Tvöfalt fleiri „sumardagar“ á Akureyri en í Reykjavík Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júlí 2017 10:24 Gestir sundlaugar Akureyrar hafa líklega getað fylkt liði í laugina á góðviðrisdögum það sem af er sumri. Vísir/Auðunn Svokallaðir „sumardagar“ í Reykjavík voru tvöfalt færri í maí og júní en sambærilegir dagar á Akureyri samkvæmt könnun Trausta Jónssonar veðurfræðings. Mikil úrkoma hefur verið á höfuðborgarsvæðinu það sem af er sumri og ekki er von á miklum breytingum í þeim efnum næstu daga. Á vef Veðurstofu Íslands er birt samantekt yfir veðurfar hvers mánaðar en þar segir að meðalhiti í maí 2017 hafi verið 8,6 stig. Sá hiti er 2,3 stigum fyrir ofan meðallag áranna 1961-1990 og 1,7 stigi yfir meðallagi síðustu ára. Þá fór hiti víða yfir 20 stig, sem þykir óvenjulegt. Úrkoma í maí var einnig yfir meðallagi. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir júnímánuð hafa verið í „tæpu meðallagi“ hvað þetta varðar.„Sumardagar“ færri í Reykjavík en á Akureyri Trausti Jónsson veðurfræðingur birti talningu sína á svokölluðum „sumardögum“ á bloggsíðu sinni um helgina. Samkvæmt skilgreiningu Trausta telst sumardagur sá dagur þar sem í að minnsta kosti þrjá af fjórum athugunartímum sé úrkomulaust. Þá verður úrkoma frá 9-18 að vera minni en 2 mm. Enn fremur má ekki vera alskýjað á öllum athugunartímunum fjórum og meðalhiti þeirra að verður að vera að minnsta kosti 13,1 stig eða hámarkshiti kl. 18 meiri en 15 stig. Sumardagar í Reykjavík, samkvæmt þessari skilgreiningu Trausta, voru samtals 8 í maí og júní. Þar af voru 3 þeirra í maímánuði. Til samanburðar voru 16 sumardagar á Akureyri í maí og júní, 9 í maí. Trausti gefur júnímánuði í Reykjavík sumareinkunnina 8 af 16 mögulegum, sem miðast við meðalhita, úrkomu, úrkomudaga- og sólskinsstundafjölda. Því er ljóst að nýliðinn júní hefur verið í meðallagi.Ekkert spennandi í kortunum Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að ekki sé spennandi veður framundan nú í byrjun júlí. Hann leggur þó áherslu á að spáin sé nokkuð gróflega áætluð. „Það er svona kannski ekkert mjög spennandi sumarfrísveður framundan, það eru lægðir við landið og suðlæg átt. Það þýðir að þá verður vætusamara sunnan- og vestanlands, skárri vika norðan- og austanlands. Þar er bæði þurrara og hlýrra,“ segir Teitur. Veður Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Svokallaðir „sumardagar“ í Reykjavík voru tvöfalt færri í maí og júní en sambærilegir dagar á Akureyri samkvæmt könnun Trausta Jónssonar veðurfræðings. Mikil úrkoma hefur verið á höfuðborgarsvæðinu það sem af er sumri og ekki er von á miklum breytingum í þeim efnum næstu daga. Á vef Veðurstofu Íslands er birt samantekt yfir veðurfar hvers mánaðar en þar segir að meðalhiti í maí 2017 hafi verið 8,6 stig. Sá hiti er 2,3 stigum fyrir ofan meðallag áranna 1961-1990 og 1,7 stigi yfir meðallagi síðustu ára. Þá fór hiti víða yfir 20 stig, sem þykir óvenjulegt. Úrkoma í maí var einnig yfir meðallagi. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir júnímánuð hafa verið í „tæpu meðallagi“ hvað þetta varðar.„Sumardagar“ færri í Reykjavík en á Akureyri Trausti Jónsson veðurfræðingur birti talningu sína á svokölluðum „sumardögum“ á bloggsíðu sinni um helgina. Samkvæmt skilgreiningu Trausta telst sumardagur sá dagur þar sem í að minnsta kosti þrjá af fjórum athugunartímum sé úrkomulaust. Þá verður úrkoma frá 9-18 að vera minni en 2 mm. Enn fremur má ekki vera alskýjað á öllum athugunartímunum fjórum og meðalhiti þeirra að verður að vera að minnsta kosti 13,1 stig eða hámarkshiti kl. 18 meiri en 15 stig. Sumardagar í Reykjavík, samkvæmt þessari skilgreiningu Trausta, voru samtals 8 í maí og júní. Þar af voru 3 þeirra í maímánuði. Til samanburðar voru 16 sumardagar á Akureyri í maí og júní, 9 í maí. Trausti gefur júnímánuði í Reykjavík sumareinkunnina 8 af 16 mögulegum, sem miðast við meðalhita, úrkomu, úrkomudaga- og sólskinsstundafjölda. Því er ljóst að nýliðinn júní hefur verið í meðallagi.Ekkert spennandi í kortunum Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að ekki sé spennandi veður framundan nú í byrjun júlí. Hann leggur þó áherslu á að spáin sé nokkuð gróflega áætluð. „Það er svona kannski ekkert mjög spennandi sumarfrísveður framundan, það eru lægðir við landið og suðlæg átt. Það þýðir að þá verður vætusamara sunnan- og vestanlands, skárri vika norðan- og austanlands. Þar er bæði þurrara og hlýrra,“ segir Teitur.
Veður Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira