Veiðigjaldið hækkar um sex milljarða króna á komandi fiskveiðiári Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júlí 2017 18:18 Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi eru ekki beint hrifin af hækkun veiðigjalds á komandi fiskveiðiári. Vísir/Pjetur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, birti í dag reglugerð um veiðigjald fyrir komandi fiskveiðiár 2017-2018. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) sendu í kjölfarið frá sér nokkuð harðorða fréttatilkynningu en þar segir að sé miðað við áætlað aflamark verði veiðigjaldið á næsta fiskveiðiári um 10,5 til 11 milljarðar króna. Er það hækkun um sex milljarða króna frá yfirstandandi fiskveiðiári og segir SFS að hækkun veiðigjalds vegna þorsks nemi til að mynda 107%, ýsu 127% og makríls 18%. Sjá má á reglugerðinni fyrir yfirstandandi fiskveiðiár að veiðigjald þorsks í krónum á hvert kílógramm óslægðs afla er 11,09 krónur. Á næsta fiskveiðiári verður gjaldið 22,98 krónur. Fyrir ýsu er gjaldið nú 11,53 krónur en verður á næsta fiskveiðiári 26,20 krónur. Í ár eru svo greiddar 2,78 krónur fyrir kílóið af óslægðum makríl en á næsta fiskveiðiári hækkar gjaldið upp í 3,27 krónur. Í tilkynningu SFS segir að reikniregla veiðigjalds fyrir komandi fiskveiðiár byggi á gögnum Hagstofu Íslands frá árinu 2015. „Það gerir það að verkum að gjaldið endurspeglar ekki rekstrarskilyrði greinarinnar á hverjum tíma. Því getur hagnaður verið að minnka á sama tíma og veiðigjald er að hækka, og öfugt. Þannig háttar til núna; álagning veiðigjalds miðast við gott rekstrarár, en gjaldið kemur til greiðslu þegar mun verr árar. Rekstrarskilyrði í sjávarútvegi hafa versnað og ekki er útilokað að álagning veiðigjalds fyrir næsta fiskveiðiár muni reynast einhverjum smærri og meðalstórum útgerðum ofviða. Slíkt gæti aukið samþjöppun í sjávarútvegi,“ segir í tilkynningunni. Þá er haft eftir Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra samtakanna, að þessi hækkun geti komið hart niður á fjölmörgum útgerðum sem séu misjafnlega í stakk búnar til að standa undir gjaldinu. „Hjá sumum útgerðum getur hækkunin verið allt að fjórföld. Álagningin byggist á gömlum afkomutölum, eins og undanfarin ár, en aðstæður hafa breyst mjög til hins verra á liðnum misserum; gengi krónunnar hefur styrkst og tekjur gjaldeyrisskapandi fyrirtækja dregist verulega saman. Á sama tíma hefur kostnaður í íslenskum krónum, eins og vegna aðfanga og launa, hækkað mikið,“ segir Heiðrún Lind. Sjávarútvegur Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, birti í dag reglugerð um veiðigjald fyrir komandi fiskveiðiár 2017-2018. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) sendu í kjölfarið frá sér nokkuð harðorða fréttatilkynningu en þar segir að sé miðað við áætlað aflamark verði veiðigjaldið á næsta fiskveiðiári um 10,5 til 11 milljarðar króna. Er það hækkun um sex milljarða króna frá yfirstandandi fiskveiðiári og segir SFS að hækkun veiðigjalds vegna þorsks nemi til að mynda 107%, ýsu 127% og makríls 18%. Sjá má á reglugerðinni fyrir yfirstandandi fiskveiðiár að veiðigjald þorsks í krónum á hvert kílógramm óslægðs afla er 11,09 krónur. Á næsta fiskveiðiári verður gjaldið 22,98 krónur. Fyrir ýsu er gjaldið nú 11,53 krónur en verður á næsta fiskveiðiári 26,20 krónur. Í ár eru svo greiddar 2,78 krónur fyrir kílóið af óslægðum makríl en á næsta fiskveiðiári hækkar gjaldið upp í 3,27 krónur. Í tilkynningu SFS segir að reikniregla veiðigjalds fyrir komandi fiskveiðiár byggi á gögnum Hagstofu Íslands frá árinu 2015. „Það gerir það að verkum að gjaldið endurspeglar ekki rekstrarskilyrði greinarinnar á hverjum tíma. Því getur hagnaður verið að minnka á sama tíma og veiðigjald er að hækka, og öfugt. Þannig háttar til núna; álagning veiðigjalds miðast við gott rekstrarár, en gjaldið kemur til greiðslu þegar mun verr árar. Rekstrarskilyrði í sjávarútvegi hafa versnað og ekki er útilokað að álagning veiðigjalds fyrir næsta fiskveiðiár muni reynast einhverjum smærri og meðalstórum útgerðum ofviða. Slíkt gæti aukið samþjöppun í sjávarútvegi,“ segir í tilkynningunni. Þá er haft eftir Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra samtakanna, að þessi hækkun geti komið hart niður á fjölmörgum útgerðum sem séu misjafnlega í stakk búnar til að standa undir gjaldinu. „Hjá sumum útgerðum getur hækkunin verið allt að fjórföld. Álagningin byggist á gömlum afkomutölum, eins og undanfarin ár, en aðstæður hafa breyst mjög til hins verra á liðnum misserum; gengi krónunnar hefur styrkst og tekjur gjaldeyrisskapandi fyrirtækja dregist verulega saman. Á sama tíma hefur kostnaður í íslenskum krónum, eins og vegna aðfanga og launa, hækkað mikið,“ segir Heiðrún Lind.
Sjávarútvegur Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Sjá meira