Milljónir tóku þátt í óformlegri atkvæðagreiðslu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. júlí 2017 13:54 Þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin 30. júlí nk. vísir/afp Yfir sjö milljónir manna greiddu atkvæði í óformlegri atkvæðagreiðslu í Venesúela í gær um breytingar á stjórnarskrá landsins. Atkvæðagreiðslan var skipulögð af stjórnarandstæðingum ríkisstjórnar landsins en formleg þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin þrítugasta þessa mánaðar.Umdeildar breytingar Um er að ræða afar umdeildar breytingar sem Nicolas Maduro, forseti Venesúela, leggur til. Þær kveða á um að stjórnlagaþingi, skipuðu af 545 einstaklingum, verði komið á fót sem fái það hlutverk að afgreiða breytingar sem forsetinn vill gera á stjórnarskránni. Sömuleiðis fær stjórnlagaþingið heimild til þess að endurskrifa stjórnarskránna sýnist því svo. Stjórnarskráin verður með þessu færð úr höndum þingsins, en þar er stjórnarandstaðan í meirihluta. Þessar hugmyndir Maduro reyndust olía á eld andstæðinga hans en þeir segja áformin ekkert annað en einræðistilburði. Maduro tilkynnti um fyrirhugaðar breytingarnar fyrir 108 dögum og síðan þá hafa geisað hörð mótmæli í landinu, þar sem yfir hundrað manns hafa beðið bana. Hann ætlar hins vegar ekki að verða við kröfu mótmælenda um að segja af sér. Maduro mun að óbreyttu sitja út kjörtímabilið en því lýkur í byrjun árs 2019.Skotárás við kjörstað Háskóli í Venesúela hafði yfirumsjón með atkvæðagreiðslu gærdagsins. Alls greiddu 7,2 milljónir atkvæði, en til samanburðar gengu 7,7 milljónir manna til atkvæða í þingkosningunum árið 2015. Yfir tvö þúsund kjörstaðir voru settir upp víðs vegar um landið og gekk atkvæðagreiðsla að mestu vel fyrir sig. Í höfuðborginni Caracas var hins vegar kona skotin til bana þegar mótorhjólamenn óku hjá og skutu á kjósendur. Fjórir særðust í árásinni. Maduro hefur lýst því yfir að atkvæðagreiðslan hafi með öllu verið þýðingarlaus. Tengdar fréttir Skotin til bana á kjörstað Kona var skotin til bana í Caracas í Venesúela í dag þegar hún beið þess að greiða óformlegt atkvæði um breytingar á stjórnarskrá landsins. 16. júlí 2017 23:36 Ástandið í Venesúela: Veit aldrei hvort fjölskyldan mín komist heim heil á húfi Mótmælin í Venesúela hafa staðið yfir í 101 dag. 10. júlí 2017 12:00 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Yfir sjö milljónir manna greiddu atkvæði í óformlegri atkvæðagreiðslu í Venesúela í gær um breytingar á stjórnarskrá landsins. Atkvæðagreiðslan var skipulögð af stjórnarandstæðingum ríkisstjórnar landsins en formleg þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin þrítugasta þessa mánaðar.Umdeildar breytingar Um er að ræða afar umdeildar breytingar sem Nicolas Maduro, forseti Venesúela, leggur til. Þær kveða á um að stjórnlagaþingi, skipuðu af 545 einstaklingum, verði komið á fót sem fái það hlutverk að afgreiða breytingar sem forsetinn vill gera á stjórnarskránni. Sömuleiðis fær stjórnlagaþingið heimild til þess að endurskrifa stjórnarskránna sýnist því svo. Stjórnarskráin verður með þessu færð úr höndum þingsins, en þar er stjórnarandstaðan í meirihluta. Þessar hugmyndir Maduro reyndust olía á eld andstæðinga hans en þeir segja áformin ekkert annað en einræðistilburði. Maduro tilkynnti um fyrirhugaðar breytingarnar fyrir 108 dögum og síðan þá hafa geisað hörð mótmæli í landinu, þar sem yfir hundrað manns hafa beðið bana. Hann ætlar hins vegar ekki að verða við kröfu mótmælenda um að segja af sér. Maduro mun að óbreyttu sitja út kjörtímabilið en því lýkur í byrjun árs 2019.Skotárás við kjörstað Háskóli í Venesúela hafði yfirumsjón með atkvæðagreiðslu gærdagsins. Alls greiddu 7,2 milljónir atkvæði, en til samanburðar gengu 7,7 milljónir manna til atkvæða í þingkosningunum árið 2015. Yfir tvö þúsund kjörstaðir voru settir upp víðs vegar um landið og gekk atkvæðagreiðsla að mestu vel fyrir sig. Í höfuðborginni Caracas var hins vegar kona skotin til bana þegar mótorhjólamenn óku hjá og skutu á kjósendur. Fjórir særðust í árásinni. Maduro hefur lýst því yfir að atkvæðagreiðslan hafi með öllu verið þýðingarlaus.
Tengdar fréttir Skotin til bana á kjörstað Kona var skotin til bana í Caracas í Venesúela í dag þegar hún beið þess að greiða óformlegt atkvæði um breytingar á stjórnarskrá landsins. 16. júlí 2017 23:36 Ástandið í Venesúela: Veit aldrei hvort fjölskyldan mín komist heim heil á húfi Mótmælin í Venesúela hafa staðið yfir í 101 dag. 10. júlí 2017 12:00 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Skotin til bana á kjörstað Kona var skotin til bana í Caracas í Venesúela í dag þegar hún beið þess að greiða óformlegt atkvæði um breytingar á stjórnarskrá landsins. 16. júlí 2017 23:36
Ástandið í Venesúela: Veit aldrei hvort fjölskyldan mín komist heim heil á húfi Mótmælin í Venesúela hafa staðið yfir í 101 dag. 10. júlí 2017 12:00