Gunnar er í geggjuðu formi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. júlí 2017 06:00 Gunnar Nelson er hér í miðjunni ásamt þjálfurum sínum, John Kavanagh og Jóni Viðari Arnþórssyni, úti í Glasgow. Mynd/mjolnir.is/sóllilja baltasarsdóttir Nú er aðeins einn dagur þar til Gunnar Nelson stígur inn í búrið í Glasgow þar sem hann mun mæta Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio í aðalbardaga kvöldsins. Mikið undir hjá okkar manni sem hefur lagt mikið á sig í aðdraganda bardagans. Undirbúningurinn hefur þó verið óhefðbundinn að því leyti að hinn írski þjálfari Gunnars, John Kavanagh, hefur ekkert verið með Gunnari og var að sjá hann í fyrsta sinn í langan tíma er hann kom til Glasgow. Gunnar er vanur að klára sínar æfingabúðir hjá Kavanagh í Dublin en að þessu sinni æfði Gunnar allan tímann á Íslandi enda aðstæður hjá Mjölni í heimsklassa.Vildi ekki fara frá syninum „Gunnar vildi líklega ekki fara frá syni sínum en Gunnar veit alveg hvað hann er að gera. Við sendum honum góða æfingafélaga frá Írlandi og ég fékk að sjá mikið af myndböndum frá æfingunum þannig að þetta var allt í góðu,“ segir hinn geðþekki Kavanagh en honum líst afar vel á lærisvein sinn frá Íslandi. „Gunni er sjóðheitur þessa dagana. Hann er búinn að klára tvo stráka sem eru líkir Ponzinibbio. Jouban og Tumenov voru boxarar eins og þessi er að stóru leyti. Duglegir og erfitt að ná þeim niður. Gunnar lítur svakalega vel út og ég veit að hann er í geggjuðu formi. Þetta gæti farið í fimm lotur enda er þessi gaur enginn aumingi. Það verður ekki auðvelt að taka hann niður. Ég sé ekki fyrir mér að þessi bardagi klárist í fyrstu lotu og því þarf formið að vera geðbilað gott, eins og við köllum það, fyrir svona bardaga. Ég veit að Gunni er í slíku formi.“Þjálfar einnig Conor Þessi skemmtilegi írski strákur, sem einnig þjálfar Conor McGregor, er alltaf óhræddur að spá í hvernig bardagar Gunnars verða og ég sleppti honum ekki með það nú frekar en áður. „Ég held að þessi bardagi klárist í annarri eða þriðju lotu. Ég hef skoðað Ponzinibbio og hann er í mjög góður formi sem og hraður. Hann hefur lent á móti stórum strákum sem hafa verið í vandræðum með að ná honum í gólfið. Ef menn ná honum niður þá er mjög erfitt að halda honum þar. Á móti kemur að það væri heimskulegt hjá honum að gera sömu mistök og Brandon Thatch gerði meðal annars og það er að vanmeta hversu góður Gunni er standandi. Fyrir mér er Gunni sterkari bæði standandi sem og í gólfinu þannig að ég hallast að því að Gunni klári þetta í þriðju lotu,“ segir Írinn og meinar það sem hann segir.Fer í taugarnar á Íranum Þetta verður þriðji bardaginn í röð þar sem Gunnar berst við menn sem eru fyrir neðan hann á styrkleikalista UFC og það fer aðeins í taugarnar á Íranum. „Það fer aðeins í taugarnar á mér því mér finnst Gunni eiga skilið að vera í umræðunni um þá gaura sem eru að fara að gera atlögu að beltinu. Samt flott hjá Gunna að vera fagmannlegur. Taka þá bardaga sem hann fær og gera það vel,“ segir Kavanagh. „Þessi strákur er samt verulega krefjandi og ég held að það kveiki í Gunna. Ef hann klárar þennan bardaga þá fær hann vonandi að berjast við mann á topp tíu nema þeir séu að þvo á sér hárið eða hvað þeir voru að gera er þeir vildu ekki fara í hann síðast,“ sagði Kavanagh sposkur en venju samkvæmt sér hann stóra hluti í framtíðinni.Er með Evrópu við bakið á sér „Ég verð mjög svekktur ef við verðum ekki að tala um beltið þegar við spjöllum næst eða þarnæst. Hann er að fara að gera tilkall til þess og er með Evrópu við bakið á sér. Ég vona að næsta sumar verðum við á leið í titilbardaga eða að minnsta kosti einum bardaga frá titilbardaga.“Íþróttadeild 365 er í Glasgow og mun fylgjast ítarlega með öllu í kringum bardaga Gunnars. Fylgstu með á Vísi, Fréttablaðinu og í íþróttafréttum Stöðvar 2. Bardagi Gunnars verður í beinni á Stöð 2 Sport á sunnudag klukkan 19.00 en Sunna Tsunami er í beinni á miðnætti í kvöld. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is og einnig má kaupa stakan viðburð hjá Vodafone og á Oz.is. MMA Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Fleiri fréttir Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira
Nú er aðeins einn dagur þar til Gunnar Nelson stígur inn í búrið í Glasgow þar sem hann mun mæta Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio í aðalbardaga kvöldsins. Mikið undir hjá okkar manni sem hefur lagt mikið á sig í aðdraganda bardagans. Undirbúningurinn hefur þó verið óhefðbundinn að því leyti að hinn írski þjálfari Gunnars, John Kavanagh, hefur ekkert verið með Gunnari og var að sjá hann í fyrsta sinn í langan tíma er hann kom til Glasgow. Gunnar er vanur að klára sínar æfingabúðir hjá Kavanagh í Dublin en að þessu sinni æfði Gunnar allan tímann á Íslandi enda aðstæður hjá Mjölni í heimsklassa.Vildi ekki fara frá syninum „Gunnar vildi líklega ekki fara frá syni sínum en Gunnar veit alveg hvað hann er að gera. Við sendum honum góða æfingafélaga frá Írlandi og ég fékk að sjá mikið af myndböndum frá æfingunum þannig að þetta var allt í góðu,“ segir hinn geðþekki Kavanagh en honum líst afar vel á lærisvein sinn frá Íslandi. „Gunni er sjóðheitur þessa dagana. Hann er búinn að klára tvo stráka sem eru líkir Ponzinibbio. Jouban og Tumenov voru boxarar eins og þessi er að stóru leyti. Duglegir og erfitt að ná þeim niður. Gunnar lítur svakalega vel út og ég veit að hann er í geggjuðu formi. Þetta gæti farið í fimm lotur enda er þessi gaur enginn aumingi. Það verður ekki auðvelt að taka hann niður. Ég sé ekki fyrir mér að þessi bardagi klárist í fyrstu lotu og því þarf formið að vera geðbilað gott, eins og við köllum það, fyrir svona bardaga. Ég veit að Gunni er í slíku formi.“Þjálfar einnig Conor Þessi skemmtilegi írski strákur, sem einnig þjálfar Conor McGregor, er alltaf óhræddur að spá í hvernig bardagar Gunnars verða og ég sleppti honum ekki með það nú frekar en áður. „Ég held að þessi bardagi klárist í annarri eða þriðju lotu. Ég hef skoðað Ponzinibbio og hann er í mjög góður formi sem og hraður. Hann hefur lent á móti stórum strákum sem hafa verið í vandræðum með að ná honum í gólfið. Ef menn ná honum niður þá er mjög erfitt að halda honum þar. Á móti kemur að það væri heimskulegt hjá honum að gera sömu mistök og Brandon Thatch gerði meðal annars og það er að vanmeta hversu góður Gunni er standandi. Fyrir mér er Gunni sterkari bæði standandi sem og í gólfinu þannig að ég hallast að því að Gunni klári þetta í þriðju lotu,“ segir Írinn og meinar það sem hann segir.Fer í taugarnar á Íranum Þetta verður þriðji bardaginn í röð þar sem Gunnar berst við menn sem eru fyrir neðan hann á styrkleikalista UFC og það fer aðeins í taugarnar á Íranum. „Það fer aðeins í taugarnar á mér því mér finnst Gunni eiga skilið að vera í umræðunni um þá gaura sem eru að fara að gera atlögu að beltinu. Samt flott hjá Gunna að vera fagmannlegur. Taka þá bardaga sem hann fær og gera það vel,“ segir Kavanagh. „Þessi strákur er samt verulega krefjandi og ég held að það kveiki í Gunna. Ef hann klárar þennan bardaga þá fær hann vonandi að berjast við mann á topp tíu nema þeir séu að þvo á sér hárið eða hvað þeir voru að gera er þeir vildu ekki fara í hann síðast,“ sagði Kavanagh sposkur en venju samkvæmt sér hann stóra hluti í framtíðinni.Er með Evrópu við bakið á sér „Ég verð mjög svekktur ef við verðum ekki að tala um beltið þegar við spjöllum næst eða þarnæst. Hann er að fara að gera tilkall til þess og er með Evrópu við bakið á sér. Ég vona að næsta sumar verðum við á leið í titilbardaga eða að minnsta kosti einum bardaga frá titilbardaga.“Íþróttadeild 365 er í Glasgow og mun fylgjast ítarlega með öllu í kringum bardaga Gunnars. Fylgstu með á Vísi, Fréttablaðinu og í íþróttafréttum Stöðvar 2. Bardagi Gunnars verður í beinni á Stöð 2 Sport á sunnudag klukkan 19.00 en Sunna Tsunami er í beinni á miðnætti í kvöld. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is og einnig má kaupa stakan viðburð hjá Vodafone og á Oz.is.
MMA Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Fleiri fréttir Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira