Vildum kaupa það sem börnin hefðu gaman af Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. júlí 2017 09:15 Fulltrúar félagsmiðstöðvarinnar við afhendingu gjafanna á skrifstofu SKB í Hlíðasmára, Katrín Halldórsdóttir, Kristín Ísold Jóhannesdóttir, Andrea Þórey Sigurðardóttir og Snorri Páll Þórðarson. Unglingar í félagsmiðstöðinni Pegasus í Álfhólsskóla héldu bingó á dögunum og gáfu Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna (SKB) leikjatölvur og spil. „Við vildum kaupa eitthvað sem börnin hefðu gaman af,“ segir Snorri Páll Þórðarson, forstöðumaður Pegasus, og lýsir verkefninu. „Við ákváðum fyrst hvaða málefni við vildum styrkja. Ein stúlka í hópnum hafði misst systur sína úr krabbameini og kynnst SKB af eigin raun og það var einróma samþykkt að styrkja þau samtök. Við vildum ekki gefa pening svo við höfðum samband við félagið og fréttum þar að það vantaði leikjatölvur í hvíldaríbúðirnar sem foreldrar utan af landi dvelja í þegar börn þeirra eru í meðferð. Oft eru systkini með og börnin sem liggja inni koma þangað í heimsókn.“ Snorri segir unglingana hafa safnað alveg fáránlega flottum vinningum. „Krakkarnir notuðu sín tengsl. Vinningarnir voru að andvirði þrjú til fjögur hundruð þúsunda. Það eina sem við eyddum pening í var kakó, við fengum meira að segja vöffludeigið frítt.“ Aðsóknin að bingókvöldinu var ágæt, hefði þó mátt vera betri, að sögn Snorra Páls. „En af því að Landsbankinn tvöfaldaði upphæðina sem við fengum inn fyrir bingóið náðum við um 320 þúsundum þetta kvöld og gátum keypt Play Station leikjatölvur, þrjá leiki, auka fjarstýringar og svo þrjú borðspil á hvert heimili. Krakkar vilja spila það sem er nýtt. Ég veit hvernig það er í félagsmiðstöðvum og ef börn eru í krabbameinsrannsóknum og meðferðum þá eiga þau það fyllilega skilið,“ segir hann og telur verkefnið hafa verið bæði skemmtilegt og þroskandi fyrir hópinn sem að því stóð. „Það er ekkert sjálfgefið að vera heilbrigður og viðfangsefnið vakti okkur til umhugsunar um það. Svo skiptir máli að hjálpa svona samtökum því yfirleitt er bágborin staða hjá þeim.“ Borðspil Kópavogur Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
Unglingar í félagsmiðstöðinni Pegasus í Álfhólsskóla héldu bingó á dögunum og gáfu Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna (SKB) leikjatölvur og spil. „Við vildum kaupa eitthvað sem börnin hefðu gaman af,“ segir Snorri Páll Þórðarson, forstöðumaður Pegasus, og lýsir verkefninu. „Við ákváðum fyrst hvaða málefni við vildum styrkja. Ein stúlka í hópnum hafði misst systur sína úr krabbameini og kynnst SKB af eigin raun og það var einróma samþykkt að styrkja þau samtök. Við vildum ekki gefa pening svo við höfðum samband við félagið og fréttum þar að það vantaði leikjatölvur í hvíldaríbúðirnar sem foreldrar utan af landi dvelja í þegar börn þeirra eru í meðferð. Oft eru systkini með og börnin sem liggja inni koma þangað í heimsókn.“ Snorri segir unglingana hafa safnað alveg fáránlega flottum vinningum. „Krakkarnir notuðu sín tengsl. Vinningarnir voru að andvirði þrjú til fjögur hundruð þúsunda. Það eina sem við eyddum pening í var kakó, við fengum meira að segja vöffludeigið frítt.“ Aðsóknin að bingókvöldinu var ágæt, hefði þó mátt vera betri, að sögn Snorra Páls. „En af því að Landsbankinn tvöfaldaði upphæðina sem við fengum inn fyrir bingóið náðum við um 320 þúsundum þetta kvöld og gátum keypt Play Station leikjatölvur, þrjá leiki, auka fjarstýringar og svo þrjú borðspil á hvert heimili. Krakkar vilja spila það sem er nýtt. Ég veit hvernig það er í félagsmiðstöðvum og ef börn eru í krabbameinsrannsóknum og meðferðum þá eiga þau það fyllilega skilið,“ segir hann og telur verkefnið hafa verið bæði skemmtilegt og þroskandi fyrir hópinn sem að því stóð. „Það er ekkert sjálfgefið að vera heilbrigður og viðfangsefnið vakti okkur til umhugsunar um það. Svo skiptir máli að hjálpa svona samtökum því yfirleitt er bágborin staða hjá þeim.“
Borðspil Kópavogur Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira