Veiðigjaldið hækkar um sex milljarða króna á komandi fiskveiðiári Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júlí 2017 18:18 Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi eru ekki beint hrifin af hækkun veiðigjalds á komandi fiskveiðiári. Vísir/Pjetur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, birti í dag reglugerð um veiðigjald fyrir komandi fiskveiðiár 2017-2018. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) sendu í kjölfarið frá sér nokkuð harðorða fréttatilkynningu en þar segir að sé miðað við áætlað aflamark verði veiðigjaldið á næsta fiskveiðiári um 10,5 til 11 milljarðar króna. Er það hækkun um sex milljarða króna frá yfirstandandi fiskveiðiári og segir SFS að hækkun veiðigjalds vegna þorsks nemi til að mynda 107%, ýsu 127% og makríls 18%. Sjá má á reglugerðinni fyrir yfirstandandi fiskveiðiár að veiðigjald þorsks í krónum á hvert kílógramm óslægðs afla er 11,09 krónur. Á næsta fiskveiðiári verður gjaldið 22,98 krónur. Fyrir ýsu er gjaldið nú 11,53 krónur en verður á næsta fiskveiðiári 26,20 krónur. Í ár eru svo greiddar 2,78 krónur fyrir kílóið af óslægðum makríl en á næsta fiskveiðiári hækkar gjaldið upp í 3,27 krónur. Í tilkynningu SFS segir að reikniregla veiðigjalds fyrir komandi fiskveiðiár byggi á gögnum Hagstofu Íslands frá árinu 2015. „Það gerir það að verkum að gjaldið endurspeglar ekki rekstrarskilyrði greinarinnar á hverjum tíma. Því getur hagnaður verið að minnka á sama tíma og veiðigjald er að hækka, og öfugt. Þannig háttar til núna; álagning veiðigjalds miðast við gott rekstrarár, en gjaldið kemur til greiðslu þegar mun verr árar. Rekstrarskilyrði í sjávarútvegi hafa versnað og ekki er útilokað að álagning veiðigjalds fyrir næsta fiskveiðiár muni reynast einhverjum smærri og meðalstórum útgerðum ofviða. Slíkt gæti aukið samþjöppun í sjávarútvegi,“ segir í tilkynningunni. Þá er haft eftir Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra samtakanna, að þessi hækkun geti komið hart niður á fjölmörgum útgerðum sem séu misjafnlega í stakk búnar til að standa undir gjaldinu. „Hjá sumum útgerðum getur hækkunin verið allt að fjórföld. Álagningin byggist á gömlum afkomutölum, eins og undanfarin ár, en aðstæður hafa breyst mjög til hins verra á liðnum misserum; gengi krónunnar hefur styrkst og tekjur gjaldeyrisskapandi fyrirtækja dregist verulega saman. Á sama tíma hefur kostnaður í íslenskum krónum, eins og vegna aðfanga og launa, hækkað mikið,“ segir Heiðrún Lind. Sjávarútvegur Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, birti í dag reglugerð um veiðigjald fyrir komandi fiskveiðiár 2017-2018. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) sendu í kjölfarið frá sér nokkuð harðorða fréttatilkynningu en þar segir að sé miðað við áætlað aflamark verði veiðigjaldið á næsta fiskveiðiári um 10,5 til 11 milljarðar króna. Er það hækkun um sex milljarða króna frá yfirstandandi fiskveiðiári og segir SFS að hækkun veiðigjalds vegna þorsks nemi til að mynda 107%, ýsu 127% og makríls 18%. Sjá má á reglugerðinni fyrir yfirstandandi fiskveiðiár að veiðigjald þorsks í krónum á hvert kílógramm óslægðs afla er 11,09 krónur. Á næsta fiskveiðiári verður gjaldið 22,98 krónur. Fyrir ýsu er gjaldið nú 11,53 krónur en verður á næsta fiskveiðiári 26,20 krónur. Í ár eru svo greiddar 2,78 krónur fyrir kílóið af óslægðum makríl en á næsta fiskveiðiári hækkar gjaldið upp í 3,27 krónur. Í tilkynningu SFS segir að reikniregla veiðigjalds fyrir komandi fiskveiðiár byggi á gögnum Hagstofu Íslands frá árinu 2015. „Það gerir það að verkum að gjaldið endurspeglar ekki rekstrarskilyrði greinarinnar á hverjum tíma. Því getur hagnaður verið að minnka á sama tíma og veiðigjald er að hækka, og öfugt. Þannig háttar til núna; álagning veiðigjalds miðast við gott rekstrarár, en gjaldið kemur til greiðslu þegar mun verr árar. Rekstrarskilyrði í sjávarútvegi hafa versnað og ekki er útilokað að álagning veiðigjalds fyrir næsta fiskveiðiár muni reynast einhverjum smærri og meðalstórum útgerðum ofviða. Slíkt gæti aukið samþjöppun í sjávarútvegi,“ segir í tilkynningunni. Þá er haft eftir Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra samtakanna, að þessi hækkun geti komið hart niður á fjölmörgum útgerðum sem séu misjafnlega í stakk búnar til að standa undir gjaldinu. „Hjá sumum útgerðum getur hækkunin verið allt að fjórföld. Álagningin byggist á gömlum afkomutölum, eins og undanfarin ár, en aðstæður hafa breyst mjög til hins verra á liðnum misserum; gengi krónunnar hefur styrkst og tekjur gjaldeyrisskapandi fyrirtækja dregist verulega saman. Á sama tíma hefur kostnaður í íslenskum krónum, eins og vegna aðfanga og launa, hækkað mikið,“ segir Heiðrún Lind.
Sjávarútvegur Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Sjá meira