Stjórnandi í kristilegu unglingastarfi dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn skjólstæðingi Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júlí 2017 15:01 Héraðsdómur Reykjavíkur. Vísir/Valli 38 ára karlmaður, sem var stjórnandi í kristilegu unglingastarfi, hefur verið dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stúlku sem sótti starfið. Hann var einnig dæmdur til að greiða stúlkunni eina og hálfa milljón króna í miskabætur en hún var 16 ára þegar brotin voru framin. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok apríl en manninum var gefið að sök að hafa á tímabilinu maí 2015 til september 2015, þegar stúlkan var 16 til 17 ára, haft samræði við hana í allt að 20 skipti og notfært sér yfirburðarstöðu sem hann hafði gagnvart henni. 21 árs aldursmunur er á ákærða og brotaþola.Leit á ákærða sem föðurímyndÍ dómnum, sem gefinn var út 7. júlí síðastliðinn, kemur fram að stúlkan hafi tekið þátt í kristilegu unglingastarfi, sem ákærði og unnusta hans stýrðu. Stúlkan trúði ákærða fyrir miklum erfiðleikum í sínu einkalífi en ákærði tók stúlkuna undir sinn verndarvæng og aðstoðaði á ýmsan hátt, meðal annars með því að afhenda henni lykil að heimili sínu. Með háttsemi sinni er ákærði talinn hafa brotið gegn trúnaðarskyldu sinni við stúlkuna. Brotaþoli kvaðst enn fremur hafa litið á ákærða sem trúnaðarvin og föðurímynd og að þau hefðu stundað kynlíf í um það bil 20 skipti eftir að hún hafi vanið komur sínar heim til ákærða. Þá segir jafnframt að ákærði hafi ekki skeytt um hvaða afleiðingar háttsemi hans kynni að hafa fyrir brotaþola. Hann hafi lagt alla ábyrgð á brotaþola, sem hafði ekki þroska til þess að gera greinarmun á góðvild eða kynferðislegri misneytingu.Gert að greiða stúlkunni eina og hálfa milljón króna í miskabætur Í niðurstöðu dómsins segir að ákærða og brotaþola beri í öllum aðalatriðum saman um málsatvik, þ.e. um aðdraganda hinna kynferðislegu samskipta, samskiptin sjálf og hvernig þeim lauk. Þannig er ákærði sakfelldur fyrir ítrekuð og alvarleg brot gegn brotaþola Þá var sérstaklega tekið tillit til háttsemi ákærða eftir að brotin voru framin, svo sem skilaboð hans á Facebook þar sem hann leitaðist við að koma ábyrgð á brotum sínum yfir á brotaþola og hafa áhrif á ákvörðun hennar um að kæra háttsemi hans. Með hliðsjón af því þykir hæfileg refsins ákærða vera óskilorðsbundið fangelsi í eitt og hálft ár. Þá hefur honum einnig verið gert að greiða stúlkunni eina og hálfa milljón króna í miskabætur auk annars málskostnaðar. Tengdar fréttir Stjórnandi í kristilegu unglingastarfi ákærður fyrir kynferðisbrot Karlmaður sem var stjórnandi í kristilegu unglingastarfi hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku sem sótti starfið. 27. apríl 2017 23:16 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
38 ára karlmaður, sem var stjórnandi í kristilegu unglingastarfi, hefur verið dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stúlku sem sótti starfið. Hann var einnig dæmdur til að greiða stúlkunni eina og hálfa milljón króna í miskabætur en hún var 16 ára þegar brotin voru framin. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok apríl en manninum var gefið að sök að hafa á tímabilinu maí 2015 til september 2015, þegar stúlkan var 16 til 17 ára, haft samræði við hana í allt að 20 skipti og notfært sér yfirburðarstöðu sem hann hafði gagnvart henni. 21 árs aldursmunur er á ákærða og brotaþola.Leit á ákærða sem föðurímyndÍ dómnum, sem gefinn var út 7. júlí síðastliðinn, kemur fram að stúlkan hafi tekið þátt í kristilegu unglingastarfi, sem ákærði og unnusta hans stýrðu. Stúlkan trúði ákærða fyrir miklum erfiðleikum í sínu einkalífi en ákærði tók stúlkuna undir sinn verndarvæng og aðstoðaði á ýmsan hátt, meðal annars með því að afhenda henni lykil að heimili sínu. Með háttsemi sinni er ákærði talinn hafa brotið gegn trúnaðarskyldu sinni við stúlkuna. Brotaþoli kvaðst enn fremur hafa litið á ákærða sem trúnaðarvin og föðurímynd og að þau hefðu stundað kynlíf í um það bil 20 skipti eftir að hún hafi vanið komur sínar heim til ákærða. Þá segir jafnframt að ákærði hafi ekki skeytt um hvaða afleiðingar háttsemi hans kynni að hafa fyrir brotaþola. Hann hafi lagt alla ábyrgð á brotaþola, sem hafði ekki þroska til þess að gera greinarmun á góðvild eða kynferðislegri misneytingu.Gert að greiða stúlkunni eina og hálfa milljón króna í miskabætur Í niðurstöðu dómsins segir að ákærða og brotaþola beri í öllum aðalatriðum saman um málsatvik, þ.e. um aðdraganda hinna kynferðislegu samskipta, samskiptin sjálf og hvernig þeim lauk. Þannig er ákærði sakfelldur fyrir ítrekuð og alvarleg brot gegn brotaþola Þá var sérstaklega tekið tillit til háttsemi ákærða eftir að brotin voru framin, svo sem skilaboð hans á Facebook þar sem hann leitaðist við að koma ábyrgð á brotum sínum yfir á brotaþola og hafa áhrif á ákvörðun hennar um að kæra háttsemi hans. Með hliðsjón af því þykir hæfileg refsins ákærða vera óskilorðsbundið fangelsi í eitt og hálft ár. Þá hefur honum einnig verið gert að greiða stúlkunni eina og hálfa milljón króna í miskabætur auk annars málskostnaðar.
Tengdar fréttir Stjórnandi í kristilegu unglingastarfi ákærður fyrir kynferðisbrot Karlmaður sem var stjórnandi í kristilegu unglingastarfi hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku sem sótti starfið. 27. apríl 2017 23:16 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Stjórnandi í kristilegu unglingastarfi ákærður fyrir kynferðisbrot Karlmaður sem var stjórnandi í kristilegu unglingastarfi hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku sem sótti starfið. 27. apríl 2017 23:16