Snjalltæki frá vinnuveitanda hugsanlega orðin meiri kvöð heldur en umbun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júlí 2017 21:30 Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir nauðsynlegt að ræða um notkun snjalltækja, sem starfsmenn fá frá vinnuveitanda, utan vinnutíma. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir að niðurstöður könnunar sem Maskína gerði fyrir bandalagið um snjallsímanotkun félagsmanna utan vinnutíma hafi ekki komið sér á óvart. Málið hafi verið til umræðu innan raða BHM um nokkurt skeið, ekki síst í tengslum við mikið álag sem er á félagsmönnum, og því hafi verið að ákveðið að spyrja út í það í könnun sem gerð var á meðal þeirra. Niðurstöðurnar sýna að fimmtungur þeirra sem er með snjalltæki (snjallsíma, spjaldtölvu og/eða snjallúr) frá vinnuveitanda telur að tækið hafi mikil áhrif einkalíf, það er hvíldartíma sinn eða samskipti við vini og fjölskyldu. Könnunin var gerð dagana 5. maí til 28. júní og náð til handahófsúrtaks úr félagaskrám aðildarfélaga BHM sem eru alls 27. Svarendur voru 2.232 en samtals eru um 13 þúsund manns innan raða BHM.Meira en helmingur fær oft skilaboð vegna vinnunnar í tækið utan vinnutíma „Um 28% svarenda sögðust hafa snjallsíma til umráða frá vinnuveitanda sínum, 7% spjaldtölvu og hálft prósent snjallúr. Meira en helmingur þeirra svarenda sem hafa snjalltæki frá vinnuveitanda kvaðst oft eða mjög oft fá einhvers konar skilaboð vegna vinnunnar í tækið utan hefðbundins vinnutíma. Um fjórðungur þeirra sagðist stundum fá slík skilaboð utan hefðbundins vinnutíma en ríflega fimmtungur sjaldan eða aldrei. Rétt er að taka fram að mjög breytilegt er eftir aðildarfélögum hversu hátt hlutfall félagsmanna hafa snjalltæki til umráða frá vinnuveitanda,“ segir í frétt á vef BHM um könnunina. Þórunn segir í samtali við Vísi að könnunin sýni að þeir sem séu með snjalltæki frá vinnuveitanda séu margir hverjir að svara í tækið og nýta í hluti tengda vinnunni utan vinnutíma.Mörkin milli einkalífs og vinnu mást út „Þá mást út þessi mörk sem flestir telja og hafa talið að þurfi að vera milli vinnunnar og einkalífsins því þetta blandast allt saman. Þetta getur verið streituvaldandi fyrir viðkomandi en getur líka haft áhrif á heimilislífið og samskipti við fjölskyldu og annað slíkt,“ segir Þórunn. Hún segir að þau hjá BHM hafi grunað að það væri vaxandi truflun af þessu fyrirkomulagi. „Það eru hvað 10 ár síðan að fyrsti iPhone-síminn leit dagsins ljós og þetta er allt að gerast mjög hratt. Það sem var einu sinni umbun og hluti af starfskjörum er meira orðið einhver kvöð. Okkur finnst að það þurfi fyrst og fremst að ræða þetta og ræða þetta á vinnumarkaði hvernig menn vilja hafa þetta því við vitum að stöðugt áreiti veldur aukinni streitu og aukin streita getur verið hættuleg fyrir heilsuna. Við getum leitt að því líkur að það hafi áhrif á velferð fólks og jafnvel fjölskyldur þeirra,“ segir Þórunn.Nauðsynlegt að efla umræðuna Hún kveðst vonast til að hægt sé að efla umræðu um þessi mál almennt enda gefi hún sér það að þetta eigi við um fleiri starfsstéttir og fleiri en þá sem séu innan BHM. Þá þurfi að rannsaka það betur hvað áhrif snjalltæki og áreitið sem fylgir þeim hafi á líf og heilsu fólks en einnig á vinnuna yfir höfuð. „Því auðvitað viljum við að fólk sinni vinnunni vel þegar það er í vinnunni en eigi hvíldartíma utan hennar.“ Kjaramál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir að niðurstöður könnunar sem Maskína gerði fyrir bandalagið um snjallsímanotkun félagsmanna utan vinnutíma hafi ekki komið sér á óvart. Málið hafi verið til umræðu innan raða BHM um nokkurt skeið, ekki síst í tengslum við mikið álag sem er á félagsmönnum, og því hafi verið að ákveðið að spyrja út í það í könnun sem gerð var á meðal þeirra. Niðurstöðurnar sýna að fimmtungur þeirra sem er með snjalltæki (snjallsíma, spjaldtölvu og/eða snjallúr) frá vinnuveitanda telur að tækið hafi mikil áhrif einkalíf, það er hvíldartíma sinn eða samskipti við vini og fjölskyldu. Könnunin var gerð dagana 5. maí til 28. júní og náð til handahófsúrtaks úr félagaskrám aðildarfélaga BHM sem eru alls 27. Svarendur voru 2.232 en samtals eru um 13 þúsund manns innan raða BHM.Meira en helmingur fær oft skilaboð vegna vinnunnar í tækið utan vinnutíma „Um 28% svarenda sögðust hafa snjallsíma til umráða frá vinnuveitanda sínum, 7% spjaldtölvu og hálft prósent snjallúr. Meira en helmingur þeirra svarenda sem hafa snjalltæki frá vinnuveitanda kvaðst oft eða mjög oft fá einhvers konar skilaboð vegna vinnunnar í tækið utan hefðbundins vinnutíma. Um fjórðungur þeirra sagðist stundum fá slík skilaboð utan hefðbundins vinnutíma en ríflega fimmtungur sjaldan eða aldrei. Rétt er að taka fram að mjög breytilegt er eftir aðildarfélögum hversu hátt hlutfall félagsmanna hafa snjalltæki til umráða frá vinnuveitanda,“ segir í frétt á vef BHM um könnunina. Þórunn segir í samtali við Vísi að könnunin sýni að þeir sem séu með snjalltæki frá vinnuveitanda séu margir hverjir að svara í tækið og nýta í hluti tengda vinnunni utan vinnutíma.Mörkin milli einkalífs og vinnu mást út „Þá mást út þessi mörk sem flestir telja og hafa talið að þurfi að vera milli vinnunnar og einkalífsins því þetta blandast allt saman. Þetta getur verið streituvaldandi fyrir viðkomandi en getur líka haft áhrif á heimilislífið og samskipti við fjölskyldu og annað slíkt,“ segir Þórunn. Hún segir að þau hjá BHM hafi grunað að það væri vaxandi truflun af þessu fyrirkomulagi. „Það eru hvað 10 ár síðan að fyrsti iPhone-síminn leit dagsins ljós og þetta er allt að gerast mjög hratt. Það sem var einu sinni umbun og hluti af starfskjörum er meira orðið einhver kvöð. Okkur finnst að það þurfi fyrst og fremst að ræða þetta og ræða þetta á vinnumarkaði hvernig menn vilja hafa þetta því við vitum að stöðugt áreiti veldur aukinni streitu og aukin streita getur verið hættuleg fyrir heilsuna. Við getum leitt að því líkur að það hafi áhrif á velferð fólks og jafnvel fjölskyldur þeirra,“ segir Þórunn.Nauðsynlegt að efla umræðuna Hún kveðst vonast til að hægt sé að efla umræðu um þessi mál almennt enda gefi hún sér það að þetta eigi við um fleiri starfsstéttir og fleiri en þá sem séu innan BHM. Þá þurfi að rannsaka það betur hvað áhrif snjalltæki og áreitið sem fylgir þeim hafi á líf og heilsu fólks en einnig á vinnuna yfir höfuð. „Því auðvitað viljum við að fólk sinni vinnunni vel þegar það er í vinnunni en eigi hvíldartíma utan hennar.“
Kjaramál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira