Trump viðurkennir að Rússar hafi reynt að trufla bandarísku forsetakosningarnar Heimir Már Pétursson skrifar 6. júlí 2017 20:00 Donald Trump segir allar líkur á að Rússar og fleiri aðilar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. Obama fyrrverandi forseti hafi vitað af málinu en ekki aðhafst þar sem hann hafi talið að Hillary Clinton myndi vinna kosningarnar. Donald Trump forseta Bandaríkjanna var vel fagnað þegar hann kom til Varsjár höfuðborgar Póllands í dag þar sem hann fundaði með leiðtogum mið-evrópuríkja, ríkja á Balkanskaga og eystrasaltsríkjanna. Forsetinn lagði m.a. blómsveig að minnismerki um uppreisnina í Varsjá í síðari heimsstyrjöldinni ásamt Andrzej Duda forseta Póllands. Betur virðist fara á með Trump og Melania eiginkonu hans nú en í fyrri Evrópuferð forsetans þar sem hún sást ítrekað ýta hönd hans frá sér þegar hann reyndi að leiða hana, en nú kynnti hún forsetann til leiks frami fyrir mannfjölda á Kras-inskich torgi í Varsjá og fékk koss að launum. Forsetinn sagði Bandaríkjamenn elska Pólland og pólsku þjóðina. „Sem nú eru meðal trúföstustu aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO). Pólland hefur endurheimt stöðu sína sem eina af leiðandi þjóðum Evrópu, sterk þjóð, heilsteypt og frjáls,“ sagði Trump við mikinn fögnuð þúsunda manna á torginu. Síðan beindi Trump orðum sínum að Rússum. Hann sagði meginlandi Evrópu ekki lengur stafa hætta af kommúnismanum en ógnirnar væru engu að síður margar. „Við skorum á Rússa að láta af aðgerðum sínum í Úkraínu og annars staðar sem auka á óstöðugleika. Að þeir hætti stuðningi við fjandsamlegar ríkisstjórnir, þar á meðal í Sýrlandi og Íran og að Rússar taki höndum saman með ábyrgum þjóðum í baráttu okkar gegn sameiginlegum óvinum og í vörnum okkar fyrir siðmenninguna sjálfa,“ sagði Trump í ávarpi sínu. Bandaríkjaforseti heldur næst til Hamborgar í Þýskalandi þar sem fundur G20 ríkjanna hefst á morgun. Þar mun hann einnig eiga sinn fyrsta persónulega fund með Vladimir Putin forseta Rússlands. Trump viðurkenndi á fréttmannafundi í Varsjá í dag að Rússar hefðu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. „Ég er sammála því, ég held að það hafi verið Rússar. En ég held að annað fólk og ríki hafi einnig reynt það. Ég sé ekkert rangt við þessa yfirlýsingu. Enginn veit þetta í raun, enginn veit þetta í raun með vissu,“ sagði Trump. Hins vegar hafi Bandaríska leyniþjónustan CIA að öllum líkindum greint Barack Obama þáverandi forseta frá þessum tilraunum Rússa í ágúst í fyrra. „Hann gerði ekkert í málinu. Ástæðan er að hann taldi að Hillary Clinton myndi vinna forsetakosningarnar,“ sagði Donald Trump. Donald Trump Tengdar fréttir Trump hvetur Rússa til að bætast í hóp ábyrgra ríkja Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti í dag rússnesk stjórnvöld til að hætta að grafa undan ástandinu í Úkraínu og fleiri ríkjum. 