Tíu ár frá marki Bjarna gegn Keflavík: Stríðsástand á Skaganum | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júlí 2017 14:45 Í dag, 4. júlí, eru nákvæmlega 10 ár síðan Bjarni Guðjónsson skoraði eitt frægasta, en jafnframt umdeildasta, mark íslenskrar fótboltasögu. Markið fræga kom í 2-1 sigri ÍA á Keflavík í 9. umferð Landsbankadeildarinnar 2007. Bjarni kom Skagamönnum í 1-0 með marki úr vítaspyrnu á 32. mínútu og þannig var staðan allt þar til 11 mínútur voru til leiksloka. Keflvíkingar spörkuðu þá boltanum út af til hægt væri að huga að Vjekoslav Svaðumovic, framherja ÍA.Það sauð allt upp úr eftir annað mark Bjarna.vísir/eiríkurSkagamenn tóku innkastið og boltinn barst á Bjarna sem skaut honum frá miðju, í boga yfir Ómar Jóhannsson, markvörð Keflvíkinga, og í netið. Og þá varð fjandinn laus. Keflvíkingar urðu æfir og hópuðust að Bjarna sem hélt höndunum uppi eins og til að sanna sakleysi sitt. Dagskránni lauk ekki þarna og tveir leikmenn fengu skömmu síðar rautt spjald. Páll Gísli Jónsson, markvörður ÍA, fékk reisupassann fyrir stympingar og Einar Orri Einarsson, leikmaður Keflavíkur, sá rautt fyrir gróft brot á Bjarna. Þegar Kristinn Jakobsson flautaði til leiksloka tók Bjarni á sprett til búningsherbergja með Keflvíkinga á hælunum. Skömmu fyrir lokaflautið sagði Kristinn honum að hlaupa til búningsherbergja. „Eftir því sem sjá mátti úr blaðamannastúkunni voru hendur látnar skipta við innganginn í búningsklefana og Guð má vita hvað gekk á þar fyrir innan. Þar var allt í hers höndum og í raun stríðsástand á Akranesi,“ skrifaði Henry Birgir Gunnarsson í grein sinni um leikinn í Fréttablaðinu daginn eftir.Kristján Guðmundsson var harðorður í garð Bjarna og ÍA eftir leikinn.vísir/eiríkurÞjálfarar liðanna voru á öndverðum meiði þegar þeir ræddu við Þorstein Gunnarsson, sem lýsti leiknum ásamt Loga Ólafssyni á Sýn, eftir leikinn. „Boltanum er sparkað út af til að gefa leikmanni Skagans aðhlynningu. Það er ljóst að Bjarni kallar á boltann, það er greinilega að hann lítur upp og sér hvar Ómar stendur og tekur skot á markið. Þetta er Bjarna Guðjónssyni til skammar, enn eina ferðina, og þetta er Skaganum líka til háborinnar skammar,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur. „Bjarni skammaðist sín svo mikið að hann ákveður að hlaupa þarna inn. Þvílík er skömm hans. Hvað gerðist svo veit ég ekki.“ Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA og faðir Bjarna, hafði aðra sýn á markið umdeilda. „Þeir henda boltanum inn og Bjarni ætlar að spila honum til baka. Það kemur maður í öxlina á honum að pressa og hann hreinlega kinksar boltann. Það er nokkuð ljóst hvað gerist í því atviki. Hann ætlaði aldrei að gera þetta,“ sagði Guðjón. Mikið var rætt og ritað um þetta mark dagana á eftir og ásakanir gengu á víxl. Fulltrúar félaganna mættu í Kastljós, Keflavík sendi frá sér harðorða yfirlýsingu og svo mætti áfram telja. Markið umdeilda og atburðarrásina í kjölfar þess má sjá í spilaranum hér að ofan.Umfjöllun Fréttablaðsins um leikinn. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Í dag, 4. júlí, eru nákvæmlega 10 ár síðan Bjarni Guðjónsson skoraði eitt frægasta, en jafnframt umdeildasta, mark íslenskrar fótboltasögu. Markið fræga kom í 2-1 sigri ÍA á Keflavík í 9. umferð Landsbankadeildarinnar 2007. Bjarni kom Skagamönnum í 1-0 með marki úr vítaspyrnu á 32. mínútu og þannig var staðan allt þar til 11 mínútur voru til leiksloka. Keflvíkingar spörkuðu þá boltanum út af til hægt væri að huga að Vjekoslav Svaðumovic, framherja ÍA.Það sauð allt upp úr eftir annað mark Bjarna.vísir/eiríkurSkagamenn tóku innkastið og boltinn barst á Bjarna sem skaut honum frá miðju, í boga yfir Ómar Jóhannsson, markvörð Keflvíkinga, og í netið. Og þá varð fjandinn laus. Keflvíkingar urðu æfir og hópuðust að Bjarna sem hélt höndunum uppi eins og til að sanna sakleysi sitt. Dagskránni lauk ekki þarna og tveir leikmenn fengu skömmu síðar rautt spjald. Páll Gísli Jónsson, markvörður ÍA, fékk reisupassann fyrir stympingar og Einar Orri Einarsson, leikmaður Keflavíkur, sá rautt fyrir gróft brot á Bjarna. Þegar Kristinn Jakobsson flautaði til leiksloka tók Bjarni á sprett til búningsherbergja með Keflvíkinga á hælunum. Skömmu fyrir lokaflautið sagði Kristinn honum að hlaupa til búningsherbergja. „Eftir því sem sjá mátti úr blaðamannastúkunni voru hendur látnar skipta við innganginn í búningsklefana og Guð má vita hvað gekk á þar fyrir innan. Þar var allt í hers höndum og í raun stríðsástand á Akranesi,“ skrifaði Henry Birgir Gunnarsson í grein sinni um leikinn í Fréttablaðinu daginn eftir.Kristján Guðmundsson var harðorður í garð Bjarna og ÍA eftir leikinn.vísir/eiríkurÞjálfarar liðanna voru á öndverðum meiði þegar þeir ræddu við Þorstein Gunnarsson, sem lýsti leiknum ásamt Loga Ólafssyni á Sýn, eftir leikinn. „Boltanum er sparkað út af til að gefa leikmanni Skagans aðhlynningu. Það er ljóst að Bjarni kallar á boltann, það er greinilega að hann lítur upp og sér hvar Ómar stendur og tekur skot á markið. Þetta er Bjarna Guðjónssyni til skammar, enn eina ferðina, og þetta er Skaganum líka til háborinnar skammar,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur. „Bjarni skammaðist sín svo mikið að hann ákveður að hlaupa þarna inn. Þvílík er skömm hans. Hvað gerðist svo veit ég ekki.“ Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA og faðir Bjarna, hafði aðra sýn á markið umdeilda. „Þeir henda boltanum inn og Bjarni ætlar að spila honum til baka. Það kemur maður í öxlina á honum að pressa og hann hreinlega kinksar boltann. Það er nokkuð ljóst hvað gerist í því atviki. Hann ætlaði aldrei að gera þetta,“ sagði Guðjón. Mikið var rætt og ritað um þetta mark dagana á eftir og ásakanir gengu á víxl. Fulltrúar félaganna mættu í Kastljós, Keflavík sendi frá sér harðorða yfirlýsingu og svo mætti áfram telja. Markið umdeilda og atburðarrásina í kjölfar þess má sjá í spilaranum hér að ofan.Umfjöllun Fréttablaðsins um leikinn.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira