Notuðu ekki ryðfrítt stál og því brast neyðarlokan undan skólpinu Benedikt Bóas skrifar 19. júlí 2017 06:30 Búist var við að viðgerð á neyðarlúgu í Faxaskjóli yrði lokið á miðnætti í gær. Neyðarlúgan hefur verið opin með hléum í átján daga. Vísir/Eyþór Orsök á vandræðagangi neyðarloku Veitna við Faxaskjól má rekja til þess að legur í opnunarbúnaði voru ekki úr ryðfríu stáli og voru því hjól, öxlar og legur ónýtar og tærðar í burtu. Skipt var um opnunarbúnaðinn árið 2014. Skipt var um svipaðan búnað í dælustöð sem er við Hörpu og er full ástæða til að taka hana upp í ljósi atburða síðustu mánaða. Mun því óhreinsað skólp leka út um neyðarúthlaup milli Hörpu og Sólfarsins þegar það verður gert. Þetta kemur fram í minnisblaði Ingu Dóru Hrólfsdóttur, framkvæmdastjóra Veitna, til stjórnar Orkuveitunnar sem óskaði eftir svörum við spurningum um orsök og afleiðingar bilunar í dælustöð fráveitu við Faxaskjól. Starfsmenn Veitna höfðu veitt því athygli að mikill sjór barst inn í dælustöðina. Við skoðun kom ryðið í ljós. Smiðjan sem smíðaði lokuna sérsmíðaði öxla og hjól og tók það tvo daga. Strax varð ljóst að lokan var ekki nógu þétt og sjór streymdi enn inn í stöðina. Bráðabirgðabúnaði var komið fyrir þannig að í neyðartilfellum myndi lúgan opnast. Þannig var komið í veg fyrir hættuna á því að skólp flæddi inn til viðskiptavina. Áætla má að tæplega ein milljón rúmmetra af skólpi hafi farið í sjóinn vegna bilunarinnar í Faxaskjóli. Fyrir uppsetningu núverandi kerfis á skólplosun árið 1992 má gera ráð fyrir að um 60 milljónir rúmmetra af skólpi hafi flætt óhreinsaðir í sjó árlega við strendur höfuðborgarsvæðisins. Mörg sveitarfélög í landinu eru ekki með neina skólphreinsun þannig að skólp flæðir óhreinsað í sjó, ár eða vötn allan ársins hring. Ein helsta ástæða fyrir neyðarlosun er að ekki flæði upp í kerfin til notenda, þegar dælustöðvar eru ekki í gangi eða hafa ekki undan því skólpi sem að þeim berst. Saurkólígerlar fjölga sér lítið eða ekki í vatni og líftími þeirra er almennt talinn mjög stuttur. Talið er að 90 prósent gerlanna séu nú þegar dauð. Búist var við að viðgerð á neyðarlúgunni í Faxaskjóli myndi ljúka á seint í gærkvöldi gengi allt eftir. Birtist í Fréttablaðinu Skólpmengun við Faxaskjól Tengdar fréttir Verulega dregur úr saurgerlamengun í Nauthólsvík Sýni sem voru tekin í Nauthólsvík í gær sýna að verulega hefur dregið úr saurgerlamengun þar. GIldin eru engu að síður hærri en venjulega. 15. júlí 2017 13:05 Hleypa óhreinsuðu skólpi í sjóinn við Skeljanes og Faxaskjól Á morgun, þriðjudaginn 18. júlí, mun Veitur halda áfram viðgerð á neyðarloku í dælustöðinni við Faxaskjól en dælustöðin hefur verið biluð síðan í júní. 17. júlí 2017 13:41 Stefna á að ljúka viðgerð á neyðarlúgu í Faxaskjóli á miðnætti Neyðarlúgan hefur verið opin með hléum í átján daga og miðað við daginn í dag renna um 15 þúsund rúmmetrar af óhreinsuðu skólpi í sjóinn. 