Slagirnir utan vallar Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 8. júlí 2017 07:00 Gunnhildur Yrsa, Glódís og Hallbera segja tiltrú skipta miklu máli og ræða aðbúnað stúlkna í fótbolta. Þær eru sammála um að bylting sé handan við hornið. Visir/Ernir Glódís Perla Viggósdóttir, Hallbera Gísladóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir landsliðskonur sitja á þriðju hæð á Laugardalsvelli og horfa út yfir grænt grasið. Það er grátt yfir að líta og rigningarsuddi. Íslenskt sumar virðist munu herða andann fremur en að gleðja þetta árið. Þær eru allar nýkomnar til landsins og undirbúa sig undir EM-slaginn í Hollandi. Liðið tryggði sér sætið á EM með afgerandi hætti og skoraði 34 mörk í undankeppninni og fékk einungis á sig tvö mörk. „Við erum ótrúlega sterkar þegar við vinnum vel saman,“ segir Gunnhildur Yrsa. „Við erum líka hrikalegar þegar við vinnum ekki saman,“ bætir hún við. „Við sýndum okkar bestu hliðar í leik á móti Brasilíu og það var frábært að hafa svona marga áhorfendur,“ segir hún en á þeim leik var vallarmet þeirra slegið. Hallbera tekur undir. „Við erum búnar að átta okkur á því að þegar við spilum ekki saman sem ein heild þá erum við lélegar. Við skíttöpuðum fyrir Hollandi og það var vegna þess að við vorum ekki að spila saman,“ segir hún. Glódís nefnir að andi liðsins sé samheldnin. „Við erum þéttur hópur og sterk liðsheild. Það skilar okkur árangri,“ segir hún. „Það er ekkert sjálfgefið að ná fram svona mikilli samheldni,“ bendir Gunnhildur Yrsa á. „Þetta eru ekki bara orð. Við stöndum saman alltaf. Við erum allar líka miklir og sterkir karakterar með mikið keppnisskap,“ segir hún og brosir. „En við komumst ekki upp með það í þessu liði að vera bara einstaklingar, við þurfum að vera lið.“Gunnhildur Yrsa fagnar marki í landsleik. Hún spilar ýmist á miðjunni eða í stöðu hægri bakvarðar.vísir/anton brinkEin átta systkina Fjölskyldur þeirra og ástvinir hafa stutt dyggilega við bakið á þeim á ferlinum. Gunnhildur Yrsa á stóra fjölskyldu. Hún er ein átta systkina. Móðir hennar heitir Laufey Ýr Sigurðardóttir og er virtur læknir í Bandaríkjunum og faðir hennar, Jón Sæmundsson, rekur auglýsingastofu í Reykjavík. Gunnhildur ræddi opinskátt á dögunum í sjónvarpsþætti á RÚV, Leiðinni á EM, um áhrif bróður síns á sig en hann sat samtals í tíu ár í fangelsi vegna líkamsárásar- og fíkniefnadóma. „Fjölskylda mín er mögnuð og ég held að fáir skilji hvernig það er að vera úr svo stórri fjölskyldu þar sem allir fjölskyldumeðlimir eru hálf ofvirkir. Við erum að minnsta kosti öll mjög einbeitt og orkumikil. Fimm systkina minna búa í Flórída með mömmu og svo býr bróðir minn og ein systir í Reykjavík. Sjálf bý ég svo í Noregi. Mamma er líklega orkumest af okkur öllum. Hún á líka þrjá hunda,“ segir hún og stelpurnar hlæja. Það er oft gantast með það að ef fjölskylda Gunnhildar Yrsu mæti öll á leiki liðsins sé mætingin strax orðin góð.Tók mikla ábyrgð „Ég er númer tvö í systkinaröðinni en ég myndi samt segja að ég væri elst því ég myndi ekki segja að bróðir minn væri eldri en ég í þroska. Hann fékk mjög mikla athygli og tók minni ábyrgð. Ég tók mikla ábyrgð og er eins og elsta barn í minni fjölskyldu. Hann hefur tekið aukna ábyrgð í dag og unnið úr sínum málum. Við erum öll mjög sjálfstæð og kraftmikil, hvert á sinn átt. Það er eitt sem er afleiðing af því að alast upp í stórum hópi systkina. Þetta hefur reynst mér styrkur í boltanum. Ég vil standa mig fyrir fjölskylduna og systkini mín. Vera þeim fyrirmynd. Að sama skapi er það ríkt í mér að hugsa um heildina, liðið. Mamma og pabbi hafa alltaf verið svo frábærar fyrirmyndir. Ég hef alltaf viljað gera þau stolt,“ segir Gunnhildur Yrsa. Feðginin Gísli Gíslason og Hallbera Guðný Gísladóttir í París í fyrra. Þá voru þau mætt til að fylgjast með karlalandsliðinu mæta Frökkum í átta liða úrslitum EM.Vísir/VilhelmBorðaði kvöldmatinn í hádeginu Hallbera er alin upp á Skaganum. Foreldrar Hallberu eru Gísli Gíslason, forstjóri Faxaflóahafna og fyrrverandi bæjarstjóri á Akranesi, og Hallbera Jóhannesdóttir, rithöfundur og kennari. „Ég á þrjá bræður og er yngst. Bræður mínir voru báðir í fótbolta en ég náði lengra en þeir. Ég er mjög ákveðin og var alveg örugglega enn ákveðnari þegar ég var yngri. Ég þurfti að hafa fyrir því að alast upp með eldri bræðrum og var alltaf að berja frá mér og fá mitt í gegn. Foreldrar mínir hafa stutt vel við mig og veitt því sem ég er að gera athygli. Pabbi er mikið inni í fótboltanum og er reyndar í stjórn hér í KSÍ. Við erum fótboltafjölskylda, það er óhætt að segja það. Mamma eldaði alltaf kvöldmatinn í hádeginu því að við systkinin vorum alltaf á æfingum á kvöldin. Það var eini tíminn sem við gátum borðað saman,“ segir Hallbera og segir þetta hafa verið ómetanlegt. „Það auðveldar mjög að þeir nánustu hafi skilning á því sem maður er að gera.“Glódís Perla í treyju númer fimm í sautján ára landsliði Íslands sem komst í fjögurra liða úrslit Evrópumótsins árið 2011.Íris Björk EysteinsdóttirEkki gleymt miðjubarn! Glódís hefur verið í landsliðinu í fimm ár en er þó aðeins 22 ára gömul og foreldrar hennar, Viggó Magnússon og Magnea Harðardóttir, mættu á nánast hvern einasta leik og mót þegar hún var yngri. „Ég á tvær systur og er miðjubarn. En alls ekki þetta gleymda miðjubarn. Ég man held ég ekki eftir leik eða móti sem mamma og pabbi voru ekki á frá því ég var lítil. Það átti líka við um systur mínar. Þau hafa oftsinnis ferðast út til að fylgjast með mér og styðja við mig. Það er alveg á hreinu að stuðningur þeirra er stór hluti af árangri mínum,“ segir Glódís sem segir það ekki hafa verið einfalt mál því hún hafi æft bæði handbolta og fótbolta fram á menntaskólaárin. „Á fyrsta ári í menntaskóla þurfti ég að velja á milli. Þá var ég valin í landsliðið í bæði handbolta og fótbolta. Það var ekki auðvelt þótt ég haldi að ég hafi alltaf vitað innst inni að ég myndi velja fótboltann. Þá áttum við líka möguleika á að komast í úrslitakeppni í fótboltanum og það spilaði inn í.“„Við höfum meira fyrir þessu en strákarnir,“ segir Hallbera um aðstöðumun kynjanna í fótbolta. Fréttablaðið/ErnirKominn tími á U21 Það er sagt að það séu mjög fáar ungar stúlkur á aldrinum sextán til sautján ára sem gætu gengið inn í landsliðið. Hvers vegna er það? „Ég held að það sé af því að stelpur í dag séu að keppa lengur. Áður fyrr hættu þær fyrr í fótbolta, ferillinn var styttri. Þær hættu kannski 23 eða 24 ára gamlar. Núna er maður að spila lengur, ferillinn er lengri. Það er því minna pláss fyrir yngri leikmenn myndi ég halda,“ segir Hallbera. „Ég byrjaði í meistaraflokki fjórtán ára gömul. Þá var þetta mjög ungt lið, þá var auðveldara að koma inn. En nú eru nokkrar í liðinu sem eru komnar yfir þrítugt. Mikil reynsla í liðinu,“ bendir Gunnhildur Yrsa á. „Já, kjarninn helst lengur,“ bætir Hallbera við. „Það eru kostir og það eru gallar. Gallarnir eru að yngstu efnilegu stelpurnar eru ekki að spila með bestu leikmönnunum,“ segir Hallbera. „Við erum ekki með U21 lið eins og strákarnir og það er löngu kominn tími á það,“ segir Glódís ákveðin. „Við erum með frábærar stelpur en þær missa auðvitað áhugann ef þær fá ekki pláss í landsliðinu. Það vantar betri vettvang fyrir þessar ungu og bráðefnilegu, setja þeim markmið. Um leið og þú ert búin með U19 þá þarf eitthvað að taka við. Það er of fjarlægt markmið að komast í landsliðið eftir U19 og þá er hætt við því að stelpur gefist upp. Það þarf að koma í veg fyrir þetta,“ segir Glódís og Gunnhildur Yrsa og Hallbera taka undir.Fínt fyrir kynin að spila samanStelpur þurfa stundum að spila drengjamegin í sumum liðum landsins. Hvað finnst ykkur um það? „Mér finnst ekki endilega neikvætt að stelpur þurfi að æfa með strákum. En það er kannski ekki gott ef ástæðan er sú að það eru einfaldlega ekki nógu margar stelpur að æfa til þess að það sé hægt að halda úti stelpnaflokki,“ segir Hallbera. „Ég held að það væri mjög gaman ef það væri hægt að blanda þessu saman þó það væri nóg af stelpum. Að leyfa þeim að spila með. Ég held það sé gott fyrir stelpur að spila með strákum og öfugt.“ „Já, tek undir þetta, alveg upp í fjórða flokk,“ bætir Glódís við. „Þetta ætti að vera svolítið frjálsara.“ „Já, þau yngri eru nefnilega bara ótrúlega svipuð og það er fínt fyrir kynin að spila saman,“ segir Gunnhildur Yrsa. „En ég tek það fram að auðvitað er það ekki gott ef það er eina úrræðið í boði að æfa með strákum,“ segir Hallbera.Glódís Perla nefnir Katrínu Jónsdóttur sem fyrirmynd sína. Katrín var landsliðsfyrirliði og spilaði í hjarta íslensku varnarinnar, þar sem Glódís spilar nú.Vísir/DaníelTiltrú skiptir ölluFá stelpur jafn færa og áhugasama þjálfara og strákar í yngri flokkum? „Ég var með mjög áhugasaman þjálfara í yngri flokkum,“ segir Glódís. „Hann var með mér upp alla yngri flokka í HK. Ég fékk gott atlæti.“ „Ég fékk líka góða þjálfara, það var lagt mikið upp úr því í Stjörnunni,“ segir Gunnhildur Yrsa. „Ég man ekki eftir því að þetta hafi verið vandamál hjá mér, en ég skipti mjög oft um þjálfara. En það getur verið að þetta sé vandamál sums staðar,“ segir Hallbera. „Í dag finnst mér metnaður fyrir því að hafa menntaða þjálfara og lið leggi mikla áherslu á það,“ segir Gunnhildur Yrsa. „Minn þjálfari breytti viðhorfi mínu,“ segir Glódís. „Ég var ekkert frábær leikmaður í fimmta flokki. Þjálfarinn fékk mig til að trúa því að ég hefði hæfileika og gæti unnið úr þeim.“ Gunnhildur Yrsa segir sömu sögu. „Ég lenti líka í því þegar ég var fjórtán ára að þá voru allar stelpur að hætta. Þjálfarinn tók mig til hliðar og sagði mér að hann ætlaði ekki að gefast upp á mér. Hann ætlaði að láta mig halda áfram. Þá hugsar maður til þess sem aðrir sjá í manni. Þegar mann sjálfan vantar tiltrú. Hún hélt mér í fótboltanum. Hún var alls ekki að pína mig en fékk mig til að átta mig á hæfileikum mínum og að ég ætti að leggja rækt við þá.