Sem kunnugt er potaði Ponzinibbio þrisvar í augu Gunnars á meðan bardaga þeirra í Glasgow á sunnudagskvöldið stóð.
Ponzinibbio sver af sér allar sakir og segist ekki hafa séð augnapotin þegar hann horfði aftur á bardagann.
Á myndum sem notandinn CorvusCorax deildi á Twitter í dag sést að Ponzinibbio hefur leikið þennan sama leik, að pota í augu andstæðinga sinna, áður.
Myndirnar eru úr síðustu þremur bardögum Ponzinibbios á undan bardaganum við Gunnar. Þar mætti sá argentínski Court McGee, Zak Cummings og Nordine Taleb og svo virðist sem hann hafi potað í augu þeirra allra.
Ponzinibbio vann alla þessa bardaga og hefur alls unnið fimm bardaga í röð.
Myndirnar úr fyrri bardögum Ponzinibbios má sjá með því að smella hér.
Síðustu 3 bardagar Ponzinibbio á undan Gunna gerið þið svo vel https://t.co/Ij8zfIhFxM #eyepoker
— CorvusCorax (@Natthrafninn) July 18, 2017