6. júlí 2017 15:06 Trump í Póllandi: Spyr hvort Vesturlönd búi yfir viljanum til að lifa af Donald Trump Bandaríkjaforseti flytur ræðu á Krasinski-torgi í Varsjá síðar í dag. 6. júlí 2017 09:59 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Donald Trump segir allar líkur á að Rússar og fleiri aðilar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. Obama fyrrverandi forseti hafi vitað af málinu en ekki aðhafst þar sem hann hafi talið að Hillary Clinton myndi vinna kosningarnar. Donald Trump forseta Bandaríkjanna var vel fagnað þegar hann kom til Varsjár höfuðborgar Póllands í dag þar sem hann fundaði með leiðtogum mið-evrópuríkja, ríkja á Balkanskaga og eystrasaltsríkjanna. Forsetinn lagði m.a. blómsveig að minnismerki um uppreisnina í Varsjá í síðari heimsstyrjöldinni ásamt Andrzej Duda forseta Póllands. Betur virðist fara á með Trump og Melania eiginkonu hans nú en í fyrri Evrópuferð forsetans þar sem hún sást ítrekað ýta hönd hans frá sér þegar hann reyndi að leiða hana, en nú kynnti hún forsetann til leiks frami fyrir mannfjölda á Kras-inskich torgi í Varsjá og fékk koss að launum. Forsetinn sagði Bandaríkjamenn elska Pólland og pólsku þjóðina. „Sem nú eru meðal trúföstustu aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO). Pólland hefur endurheimt stöðu sína sem eina af leiðandi þjóðum Evrópu, sterk þjóð, heilsteypt og frjáls,“ sagði Trump við mikinn fögnuð þúsunda manna á torginu. Síðan beindi Trump orðum sínum að Rússum. Hann sagði meginlandi Evrópu ekki lengur stafa hætta af kommúnismanum en ógnirnar væru engu að síður margar. „Við skorum á Rússa að láta af aðgerðum sínum í Úkraínu og annars staðar sem auka á óstöðugleika. Að þeir hætti stuðningi við fjandsamlegar ríkisstjórnir, þar á meðal í Sýrlandi og Íran og að Rússar taki höndum saman með ábyrgum þjóðum í baráttu okkar gegn sameiginlegum óvinum og í vörnum okkar fyrir siðmenninguna sjálfa,“ sagði Trump í ávarpi sínu. Bandaríkjaforseti heldur næst til Hamborgar í Þýskalandi þar sem fundur G20 ríkjanna hefst á morgun. Þar mun hann einnig eiga sinn fyrsta persónulega fund með Vladimir Putin forseta Rússlands. Trump viðurkenndi á fréttmannafundi í Varsjá í dag að Rússar hefðu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. „Ég er sammála því, ég held að það hafi verið Rússar. En ég held að annað fólk og ríki hafi einnig reynt það. Ég sé ekkert rangt við þessa yfirlýsingu. Enginn veit þetta í raun, enginn veit þetta í raun með vissu,“ sagði Trump. Hins vegar hafi Bandaríska leyniþjónustan CIA að öllum líkindum greint Barack Obama þáverandi forseta frá þessum tilraunum Rússa í ágúst í fyrra. „Hann gerði ekkert í málinu. Ástæðan er að hann taldi að Hillary Clinton myndi vinna forsetakosningarnar,“ sagði Donald Trump.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump hvetur Rússa til að bætast í hóp ábyrgra ríkja Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti í dag rússnesk stjórnvöld til að hætta að grafa undan ástandinu í Úkraínu og fleiri ríkjum. 6. júlí 2017 15:06 Trump í Póllandi: Spyr hvort Vesturlönd búi yfir viljanum til að lifa af Donald Trump Bandaríkjaforseti flytur ræðu á Krasinski-torgi í Varsjá síðar í dag. 6. júlí 2017 09:59 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Trump hvetur Rússa til að bætast í hóp ábyrgra ríkja Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti í dag rússnesk stjórnvöld til að hætta að grafa undan ástandinu í Úkraínu og fleiri ríkjum. 6. júlí 2017 15:06
Trump í Póllandi: Spyr hvort Vesturlönd búi yfir viljanum til að lifa af Donald Trump Bandaríkjaforseti flytur ræðu á Krasinski-torgi í Varsjá síðar í dag. 6. júlí 2017 09:59
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila