Formaður Framsýnar spáir hörðum átökum á vinnumarkaði Heimir Már Pétursson skrifar 1. júlí 2017 13:49 Formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar segir forsendur kjarasamninga á almennum vinnumarkaði löngu brostnar. Verkalýðshreyfingin hljóti að segja upp öllum kjarasamningum í febrúar á næsta ári og allt verði upp í loft á vinnumarkaði upp úr áramótum. Tímaritið Frjáls verslun birti í gær yfirlit yfir hæstu laun í nokkrum hópum samfélagsins miðað við upplýsingar á álagningarskrám Ríkisskattstjóra. Í fréttum okkar í gærkvöldi sagði Jón G. Hauksson ritstjóri blaðsins að forstjórar fyrirtækja og æðstu embættismenn hafi hækkað mest í launum milli áranna 2015 og 2016, eða um að jafnaði um tólf prósent. Þá haldi bilið á milli þessara hópa og almenns launafólks áfram að breikka, en launahækkanir á almennum markaði voru um 4,5 prósent í fyrra. Aðalsteinn Baldursson formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar segir þessa þróun hafa verið að ágerast á undanförnum árum. „Og þetta heldur bara áfram, þetta ójafnvægi sem er þarna. Svo hef ég líka í sjálfu sér áhyggjur af konunum sem eru ekki að koma vel út úr þessu,“ segir Aðalsteinn. En konur eru fámennar í öllum hópum hæstu launa sem Frjáls verslun skoðar. Þá hefur kjararáð nýlega úrskurðað verulegar launahækkanir til nokkurra æðstu embættismanna þjóðarinnar sem ná marga mánuði aftur í tímann. Aðalsteinn hefur verið í fámennum hópi leiðtoga innan verkalýðshreyfingarinnar sem lagst hefur gegn SALEK samkomulaginu svo kallaða, sem ætlað er að setja heildarramma utan um launahækkanir í landinu og stjórnvöld hafa ítrekað mælst til að komið verði á laggirnar. „Misvægið er gríðarlegt og svo náttúrlega eins og með kjararáð; við vorum líka að horfa á það fyrir nokkrum mánuðum að þingmenn og ráðherrar fengu gríðarlegar hækkanir. Nú koma fleiri gríðarlegar hækkanir til opinberra embættismanna. Það er alltaf talað um að taka á þessu. Það er ekkert gert í að taka á þessu. Það á alltaf að taka á þessu en það er ekkert gert. Þannig að þetta er ömurleg þróun,“ segir Aðalsteinn. Hann segir stjórnvöld fara fremst í flokki við að brjóta þessi markmið með ríflegum hækkunum til æðstu embættismanna. „Þetta er bara hræsni. Ekkert annað en hræsni. Það er bara ekkert að marka hvað þeir segja. Þeir meina allt annað en þeir segja þegar þeir eru að ræða við okkur. Það sýnir sig best í þessum upplýsingum sem þarna koma fram,“ segir formaður Framsýnar. Í byrjun þessa árs varð endurskoðunarákvæði almennra kjarasamninga virkt. En þótt forysta ASÍ teldi forsendur samninga brostnar var samið um að flýta launahækkunum á þessu ári og bíða með endurskoðun eða uppsögn samninga fram yfir næstu áramót. En þá verður væntanlega lokið viðamiklum kjarasamningum lækna, kennara og fleiri við hið opinbera. Þannig að það stefnir kannski í hörð átök á vinnumarkaði í byrjun næsta árs? „Já, já ég trúi ekki öðru en samningar verði lausir eftir áramót. Allar forsendur samninga voru brostnar nú í febrúar síðast liðnum þegar endurskoðunin fór fram. Þá var ákveðið að bíða vegna þess að menn sáu fyrir ákveðnar hækkanir eins og hjá opinberum starfsmönnum. Það væri í farvatninu. Nú liggur þetta svolítið fyrir og mun gera enn frekar þegar líður á haustið. Ég vil meina að hér verði allt upp í loft í febrúar á næsta ári. Ég trúi ekki öðru,“ segir Aðalsteinn Baldursson. Kjaramál Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
Formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar segir forsendur kjarasamninga á almennum vinnumarkaði löngu brostnar. Verkalýðshreyfingin hljóti að segja upp öllum kjarasamningum í febrúar á næsta ári og allt verði upp í loft á vinnumarkaði upp úr áramótum. Tímaritið Frjáls verslun birti í gær yfirlit yfir hæstu laun í nokkrum hópum samfélagsins miðað við upplýsingar á álagningarskrám Ríkisskattstjóra. Í fréttum okkar í gærkvöldi sagði Jón G. Hauksson ritstjóri blaðsins að forstjórar fyrirtækja og æðstu embættismenn hafi hækkað mest í launum milli áranna 2015 og 2016, eða um að jafnaði um tólf prósent. Þá haldi bilið á milli þessara hópa og almenns launafólks áfram að breikka, en launahækkanir á almennum markaði voru um 4,5 prósent í fyrra. Aðalsteinn Baldursson formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar segir þessa þróun hafa verið að ágerast á undanförnum árum. „Og þetta heldur bara áfram, þetta ójafnvægi sem er þarna. Svo hef ég líka í sjálfu sér áhyggjur af konunum sem eru ekki að koma vel út úr þessu,“ segir Aðalsteinn. En konur eru fámennar í öllum hópum hæstu launa sem Frjáls verslun skoðar. Þá hefur kjararáð nýlega úrskurðað verulegar launahækkanir til nokkurra æðstu embættismanna þjóðarinnar sem ná marga mánuði aftur í tímann. Aðalsteinn hefur verið í fámennum hópi leiðtoga innan verkalýðshreyfingarinnar sem lagst hefur gegn SALEK samkomulaginu svo kallaða, sem ætlað er að setja heildarramma utan um launahækkanir í landinu og stjórnvöld hafa ítrekað mælst til að komið verði á laggirnar. „Misvægið er gríðarlegt og svo náttúrlega eins og með kjararáð; við vorum líka að horfa á það fyrir nokkrum mánuðum að þingmenn og ráðherrar fengu gríðarlegar hækkanir. Nú koma fleiri gríðarlegar hækkanir til opinberra embættismanna. Það er alltaf talað um að taka á þessu. Það er ekkert gert í að taka á þessu. Það á alltaf að taka á þessu en það er ekkert gert. Þannig að þetta er ömurleg þróun,“ segir Aðalsteinn. Hann segir stjórnvöld fara fremst í flokki við að brjóta þessi markmið með ríflegum hækkunum til æðstu embættismanna. „Þetta er bara hræsni. Ekkert annað en hræsni. Það er bara ekkert að marka hvað þeir segja. Þeir meina allt annað en þeir segja þegar þeir eru að ræða við okkur. Það sýnir sig best í þessum upplýsingum sem þarna koma fram,“ segir formaður Framsýnar. Í byrjun þessa árs varð endurskoðunarákvæði almennra kjarasamninga virkt. En þótt forysta ASÍ teldi forsendur samninga brostnar var samið um að flýta launahækkunum á þessu ári og bíða með endurskoðun eða uppsögn samninga fram yfir næstu áramót. En þá verður væntanlega lokið viðamiklum kjarasamningum lækna, kennara og fleiri við hið opinbera. Þannig að það stefnir kannski í hörð átök á vinnumarkaði í byrjun næsta árs? „Já, já ég trúi ekki öðru en samningar verði lausir eftir áramót. Allar forsendur samninga voru brostnar nú í febrúar síðast liðnum þegar endurskoðunin fór fram. Þá var ákveðið að bíða vegna þess að menn sáu fyrir ákveðnar hækkanir eins og hjá opinberum starfsmönnum. Það væri í farvatninu. Nú liggur þetta svolítið fyrir og mun gera enn frekar þegar líður á haustið. Ég vil meina að hér verði allt upp í loft í febrúar á næsta ári. Ég trúi ekki öðru,“ segir Aðalsteinn Baldursson.
Kjaramál Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira