„Lygi eftir lygi eftir lygi“ Kjartan Kjartansson skrifar 15. júlí 2017 10:50 Donald Trump hefur ítrekað sakað fjölmiðla um að búa til fréttir um meint tengsl bandamanna hans við Rússa. Fox News hefur stutt málflutnings hans oft og tíðum. Vísir/EPA Fréttamenn og álitsgjafar Fox-sjónvarpsstöðvarinnar hafa verið einhverjir ötulustu málsvarar Donalds Trump Bandaríkjaforseta undanfarin misseri. Einum fréttamanni Fox var hins vegar nóg boðið eftir frekari uppljóstranir um samskipti bandamanna Trump við Rússa og lét gamminn geysa um „lygar“ þeirra. Fox News hefur sætt gagnrýni fyrir að ganga langt í að verja Trump og gera lítið úr ásökunum og rannsókn á meintu samráði bandamanna Trump við rússneska útsendara í kosningabaráttunni í fyrra. Fjöldi sjónvarpsmanna Fox News hefur til dæmis sakað aðra fjölmiðla um að flytja gervifréttir og þjást af móðursýki vegna frétta af Rússatengslum.Nýjustu fréttirnar af fundi Trump yngri kveiktu í fréttaþuliShepard Smith, fréttaþulur Fox News, er hins vegar ekki einn þeirra sem hefur afskrifað ásakanirnar eins og margir starfsbræður hans. Honum var ekki hlátur í huga þegar hann ræddi við Chris Wallace, samstarfsmann sinn, um nýjustu fréttirnar af umdeildum fundi syni Trump með Rússum í útsendingu í gær. Greindi Smith frá því að að fleira fólk hafi verið á fundi Donalds Trump yngri með rússneskum lögmanni í New York í fyrra en hann hafði áður greint frá, þar á meðal bandarísk-rússneskur málafylgjumaður sem sagður er hafa tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. Að svo búnu hóf Smith reiðilestur um slæleg viðbrögð Trump og bandamanna hans við Rússahneykslinu. Ef málið væri allt eins ómerkilegt og þeir vildu láta í veðri vaka, hvers vegna væru þeir þá að ljúga endurtekið. „Hvers vegna er lygi eftir lygi eftir lygi? Ef þú ert með hreina samvisku, komdu þá hreint fram, skilurðu?“ sagði Smith við Wallace.Shepard Smith hefur verið óhræddur við að gagnrýna Donald Trump jafnvel þó að margir félagar hans á Fox News hafi verið forsetanum vilhollir.Vísir/GettyStarfsbróðirinn orðlausKallaði hann blekkingarleik Trump og félaga óskiljanlegan. Engu að síður væri enn til fólk sem teldi fréttamenn búa til fréttirnar af tengslum við Rússa. „Einn daginn á það eftir að gera sér grein fyrir því að við erum ekki að því og segja: Hvar erum við og hvers vegna er verið að ljúga svona að okkur?“ sagði Smith ennfremur. Wallace, sem sjálfur hefur varið aðra fjölmiðla eins og CNN og New York Times undan ásökunum um gervifréttir og að vera óvinir bandarísku þjóðarinnar, virtist orðlaus eftir þessa ákúru félaga síns. „Ég veit ekki hvað segja skal,“ svaraði Wallace á endanum.Í myndbandinu hér fyrir neðan má heyra reiðilestur Smith og viðbrögð Wallace.Shep Smith: "The deception, Chris, is mind-boggling...why are we getting told all these lies?"Chris Wallace: "I don't know what to say" pic.twitter.com/DQKOAC8a2o— Leanne Naramore (@LeanneNaramore) July 14, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Segist ekki hafa sagt pabba sínum Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, segist ekki hafa sagt föður sínum frá fundi sem hann átti með rússneskum lögfræðingi sem taldi sig geta aðstoðað við að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 12. júlí 2017 06:50 Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32 Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00 Trump segir soninn opinn og saklausan Bandaríkjaforseti segir son sinn verða fyrir barðinu á nornaveiðum. Trump yngri sagði föður sínum ekki frá fundi sem er sagður hluti af stuðningi Rússlandsstjórnar við framboð föður hans. 13. júlí 2017 06:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Fréttamenn og álitsgjafar Fox-sjónvarpsstöðvarinnar hafa verið einhverjir ötulustu málsvarar Donalds Trump Bandaríkjaforseta undanfarin misseri. Einum fréttamanni Fox var hins vegar nóg boðið eftir frekari uppljóstranir um samskipti bandamanna Trump við Rússa og lét gamminn geysa um „lygar“ þeirra. Fox News hefur sætt gagnrýni fyrir að ganga langt í að verja Trump og gera lítið úr ásökunum og rannsókn á meintu samráði bandamanna Trump við rússneska útsendara í kosningabaráttunni í fyrra. Fjöldi sjónvarpsmanna Fox News hefur til dæmis sakað aðra fjölmiðla um að flytja gervifréttir og þjást af móðursýki vegna frétta af Rússatengslum.Nýjustu fréttirnar af fundi Trump yngri kveiktu í fréttaþuliShepard Smith, fréttaþulur Fox News, er hins vegar ekki einn þeirra sem hefur afskrifað ásakanirnar eins og margir starfsbræður hans. Honum var ekki hlátur í huga þegar hann ræddi við Chris Wallace, samstarfsmann sinn, um nýjustu fréttirnar af umdeildum fundi syni Trump með Rússum í útsendingu í gær. Greindi Smith frá því að að fleira fólk hafi verið á fundi Donalds Trump yngri með rússneskum lögmanni í New York í fyrra en hann hafði áður greint frá, þar á meðal bandarísk-rússneskur málafylgjumaður sem sagður er hafa tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. Að svo búnu hóf Smith reiðilestur um slæleg viðbrögð Trump og bandamanna hans við Rússahneykslinu. Ef málið væri allt eins ómerkilegt og þeir vildu láta í veðri vaka, hvers vegna væru þeir þá að ljúga endurtekið. „Hvers vegna er lygi eftir lygi eftir lygi? Ef þú ert með hreina samvisku, komdu þá hreint fram, skilurðu?“ sagði Smith við Wallace.Shepard Smith hefur verið óhræddur við að gagnrýna Donald Trump jafnvel þó að margir félagar hans á Fox News hafi verið forsetanum vilhollir.Vísir/GettyStarfsbróðirinn orðlausKallaði hann blekkingarleik Trump og félaga óskiljanlegan. Engu að síður væri enn til fólk sem teldi fréttamenn búa til fréttirnar af tengslum við Rússa. „Einn daginn á það eftir að gera sér grein fyrir því að við erum ekki að því og segja: Hvar erum við og hvers vegna er verið að ljúga svona að okkur?“ sagði Smith ennfremur. Wallace, sem sjálfur hefur varið aðra fjölmiðla eins og CNN og New York Times undan ásökunum um gervifréttir og að vera óvinir bandarísku þjóðarinnar, virtist orðlaus eftir þessa ákúru félaga síns. „Ég veit ekki hvað segja skal,“ svaraði Wallace á endanum.Í myndbandinu hér fyrir neðan má heyra reiðilestur Smith og viðbrögð Wallace.Shep Smith: "The deception, Chris, is mind-boggling...why are we getting told all these lies?"Chris Wallace: "I don't know what to say" pic.twitter.com/DQKOAC8a2o— Leanne Naramore (@LeanneNaramore) July 14, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Segist ekki hafa sagt pabba sínum Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, segist ekki hafa sagt föður sínum frá fundi sem hann átti með rússneskum lögfræðingi sem taldi sig geta aðstoðað við að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 12. júlí 2017 06:50 Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32 Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00 Trump segir soninn opinn og saklausan Bandaríkjaforseti segir son sinn verða fyrir barðinu á nornaveiðum. Trump yngri sagði föður sínum ekki frá fundi sem er sagður hluti af stuðningi Rússlandsstjórnar við framboð föður hans. 13. júlí 2017 06:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Segist ekki hafa sagt pabba sínum Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, segist ekki hafa sagt föður sínum frá fundi sem hann átti með rússneskum lögfræðingi sem taldi sig geta aðstoðað við að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 12. júlí 2017 06:50
Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32
Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00
Trump segir soninn opinn og saklausan Bandaríkjaforseti segir son sinn verða fyrir barðinu á nornaveiðum. Trump yngri sagði föður sínum ekki frá fundi sem er sagður hluti af stuðningi Rússlandsstjórnar við framboð föður hans. 13. júlí 2017 06:00