváðum að setja bara pall þar líka. Þannig að núna er ég með pall á tveimur hæðum,“ segir Margrét alsæl og bætir við að þar sé alltaf skjól. Ruggubekkurinn þar sem hægt er að týnast í bók eða spjalli.Vísir/Vilhelm„Það getur alveg blásið inn á hann og fennir stundum en oftast er ótrúlegt skjól og við grillum hér allt árið.“ Margrét segir að húsgögnin á pallinum séu samansafn héðan og þaðan þó uppistaðan sé garðhúsgögn sem eiginmaður Margrétar, Jóhann Hansen, fékk í þrítugsafmælisgjöf fyrir sautján árum. Tengdafaðir Margrétar sér svo um að prýða pallinn blómum en annars er stefnan að leyfa því að vaxa óáreitt sem ákveður að sá sér í potta og kirnur. Útsýnið af efri pallinum minnir á skógi vaxnar borgir í fjarlægum löndum.Vísir/VilhelmFyrir nokkrum árum var settur heitur pottur á neðri pallinn og svo náttúrlega róla. „Þetta er bekkur sem maðurinn minn smíðaði og hægt er að rugga sér í. Það er skyggni yfir og mikið skjól og dásamlegt að sitja þar og lesa eða spjalla.“Margrét flutti í Reynihvamm í suðurhlíðum Kópavogs fyrir rúmlega tuttugu árum.Vísir/Vilhelm
Birtist í Fréttablaðinu Hús og heimili Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira