Það var vel mætt í SSE Hydro-höllina til þess að fylgjast með vigtuninni sem var bráðskemmtileg. Margir skemmtilegir karakterar sem voru tilbúnir að skemmta fólkinu.
Vigtunina í heild sinni má sjá hér að neðan.
Íþróttadeild 365 er í Glasgow og mun fylgjast ítarlega með öllu í kringum bardaga Gunnars. Fylgstu með á Vísi, Fréttablaðinu og í íþróttafréttum Stöðvar 2. Bardagi Gunnars verður í beinni á Stöð 2 Sport á sunnudag klukkan 19.00 en Sunna Tsunami er í beinni á miðnætti á kvöld. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is og einnig má kaupa stakan viðburð hjá Vodafone og Oz.is.