Ríkisstjórnin nýtur stuðnings 37% aðspurðra í nýjum þjóðarpúlsi Gallup sem Ríkisútvarpið greindi frá í kvöld. Vinstri græn tapar þremur prósentustigum á milli kannana en ekki eru marktækar breytingar á fylgi annarra flokka.
Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr með mest fylgi í könnuninni. Hann mælist með 27,5% fylgi, tæpum tveimur prósentustigum meira en í síðustu könnun fyrir mánuði. Munurinn er innan vikmarka könnunarinnar.
Vinstri græn hafa verið næststærsti flokkur landsins í skoðanakönnunum undanfarið. Flokkurinn dalar í könnun Gallup og mælist nú með 21,5%. Það er þremur prósentustigum minna en fyrir mánuði.
Píratar mælast með rétt um 14%, Viðreisn með 5,6% og Björt framtíð með 3,3%.
Tæplega fimmtungur vill ekki taka afstöðu eða ætlar að skila auðu
Ríkisstjórnarflokkarnir þrír mælast saman með 36,5% fylgi. Sama hlutfall svarenda segist styðja stjórnina.
Rúmlega 10% vildu ekki taka afstöðu eða neituðu að gefa hana upp og nær 9% svarenda sögðust myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosið yrði til Alþingis í dag.
Rúmlega þriðjungur styður ríkisstjórnina
Kjartan Kjartansson skrifar