18. júlí 2017 15:01 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Orsök á vandræðagangi neyðarloku Veitna við Faxaskjól má rekja til þess að legur í opnunarbúnaði voru ekki úr ryðfríu stáli og voru því hjól, öxlar og legur ónýtar og tærðar í burtu. Skipt var um opnunarbúnaðinn árið 2014. Skipt var um svipaðan búnað í dælustöð sem er við Hörpu og er full ástæða til að taka hana upp í ljósi atburða síðustu mánaða. Mun því óhreinsað skólp leka út um neyðarúthlaup milli Hörpu og Sólfarsins þegar það verður gert. Þetta kemur fram í minnisblaði Ingu Dóru Hrólfsdóttur, framkvæmdastjóra Veitna, til stjórnar Orkuveitunnar sem óskaði eftir svörum við spurningum um orsök og afleiðingar bilunar í dælustöð fráveitu við Faxaskjól. Starfsmenn Veitna höfðu veitt því athygli að mikill sjór barst inn í dælustöðina. Við skoðun kom ryðið í ljós. Smiðjan sem smíðaði lokuna sérsmíðaði öxla og hjól og tók það tvo daga. Strax varð ljóst að lokan var ekki nógu þétt og sjór streymdi enn inn í stöðina. Bráðabirgðabúnaði var komið fyrir þannig að í neyðartilfellum myndi lúgan opnast. Þannig var komið í veg fyrir hættuna á því að skólp flæddi inn til viðskiptavina. Áætla má að tæplega ein milljón rúmmetra af skólpi hafi farið í sjóinn vegna bilunarinnar í Faxaskjóli. Fyrir uppsetningu núverandi kerfis á skólplosun árið 1992 má gera ráð fyrir að um 60 milljónir rúmmetra af skólpi hafi flætt óhreinsaðir í sjó árlega við strendur höfuðborgarsvæðisins. Mörg sveitarfélög í landinu eru ekki með neina skólphreinsun þannig að skólp flæðir óhreinsað í sjó, ár eða vötn allan ársins hring. Ein helsta ástæða fyrir neyðarlosun er að ekki flæði upp í kerfin til notenda, þegar dælustöðvar eru ekki í gangi eða hafa ekki undan því skólpi sem að þeim berst. Saurkólígerlar fjölga sér lítið eða ekki í vatni og líftími þeirra er almennt talinn mjög stuttur. Talið er að 90 prósent gerlanna séu nú þegar dauð. Búist var við að viðgerð á neyðarlúgunni í Faxaskjóli myndi ljúka á seint í gærkvöldi gengi allt eftir.
Birtist í Fréttablaðinu Skólpmengun við Faxaskjól Tengdar fréttir Verulega dregur úr saurgerlamengun í Nauthólsvík Sýni sem voru tekin í Nauthólsvík í gær sýna að verulega hefur dregið úr saurgerlamengun þar. GIldin eru engu að síður hærri en venjulega. 15. júlí 2017 13:05 Hleypa óhreinsuðu skólpi í sjóinn við Skeljanes og Faxaskjól Á morgun, þriðjudaginn 18. júlí, mun Veitur halda áfram viðgerð á neyðarloku í dælustöðinni við Faxaskjól en dælustöðin hefur verið biluð síðan í júní. 17. júlí 2017 13:41 Stefna á að ljúka viðgerð á neyðarlúgu í Faxaskjóli á miðnætti Neyðarlúgan hefur verið opin með hléum í átján daga og miðað við daginn í dag renna um 15 þúsund rúmmetrar af óhreinsuðu skólpi í sjóinn. 18. júlí 2017 15:01 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Verulega dregur úr saurgerlamengun í Nauthólsvík Sýni sem voru tekin í Nauthólsvík í gær sýna að verulega hefur dregið úr saurgerlamengun þar. GIldin eru engu að síður hærri en venjulega. 15. júlí 2017 13:05
Hleypa óhreinsuðu skólpi í sjóinn við Skeljanes og Faxaskjól Á morgun, þriðjudaginn 18. júlí, mun Veitur halda áfram viðgerð á neyðarloku í dælustöðinni við Faxaskjól en dælustöðin hefur verið biluð síðan í júní. 17. júlí 2017 13:41
Stefna á að ljúka viðgerð á neyðarlúgu í Faxaskjóli á miðnætti Neyðarlúgan hefur verið opin með hléum í átján daga og miðað við daginn í dag renna um 15 þúsund rúmmetrar af óhreinsuðu skólpi í sjóinn. 18. júlí 2017 15:01