Ákærður fyrir fimm sýruárásir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. júlí 2017 23:21 Sýruárásum í London hefur fjölgað talsvert á undanförnum árum. vísir/afp Sextán ára unglingspiltur hefur verið ákærður af bresku lögreglunni fyrir fimm sýruárásir í London síðastliðið fimmtudagskvöld. Ákæran er í fimmtán liðum en hann er meðal annars sakaður um að hafa valdið alvarlegum líkamlegum skaða, fyrir rán og fjórar tilraunir til ráns. Árásirnar áttu sér stað á níutíu mínútna tímabili í norðausturhluta Lundúna. Annar piltur, fimmtán ára, var handtekinn í tengslum við þær en honum var sleppt úr haldi, gegn tryggingu, í morgun. Hinn ákærði sætir enn gæsluvarðhaldi. Fyrsta árásin var gerð laust fyrir klukkan 22.30 að staðartíma. Þá réðust tveir menn á matarsendilinn Jabed Hussain þar sem hann ók bifhjóli sínu eftir Hackney Road. Þeir eru sagðir hafa skvett sýru í andlit hans og stolið vespunni í kjölfarið.Enginn vildi aðstoða Hussain segist í samtali við Guardian ekki hafa áttað sig á því í fyrstu að um sýru hefði verið að ræða. „Ég áttaði mig ekki á að þetta væri sýra. Síðan byrjaði hún að svíða. Ég sá að þeir ætluðu að skvetta framan í mig aftur þannig að ég stökk af hjólinu og reyndi að fela mig bak við bíla,“ segir hann og bætir við að árásir á hendur matarsendlum hafi aukist nokkuð upp á síðkastið, sérstaklega á þessu tiltekna svæði. Hussain segist í framhaldinu hafa hlaupið að næstu umferðarljósum og grátbeðið ökumenn um að hjálpa sér. „Ég öskraði eftir hjálp og vatni. En enginn vildi opna bílhurðina eða gluggann,“ segir hann. Að lokum stoppaði ein kona og ók honum á næsta spítala. Hussain er ekki talinn alvarlega slasaður. Aðeins tuttugu mínútum síðar var ráðist á annan mann, en hann var sömuleiðis á litlu bifhjóli. Um fjörutíu mínútum eftir fyrstu árásina varð þriðja manneskjan fyrir sýruárás, og um 23.20 barst lögreglu tilkynning um Cazenove Road í Stoke Newington. Sýru hafði verið skvett í andlit manns á vettvangi. Áverkar hans eru sagðir koma til með að breyta lífi hans til frambúðar. Síðasta árásin var gerð á mann á bifhjóli og var hjólinu í kjölfarið stolið.Sýruárásum fjölgað Sýruárásum í London hefur fjölgað talsvert á undanförnum árum, en tilkynnt hefur verið um hátt í tvö þúsund slíkar árásir frá árinu 2010. Þar af bárust 454 tilkynningar á síðasta ári, samanborið við 261 árið 2015. Lögreglustjóri London hefur lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu mála. Tengdar fréttir Unglingur handtekinn í tengslum við fimm sýruárásir í London Fyrsta árásin var gerð rétt fyrir hálf 11 í gærkvöldi að staðartíma. 32 ára karlmaður, sem keyrði á bifhjóli eftir Hackney Road, hlaut áverka á andliti eftir að tveir karlmenn á öðru bifhjóli réðust á hann. 14. júlí 2017 10:48 Sýruárásum fjölgar í London Árið 2014 voru 166 tilfelli skráð og árið 2015 voru þau 261. Í fyrra voru þau svo orðin 454 talsins. Árásir sem þessar eiga sér flestar stað í austurhluta borgarinnar. 