Trump lék á als oddi í París og gefur Parísarsamkomulaginu undir fótinn Heimir Már Pétursson skrifar 14. júlí 2017 20:30 Donald Trump Bandaríkjaforseti gaf því undir fótinn í París að hann kunni að endurskoða afstöðu sína til Parísarsamkomulagið í loftslagsmálum. Hann var heiðursgestur Emmanuel Macron á þjóðhátíðardegi Frakka í dag en forsetarnir eru sammála um að þjóðirnar eigi margt sameiginlegt. Það var mikið um dýrðir á þjóðhátíðardegi Frakka, Bastilludeginum, í dag. Hátíðarhöldin hófust klukkan tíu í morgun að staðartíma með marseringu franskra og bandarískra hermanna niður Champs Elysees með Emmanuel Macron nýkjörinn forseta fimmta lýðveldisins í broddi fylkingar. Frá því hann var kosinn í júní hefur Macron náð að byggja upp ímynd af sér sem sterkum leiðtoga innan Evrópusambandsins og brúarsmið milli Evrópu og Bandaríkjanna. Afarvel hefur fariðá með honum og Donald Trump forseta Bandaríkjanna sem kom til Parísar með eiginkonu sinni í gær til að vera heiðursgestur á Bastilludeginum í dag, þegar þess er minnst að hundrað ár eru liðinn frá því Bandaríkjamenn komu bandamönnum til aðstoðar í fyrri heimsstyrjöldinni.Mikiðumþétt handabönd og klappábakiðÞað hefur verið mikið um þétt handbaönd á milli forsetanna, klapp á axlir og bak og Macron hefur hvað eftir annað sést hvísla einhverju góðlátlegu í eyra Trumps. Svo vel fer á með forsetunum að Trump gaf því undir fótinn á fréttamannafundi þeirra í gær, hann hann væri til í að endurskoða afstöðu sína til Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum eftir að Macron hafði ítrekað að þrátt fyrir ólík sjónarmið í þeim efnum væru leiðtogar Frakklands og Evrópu samstiga forseta Bandaríkjanna í fjölmörgum málum. Trump segir vináttubönd Bandaríkjamanna og Frakka órjúfanleg. „Bandaríkin eru áfram staðráðin í því að hafa forystu í umhverfisverndarmálum á sama tíma og við stuðlum að auknu orkuöryggi og hagvexti. Vinskapur ríkja okkar, og okkar sjálfra, er óhagganlegur,“ sagði Trump á fréttamannafndi forsetanna seinnipartinn í gær. Macron segir nauðsynlegt að leiðtogar ríkjanna ræði saman þótt þá greini á í einstaka stórum málum. „Ég er ósammála túlkun BNA á Parísarsamkomulaginu og þýðing þess. Við ræddum þennan ágreining, eins og leiðtogum ber að gera, fyrir og eftir ákvörðunina sem Trump forseti tók,“ sagði Frakklandsforseti.Breyttur tónn hjáTrumpOg Trump virðist hafa mildast í garð Parísarsáttmálans eftir fundi sína með Macron. „Já, eitthvað kann að gerast í tengslum við Parísarsáttmálann. Sjáum til. Við munum ræða það þegar fram líða stundir og ef það gerist verður það dásamlegt. Ef ekki, verður það í lagi líka,“ sagði Trump. Það var greinilegt að Trump þótti mikið til hátíðarhaldanna koma í París í dag og auglóst að hann ber virðingu fyrir Macron sem virðist ná vel til Bandaríkjaforseta. Þar með er Macron orðinn sá leiðtogi Evrópu sem er kannski í nánustu sambandi við Trump. Þegar forsetarnir kvöddu eiginkonur sínar áður en þeir funduðu í gær heyrðist Trump hæla frönsku forsetafrúnni Birgitte fyrir að vera í ótrúlega góðu formi. En hún er sjö árum yngri en Trump og tuttugu og fjórum árum eldri en eiginmaðurinn Emmanuel. En Trump sagði eitthvað á þessa leið: „Farið og skemmtið ykkur. Þú ert í mjög góðu formi, falleg. Farið og skemmtið ykkur vel.“ Heimsókn bandarísku forsetahjónanna lauk að lokinni athöfninni við Champ Elysees og ekki var minna um þétt handabönd, klapp á axlir og bak á kveðjustundinni en fyrri daginn þegar forsetarnir og eiginkonur þeirra kvöddust. Donald Trump Tengdar fréttir Trump gagnrýndur fyrir óviðeigandi ummæli við forsetafrú Frakklands „Hún er í svo góðu líkamlegu formi. Falleg.“ 14. júlí 2017 10:00 Trump og Macron leika á als oddi í París Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi með forseta Frakklands í dag að allir í sporum sonar hans hefðu mætt á fund með rússneska lögmanninum sem lofaði skaðlegum upplýsigum um andstæðing hans Hillary Clinton í kosningabaráttunni í fyrra. 13. júlí 2017 20:30 Léku Daft Punk-syrpu fyrir Trump og Macron á Bastillu-deginum Lúðrasveit franska hersins bauð upp á heldur betur skemmtilegt prógramm við lok skrúðgöngu á Bastillu-deginum í París í dag. 14. júlí 2017 14:15 Trump gefur í skyn að hann muni breyta afstöðu sinni gagnvart Parísarsamkomulaginu Orð Trumps komu í kjölfar þess að Macron sagðist virða ákvörðun forsetans að draga Bandaríkin úr aðild að samningnum og að þeir vissu báðir að afstaða þeirra væri mismunandi, hins vegar væri mikilvægt að halda áfram. 13. júlí 2017 22:49 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti gaf því undir fótinn í París að hann kunni að endurskoða afstöðu sína til Parísarsamkomulagið í loftslagsmálum. Hann var heiðursgestur Emmanuel Macron á þjóðhátíðardegi Frakka í dag en forsetarnir eru sammála um að þjóðirnar eigi margt sameiginlegt. Það var mikið um dýrðir á þjóðhátíðardegi Frakka, Bastilludeginum, í dag. Hátíðarhöldin hófust klukkan tíu í morgun að staðartíma með marseringu franskra og bandarískra hermanna niður Champs Elysees með Emmanuel Macron nýkjörinn forseta fimmta lýðveldisins í broddi fylkingar. Frá því hann var kosinn í júní hefur Macron náð að byggja upp ímynd af sér sem sterkum leiðtoga innan Evrópusambandsins og brúarsmið milli Evrópu og Bandaríkjanna. Afarvel hefur fariðá með honum og Donald Trump forseta Bandaríkjanna sem kom til Parísar með eiginkonu sinni í gær til að vera heiðursgestur á Bastilludeginum í dag, þegar þess er minnst að hundrað ár eru liðinn frá því Bandaríkjamenn komu bandamönnum til aðstoðar í fyrri heimsstyrjöldinni.Mikiðumþétt handabönd og klappábakiðÞað hefur verið mikið um þétt handbaönd á milli forsetanna, klapp á axlir og bak og Macron hefur hvað eftir annað sést hvísla einhverju góðlátlegu í eyra Trumps. Svo vel fer á með forsetunum að Trump gaf því undir fótinn á fréttamannafundi þeirra í gær, hann hann væri til í að endurskoða afstöðu sína til Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum eftir að Macron hafði ítrekað að þrátt fyrir ólík sjónarmið í þeim efnum væru leiðtogar Frakklands og Evrópu samstiga forseta Bandaríkjanna í fjölmörgum málum. Trump segir vináttubönd Bandaríkjamanna og Frakka órjúfanleg. „Bandaríkin eru áfram staðráðin í því að hafa forystu í umhverfisverndarmálum á sama tíma og við stuðlum að auknu orkuöryggi og hagvexti. Vinskapur ríkja okkar, og okkar sjálfra, er óhagganlegur,“ sagði Trump á fréttamannafndi forsetanna seinnipartinn í gær. Macron segir nauðsynlegt að leiðtogar ríkjanna ræði saman þótt þá greini á í einstaka stórum málum. „Ég er ósammála túlkun BNA á Parísarsamkomulaginu og þýðing þess. Við ræddum þennan ágreining, eins og leiðtogum ber að gera, fyrir og eftir ákvörðunina sem Trump forseti tók,“ sagði Frakklandsforseti.Breyttur tónn hjáTrumpOg Trump virðist hafa mildast í garð Parísarsáttmálans eftir fundi sína með Macron. „Já, eitthvað kann að gerast í tengslum við Parísarsáttmálann. Sjáum til. Við munum ræða það þegar fram líða stundir og ef það gerist verður það dásamlegt. Ef ekki, verður það í lagi líka,“ sagði Trump. Það var greinilegt að Trump þótti mikið til hátíðarhaldanna koma í París í dag og auglóst að hann ber virðingu fyrir Macron sem virðist ná vel til Bandaríkjaforseta. Þar með er Macron orðinn sá leiðtogi Evrópu sem er kannski í nánustu sambandi við Trump. Þegar forsetarnir kvöddu eiginkonur sínar áður en þeir funduðu í gær heyrðist Trump hæla frönsku forsetafrúnni Birgitte fyrir að vera í ótrúlega góðu formi. En hún er sjö árum yngri en Trump og tuttugu og fjórum árum eldri en eiginmaðurinn Emmanuel. En Trump sagði eitthvað á þessa leið: „Farið og skemmtið ykkur. Þú ert í mjög góðu formi, falleg. Farið og skemmtið ykkur vel.“ Heimsókn bandarísku forsetahjónanna lauk að lokinni athöfninni við Champ Elysees og ekki var minna um þétt handabönd, klapp á axlir og bak á kveðjustundinni en fyrri daginn þegar forsetarnir og eiginkonur þeirra kvöddust.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump gagnrýndur fyrir óviðeigandi ummæli við forsetafrú Frakklands „Hún er í svo góðu líkamlegu formi. Falleg.“ 14. júlí 2017 10:00 Trump og Macron leika á als oddi í París Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi með forseta Frakklands í dag að allir í sporum sonar hans hefðu mætt á fund með rússneska lögmanninum sem lofaði skaðlegum upplýsigum um andstæðing hans Hillary Clinton í kosningabaráttunni í fyrra. 13. júlí 2017 20:30 Léku Daft Punk-syrpu fyrir Trump og Macron á Bastillu-deginum Lúðrasveit franska hersins bauð upp á heldur betur skemmtilegt prógramm við lok skrúðgöngu á Bastillu-deginum í París í dag. 14. júlí 2017 14:15 Trump gefur í skyn að hann muni breyta afstöðu sinni gagnvart Parísarsamkomulaginu Orð Trumps komu í kjölfar þess að Macron sagðist virða ákvörðun forsetans að draga Bandaríkin úr aðild að samningnum og að þeir vissu báðir að afstaða þeirra væri mismunandi, hins vegar væri mikilvægt að halda áfram. 13. júlí 2017 22:49 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Trump gagnrýndur fyrir óviðeigandi ummæli við forsetafrú Frakklands „Hún er í svo góðu líkamlegu formi. Falleg.“ 14. júlí 2017 10:00
Trump og Macron leika á als oddi í París Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi með forseta Frakklands í dag að allir í sporum sonar hans hefðu mætt á fund með rússneska lögmanninum sem lofaði skaðlegum upplýsigum um andstæðing hans Hillary Clinton í kosningabaráttunni í fyrra. 13. júlí 2017 20:30
Léku Daft Punk-syrpu fyrir Trump og Macron á Bastillu-deginum Lúðrasveit franska hersins bauð upp á heldur betur skemmtilegt prógramm við lok skrúðgöngu á Bastillu-deginum í París í dag. 14. júlí 2017 14:15
Trump gefur í skyn að hann muni breyta afstöðu sinni gagnvart Parísarsamkomulaginu Orð Trumps komu í kjölfar þess að Macron sagðist virða ákvörðun forsetans að draga Bandaríkin úr aðild að samningnum og að þeir vissu báðir að afstaða þeirra væri mismunandi, hins vegar væri mikilvægt að halda áfram. 13. júlí 2017 22:49