Ég er alltaf jafn stressaður Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. júlí 2017 06:00 Haraldur Nelson er mættur til Glasgow. mynd/sóllilja baltasarsdóttir „Ég er mjög stoltur og spenntur fyrir helginni. Sunna á laugardag og Gunni á sunnudag. Þetta er risahelgi hjá okkur og sennilega sú stærsta sem við höfum tekið þátt í,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars Nelson og framkvæmdastjóri Mjölnis, en hann var þá nýlentur í Glasgow í Skotlandi þar sem mikið stendur til. Ekki bara er sonur hans að keppa í Glasgow heldur er fyrsta atvinnubardagakona landsins, Sunna „Tsunami“ Davíðsdóttir, að keppa í Kansas og það verður vel fylgst með henni í Glasgow þangað sem Haraldur er mættur ásamt syni sínum og öðrum úr föruneyti Mjölnis.Öflugur Argentínumaður Andstæðingur Gunnars er öflugur Argentínumaður, Santiago Ponzinibbio, en hann er búinn að vinna fjóra bardaga í röð og ætlar sér að verða stjarna hjá UFC með því að vinna Gunnar. Ef Gunnar aftur á móti hefur betur þá hefur hann unnið sér inn réttinn til þess að berjast við þá bestu í veltivigt UFC. „Það verður ekki hægt að hundsa Gunnar þá og mér finnst heldur ekki hægt að gera það núna. Þetta er öflugur „striker“ sem er löngu kominn með svart belti í brasilísku jiu jitsu. Mér finnst Gunni hafa verið að berjast niður fyrir sig en Ponzinibbio er samt talinn einn sá vanmetnasti í þyngdarflokknum. Gunni hefur sýnt að hann er óhræddur við að taka áhættubardaga. Ef þetta fer eins og við vonumst eftir er það vonandi maður á topp fimm næst,“ segir Haraldur ákveðinn. Það að Gunnar sé aðalnúmerið á stóru bardagakvöldi í Glasgow segir samt mikið um sterka stöðu hans innan UFC. Það er mikið afrek að komast í slíka stöðu. „Þeir sem eru ekki almennilega að sér í MMA fatta kannski ekki hversu stórt mál þetta er. Það er mikill heiður að vera í aðalbardaga kvöldsins hjá UFC. Þetta er risakvöld fyrir Gunnar og okkur sem stöndum að honum. Auðvitað er ég gríðarlega stoltur af honum,“ segir Haraldur og stoltið leynir sér ekki á andliti hans.Aðeins meira aukastress núna Hvert einasta foreldri getur rétt ímyndað sér að það sé erfitt að horfa á eftir barninu sína inn í búrið hjá UFC í hörkubardaga. Haraldur hefur áður sagt frá því að hann sé venjulega mjög stressaður og það er ekkert að lagast. „Ég er alltaf jafn stressaður og er ekkert að leyna því. Nú er aðeins meira aukastress þar sem Gunni er í aðalbardaganum. Það setur reyndar aukastress á alla og ekki síst á Gunna. Það er auðvitað samt líka pressa á Ponzinibbio þannig að það eru allir um borð í sama báti hérna,“ segir Haraldur en eðlilega er hann stressaðastur þar sem sonur hans er inni í búrinu. „Það eykur aðeins hjartsláttinn hjá mér en ég þekki sportið vel. Geri mér grein fyrir hættunni sem fylgir rétt eins og hestamaður veit hvaða hættu hann er í er hann fer á bak. Spennan er líka kannski eitthvað sem maður sækir í.“ MMA Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Sjá meira
„Ég er mjög stoltur og spenntur fyrir helginni. Sunna á laugardag og Gunni á sunnudag. Þetta er risahelgi hjá okkur og sennilega sú stærsta sem við höfum tekið þátt í,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars Nelson og framkvæmdastjóri Mjölnis, en hann var þá nýlentur í Glasgow í Skotlandi þar sem mikið stendur til. Ekki bara er sonur hans að keppa í Glasgow heldur er fyrsta atvinnubardagakona landsins, Sunna „Tsunami“ Davíðsdóttir, að keppa í Kansas og það verður vel fylgst með henni í Glasgow þangað sem Haraldur er mættur ásamt syni sínum og öðrum úr föruneyti Mjölnis.Öflugur Argentínumaður Andstæðingur Gunnars er öflugur Argentínumaður, Santiago Ponzinibbio, en hann er búinn að vinna fjóra bardaga í röð og ætlar sér að verða stjarna hjá UFC með því að vinna Gunnar. Ef Gunnar aftur á móti hefur betur þá hefur hann unnið sér inn réttinn til þess að berjast við þá bestu í veltivigt UFC. „Það verður ekki hægt að hundsa Gunnar þá og mér finnst heldur ekki hægt að gera það núna. Þetta er öflugur „striker“ sem er löngu kominn með svart belti í brasilísku jiu jitsu. Mér finnst Gunni hafa verið að berjast niður fyrir sig en Ponzinibbio er samt talinn einn sá vanmetnasti í þyngdarflokknum. Gunni hefur sýnt að hann er óhræddur við að taka áhættubardaga. Ef þetta fer eins og við vonumst eftir er það vonandi maður á topp fimm næst,“ segir Haraldur ákveðinn. Það að Gunnar sé aðalnúmerið á stóru bardagakvöldi í Glasgow segir samt mikið um sterka stöðu hans innan UFC. Það er mikið afrek að komast í slíka stöðu. „Þeir sem eru ekki almennilega að sér í MMA fatta kannski ekki hversu stórt mál þetta er. Það er mikill heiður að vera í aðalbardaga kvöldsins hjá UFC. Þetta er risakvöld fyrir Gunnar og okkur sem stöndum að honum. Auðvitað er ég gríðarlega stoltur af honum,“ segir Haraldur og stoltið leynir sér ekki á andliti hans.Aðeins meira aukastress núna Hvert einasta foreldri getur rétt ímyndað sér að það sé erfitt að horfa á eftir barninu sína inn í búrið hjá UFC í hörkubardaga. Haraldur hefur áður sagt frá því að hann sé venjulega mjög stressaður og það er ekkert að lagast. „Ég er alltaf jafn stressaður og er ekkert að leyna því. Nú er aðeins meira aukastress þar sem Gunni er í aðalbardaganum. Það setur reyndar aukastress á alla og ekki síst á Gunna. Það er auðvitað samt líka pressa á Ponzinibbio þannig að það eru allir um borð í sama báti hérna,“ segir Haraldur en eðlilega er hann stressaðastur þar sem sonur hans er inni í búrinu. „Það eykur aðeins hjartsláttinn hjá mér en ég þekki sportið vel. Geri mér grein fyrir hættunni sem fylgir rétt eins og hestamaður veit hvaða hættu hann er í er hann fer á bak. Spennan er líka kannski eitthvað sem maður sækir í.“
MMA Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Sjá meira