UFC-bardagakonan Justine Kish varð óvænt heimsfræg er henni varð brátt í brók í bardaga hjá UFC á dögunum.
Kish var í svo miklum átökum að hún hreinlega kúkaði á sig og voru brúnir blettir út um búrið. Til að bæta gráu ofan á svart þá tapaði hún bardaganum.
Sjá einnig: Reyndi svo mikið á sig að hún skildi eftir brúna bletti á gólfinu | Myndband
Það kom Kish síðan gríðarlega á óvart er maður hafði samband við hana og sagðist vera til í að greiða 1,5 milljónir króna fyrir skítugu buxurnar sem hún barðist í.
„Þetta boð fannst mér viðbjóðslegt. Það er mikið af sjúku fólki þarna úti,“ sagði Kish um tilboðið sérstaka.