14. júlí 2017 23:24 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Sextán ára unglingspiltur hefur verið ákærður af bresku lögreglunni fyrir fimm sýruárásir í London síðastliðið fimmtudagskvöld. Ákæran er í fimmtán liðum en hann er meðal annars sakaður um að hafa valdið alvarlegum líkamlegum skaða, fyrir rán og fjórar tilraunir til ráns. Árásirnar áttu sér stað á níutíu mínútna tímabili í norðausturhluta Lundúna. Annar piltur, fimmtán ára, var handtekinn í tengslum við þær en honum var sleppt úr haldi, gegn tryggingu, í morgun. Hinn ákærði sætir enn gæsluvarðhaldi. Fyrsta árásin var gerð laust fyrir klukkan 22.30 að staðartíma. Þá réðust tveir menn á matarsendilinn Jabed Hussain þar sem hann ók bifhjóli sínu eftir Hackney Road. Þeir eru sagðir hafa skvett sýru í andlit hans og stolið vespunni í kjölfarið.Enginn vildi aðstoða Hussain segist í samtali við Guardian ekki hafa áttað sig á því í fyrstu að um sýru hefði verið að ræða. „Ég áttaði mig ekki á að þetta væri sýra. Síðan byrjaði hún að svíða. Ég sá að þeir ætluðu að skvetta framan í mig aftur þannig að ég stökk af hjólinu og reyndi að fela mig bak við bíla,“ segir hann og bætir við að árásir á hendur matarsendlum hafi aukist nokkuð upp á síðkastið, sérstaklega á þessu tiltekna svæði. Hussain segist í framhaldinu hafa hlaupið að næstu umferðarljósum og grátbeðið ökumenn um að hjálpa sér. „Ég öskraði eftir hjálp og vatni. En enginn vildi opna bílhurðina eða gluggann,“ segir hann. Að lokum stoppaði ein kona og ók honum á næsta spítala. Hussain er ekki talinn alvarlega slasaður. Aðeins tuttugu mínútum síðar var ráðist á annan mann, en hann var sömuleiðis á litlu bifhjóli. Um fjörutíu mínútum eftir fyrstu árásina varð þriðja manneskjan fyrir sýruárás, og um 23.20 barst lögreglu tilkynning um Cazenove Road í Stoke Newington. Sýru hafði verið skvett í andlit manns á vettvangi. Áverkar hans eru sagðir koma til með að breyta lífi hans til frambúðar. Síðasta árásin var gerð á mann á bifhjóli og var hjólinu í kjölfarið stolið.Sýruárásum fjölgað Sýruárásum í London hefur fjölgað talsvert á undanförnum árum, en tilkynnt hefur verið um hátt í tvö þúsund slíkar árásir frá árinu 2010. Þar af bárust 454 tilkynningar á síðasta ári, samanborið við 261 árið 2015. Lögreglustjóri London hefur lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu mála.
Tengdar fréttir Unglingur handtekinn í tengslum við fimm sýruárásir í London Fyrsta árásin var gerð rétt fyrir hálf 11 í gærkvöldi að staðartíma. 32 ára karlmaður, sem keyrði á bifhjóli eftir Hackney Road, hlaut áverka á andliti eftir að tveir karlmenn á öðru bifhjóli réðust á hann. 14. júlí 2017 10:48 Sýruárásum fjölgar í London Árið 2014 voru 166 tilfelli skráð og árið 2015 voru þau 261. Í fyrra voru þau svo orðin 454 talsins. Árásir sem þessar eiga sér flestar stað í austurhluta borgarinnar. 14. júlí 2017 23:24 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Unglingur handtekinn í tengslum við fimm sýruárásir í London Fyrsta árásin var gerð rétt fyrir hálf 11 í gærkvöldi að staðartíma. 32 ára karlmaður, sem keyrði á bifhjóli eftir Hackney Road, hlaut áverka á andliti eftir að tveir karlmenn á öðru bifhjóli réðust á hann. 14. júlí 2017 10:48
Sýruárásum fjölgar í London Árið 2014 voru 166 tilfelli skráð og árið 2015 voru þau 261. Í fyrra voru þau svo orðin 454 talsins. Árásir sem þessar eiga sér flestar stað í austurhluta borgarinnar. 14. júlí 2017 23:24