“ „Það er ótrúlega mikilvægt að finna þessa trú. Því fyrr því betra. Ef einhver hefur trú á þér þá leggur þú meira á þig,“ segir Glódís.Himinn og haf á milli launaÞjálfarar ykkar sögðu á síðasta ári að þótt nokkrar í liðinu hefðu það mjög gott væru leikmenn meðal ykkar sem ættu ekki fyrir mat í síðustu viku hvers mánaðar. Eruð þið ekki á góðum launum? „Almennt séð eru konur langt, langt á eftir karlmönnum þegar kemur að fótbolta,“ segir Hallbera. „Enn sem komið er þá eru minni tekjur af kvennaboltanum. Núna síðustu ár hafa fleiri leikmenn náð góðum samningum. Ég held að flestar sem eru úti núna komist vel af. Það hefur hins vegar ekki alltaf verið þannig,“ segir Hallbera og Glódís tekur undir. „Í samanburði við strákana er himinn og haf á milli. Við erum ekki að draga inn jafn mikið af tekjum fyrir klúbbinn. En það eru að koma fleiri styrktaraðilar og stærri klúbbar farnir að taka þátt. Þetta er á uppleið,“ segir Glódís.Annað atriði sem þjálfarar ykkar nefndu sem dæmi voru glæsibifreiðar sem U23 eru á meðan stelpurnar keyra um á Volkswagen Polo. „Já, það er hluti af þessu sem við vorum að ræða áðan. Kvennaboltinn er ekki kominn næstum því jafn langt og karlaboltinn. Ef þú spáir í það, þá er þetta ekki gömul íþrótt, ekki miðað við karlaboltann. Þetta er undir áhorfendum komið. Það er ekki langt síðan íslenska kvennalandsliðið var bara lagt niður,“ segir Hallbera. Er bylting handan við hornið? „Mér finnst eins og það sé ótrúlega mikið að gerast akkúrat núna,“ segir Gunnhildur Yrsa. „Maður sér það eins og þegar við vorum að spila gegn Brasilíu að þá sláum við vallarmetið. Bara svona hlutir eru ómetanlegir. Öll athygli skiptir líka öllu máli og verður til þess að kvennaboltinn vex,“ bætir hún við.Kvenfyrirmyndir skipta máli „Áður voru fótboltakonur ekki sýnilegar í samfélaginu,“ heldur Gunnhildur Yrsa áfram. „Ungar stelpur verða að sjá hvað er hægt að afreka sem fótboltakona. Ekki bara að það séu fótboltakarlar. Bara það að sjá að Hallbera er úti að spila og að spila með landsliðinu. Að hún er er atvinnufótboltakona, það skiptir máli. Þegar ég var yngri þá var ekki mikið af fyrirmyndum. Ég fór ung á kvennaleik í Bandaríkjunum og þá kom íslensk knattspyrnukona og gaf mér miða á leik. Þetta breytti lífi mínu. Þessu atviki mun ég aldrei gleyma. Ég vildi verða eins og hún. Svona litlir hlutir geta breytt miklu.“ Glódís tekur undir með Gunnhildi Yrsu. „Kvenfyrirmyndirnar skipta miklu máli. Þegar ég var í yngri flokki var ég að spila með systur Kötu Jóns. Kata var oft að horfa á leiki þegar ég var að spila og það voru svo sannarlega best spiluðu leikirnir þegar hún var að horfa. Bara það að vita af henni ýtti við einhverju innra með manni. Einhverri löngun.“Glódís, Hallbera og Gunnhildur Yrsa eru allar atvinnumenn í knattspyrnu. Fréttablaðið/ErnirEfnilegar stúlkur í aukavinnu Þær eru allar sammála um það að þótt kvennaboltinn vaxi þá sé það ennþá þannig að ungar stúlkur þurfi að hafa miklu meira fyrir því að stunda fótbolta en strákar. „Þetta er staðreynd. Í stóru liðunum þegar góðir strákar eru hæfileikaríkir fá þeir samning og einhverja peninga. Á meðan efnilegu stelpurnar þurfa að fara í vinnu til að halda sér uppi. Hættan er sú að ef þær eru í aukavinnu með boltanum, þá kannski missa þær áhugann, þreytast,“ segir Glódís sem segist sjálf hafa verið heppin hvað þetta varðar. Hún stundaði ekki mikla aukavinnu ung með boltanum. Hallbera tekur undir. „Já, þetta er óumdeilanlegt og stundum er bara fáránlegt að hugsa til þess hversu mikið maður hefur verið að gera með boltanum. Vinkonurnar spyrja alltaf, sleppir þú ekki bara æfingu? Nei! Gleymdu því! svarar maður þá,“ segir Hallbera. „Margar okkar eru í skóla, hafa verið að vinna meðfram æfingum alla tíð. Einhverjar eru líka með börn, þetta er auðvitað mikil vinna, við höfum meira fyrir þessu en strákarnir,“ segir Hallbera. „Þannig er það almennt í gegnum þetta allt,“ segir Glódís. „Það er óhætt að segja að stelpur leggi miklu meira á sig við að samtvinna þetta einhvern veginn. Það taka allir undir það,“ segir Hallbera. „Auðvitað er hægt að segja að við sem komumst í gegnum þetta séum sterkari. En það má líka spyrja sig, hvað með hinar sem gáfust upp? Hefðu þær ekki getað orðið góðar fótboltakonur?“ spyr Gunnhildur Yrsa.Hvernig breytist þetta? „Þetta er barátta. Því meiri árangri sem við náum, því fleiri fylgja okkur. Því fljótar breytist þetta. Þetta veltur allt á áhorfendum. Áhuga fólks, að við sitjum við sama borð í umfjöllun fjölmiða. Áhugi styrktaraðila skiptir máli og það veltur allt á áhuga fólks og árangri okkar,“ segir Gunnhildur Yrsa. „Þetta er allt annað núna. Við höfum unnið fyrir þessu. Við fáum kannski ekki jafn mikið og strákarnir myndu fá en við fáum alltaf eitthvað og meira og meira,“ segir Glódís. „Við viljum verða fyrirmyndir. Viljum að ungar stúlkur sjái framtíðina í okkur,“ bætir hún við. „Síðustu ár hefur margt breyst til þess að svo geti orðið,“ segir Hallbera.Góð mæting í HollandiEruð þið sáttar við þá umfjöllun sem þið fáið í fjölmiðlum? „Já, sérstaklega landsliðið,“ segir Hallbera. „Það var ekki góð umfjöllun um boltann í Pepsi-deildinni heima. Hún var sorglega léleg en síðustu tvö sumur hefur hún verið mjög góð. Núna í ár myndi ég segja að umfjöllun um kvennaboltann hafi verið mjög góð og það er ánægjulegt. Skiptir ótrúlega miklu máli.“Skiptir máli að gagnrýna aðstæður stelpna í boltanum? „Það skiptir máli. Það gerist ekkert ef maður þegir á því. Við höfum skoðun á þessu. Við gagnrýnum helst með því að standa okkur vel. Það er ekki hægt að horfa fram hjá okkur,“ segir Glódís.Og það er allt útlit fyrir það að það verði fjöldamæting, að það verði 10% Íslendinga á vellinum?„Jú, jú, fjölskyldan mín mætir,“ segir Gunnhildur Yrsa og hlær. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Glódís Perla Viggósdóttir, Hallbera Gísladóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir landsliðskonur sitja á þriðju hæð á Laugardalsvelli og horfa út yfir grænt grasið. Það er grátt yfir að líta og rigningarsuddi. Íslenskt sumar virðist munu herða andann fremur en að gleðja þetta árið. Þær eru allar nýkomnar til landsins og undirbúa sig undir EM-slaginn í Hollandi. Liðið tryggði sér sætið á EM með afgerandi hætti og skoraði 34 mörk í undankeppninni og fékk einungis á sig tvö mörk. „Við erum ótrúlega sterkar þegar við vinnum vel saman,“ segir Gunnhildur Yrsa. „Við erum líka hrikalegar þegar við vinnum ekki saman,“ bætir hún við. „Við sýndum okkar bestu hliðar í leik á móti Brasilíu og það var frábært að hafa svona marga áhorfendur,“ segir hún en á þeim leik var vallarmet þeirra slegið. Hallbera tekur undir. „Við erum búnar að átta okkur á því að þegar við spilum ekki saman sem ein heild þá erum við lélegar. Við skíttöpuðum fyrir Hollandi og það var vegna þess að við vorum ekki að spila saman,“ segir hún. Glódís nefnir að andi liðsins sé samheldnin. „Við erum þéttur hópur og sterk liðsheild. Það skilar okkur árangri,“ segir hún. „Það er ekkert sjálfgefið að ná fram svona mikilli samheldni,“ bendir Gunnhildur Yrsa á. „Þetta eru ekki bara orð. Við stöndum saman alltaf. Við erum allar líka miklir og sterkir karakterar með mikið keppnisskap,“ segir hún og brosir. „En við komumst ekki upp með það í þessu liði að vera bara einstaklingar, við þurfum að vera lið.“Gunnhildur Yrsa fagnar marki í landsleik. Hún spilar ýmist á miðjunni eða í stöðu hægri bakvarðar.vísir/anton brinkEin átta systkina Fjölskyldur þeirra og ástvinir hafa stutt dyggilega við bakið á þeim á ferlinum. Gunnhildur Yrsa á stóra fjölskyldu. Hún er ein átta systkina. Móðir hennar heitir Laufey Ýr Sigurðardóttir og er virtur læknir í Bandaríkjunum og faðir hennar, Jón Sæmundsson, rekur auglýsingastofu í Reykjavík. Gunnhildur ræddi opinskátt á dögunum í sjónvarpsþætti á RÚV, Leiðinni á EM, um áhrif bróður síns á sig en hann sat samtals í tíu ár í fangelsi vegna líkamsárásar- og fíkniefnadóma. „Fjölskylda mín er mögnuð og ég held að fáir skilji hvernig það er að vera úr svo stórri fjölskyldu þar sem allir fjölskyldumeðlimir eru hálf ofvirkir. Við erum að minnsta kosti öll mjög einbeitt og orkumikil. Fimm systkina minna búa í Flórída með mömmu og svo býr bróðir minn og ein systir í Reykjavík. Sjálf bý ég svo í Noregi. Mamma er líklega orkumest af okkur öllum. Hún á líka þrjá hunda,“ segir hún og stelpurnar hlæja. Það er oft gantast með það að ef fjölskylda Gunnhildar Yrsu mæti öll á leiki liðsins sé mætingin strax orðin góð.Tók mikla ábyrgð „Ég er númer tvö í systkinaröðinni en ég myndi samt segja að ég væri elst því ég myndi ekki segja að bróðir minn væri eldri en ég í þroska. Hann fékk mjög mikla athygli og tók minni ábyrgð. Ég tók mikla ábyrgð og er eins og elsta barn í minni fjölskyldu. Hann hefur tekið aukna ábyrgð í dag og unnið úr sínum málum. Við erum öll mjög sjálfstæð og kraftmikil, hvert á sinn átt. Það er eitt sem er afleiðing af því að alast upp í stórum hópi systkina. Þetta hefur reynst mér styrkur í boltanum. Ég vil standa mig fyrir fjölskylduna og systkini mín. Vera þeim fyrirmynd. Að sama skapi er það ríkt í mér að hugsa um heildina, liðið. Mamma og pabbi hafa alltaf verið svo frábærar fyrirmyndir. Ég hef alltaf viljað gera þau stolt,“ segir Gunnhildur Yrsa. Feðginin Gísli Gíslason og Hallbera Guðný Gísladóttir í París í fyrra. Þá voru þau mætt til að fylgjast með karlalandsliðinu mæta Frökkum í átta liða úrslitum EM.Vísir/VilhelmBorðaði kvöldmatinn í hádeginu Hallbera er alin upp á Skaganum. Foreldrar Hallberu eru Gísli Gíslason, forstjóri Faxaflóahafna og fyrrverandi bæjarstjóri á Akranesi, og Hallbera Jóhannesdóttir, rithöfundur og kennari. „Ég á þrjá bræður og er yngst. Bræður mínir voru báðir í fótbolta en ég náði lengra en þeir. Ég er mjög ákveðin og var alveg örugglega enn ákveðnari þegar ég var yngri. Ég þurfti að hafa fyrir því að alast upp með eldri bræðrum og var alltaf að berja frá mér og fá mitt í gegn. Foreldrar mínir hafa stutt vel við mig og veitt því sem ég er að gera athygli. Pabbi er mikið inni í fótboltanum og er reyndar í stjórn hér í KSÍ. Við erum fótboltafjölskylda, það er óhætt að segja það. Mamma eldaði alltaf kvöldmatinn í hádeginu því að við systkinin vorum alltaf á æfingum á kvöldin. Það var eini tíminn sem við gátum borðað saman,“ segir Hallbera og segir þetta hafa verið ómetanlegt. „Það auðveldar mjög að þeir nánustu hafi skilning á því sem maður er að gera.“Glódís Perla í treyju númer fimm í sautján ára landsliði Íslands sem komst í fjögurra liða úrslit Evrópumótsins árið 2011.Íris Björk EysteinsdóttirEkki gleymt miðjubarn! Glódís hefur verið í landsliðinu í fimm ár en er þó aðeins 22 ára gömul og foreldrar hennar, Viggó Magnússon og Magnea Harðardóttir, mættu á nánast hvern einasta leik og mót þegar hún var yngri. „Ég á tvær systur og er miðjubarn. En alls ekki þetta gleymda miðjubarn. Ég man held ég ekki eftir leik eða móti sem mamma og pabbi voru ekki á frá því ég var lítil. Það átti líka við um systur mínar. Þau hafa oftsinnis ferðast út til að fylgjast með mér og styðja við mig. Það er alveg á hreinu að stuðningur þeirra er stór hluti af árangri mínum,“ segir Glódís sem segir það ekki hafa verið einfalt mál því hún hafi æft bæði handbolta og fótbolta fram á menntaskólaárin. „Á fyrsta ári í menntaskóla þurfti ég að velja á milli. Þá var ég valin í landsliðið í bæði handbolta og fótbolta. Það var ekki auðvelt þótt ég haldi að ég hafi alltaf vitað innst inni að ég myndi velja fótboltann. Þá áttum við líka möguleika á að komast í úrslitakeppni í fótboltanum og það spilaði inn í.“„Við höfum meira fyrir þessu en strákarnir,“ segir Hallbera um aðstöðumun kynjanna í fótbolta. Fréttablaðið/ErnirKominn tími á U21 Það er sagt að það séu mjög fáar ungar stúlkur á aldrinum sextán til sautján ára sem gætu gengið inn í landsliðið. Hvers vegna er það? „Ég held að það sé af því að stelpur í dag séu að keppa lengur. Áður fyrr hættu þær fyrr í fótbolta, ferillinn var styttri. Þær hættu kannski 23 eða 24 ára gamlar. Núna er maður að spila lengur, ferillinn er lengri. Það er því minna pláss fyrir yngri leikmenn myndi ég halda,“ segir Hallbera. „Ég byrjaði í meistaraflokki fjórtán ára gömul. Þá var þetta mjög ungt lið, þá var auðveldara að koma inn. En nú eru nokkrar í liðinu sem eru komnar yfir þrítugt. Mikil reynsla í liðinu,“ bendir Gunnhildur Yrsa á. „Já, kjarninn helst lengur,“ bætir Hallbera við. „Það eru kostir og það eru gallar. Gallarnir eru að yngstu efnilegu stelpurnar eru ekki að spila með bestu leikmönnunum,“ segir Hallbera. „Við erum ekki með U21 lið eins og strákarnir og það er löngu kominn tími á það,“ segir Glódís ákveðin. „Við erum með frábærar stelpur en þær missa auðvitað áhugann ef þær fá ekki pláss í landsliðinu. Það vantar betri vettvang fyrir þessar ungu og bráðefnilegu, setja þeim markmið. Um leið og þú ert búin með U19 þá þarf eitthvað að taka við. Það er of fjarlægt markmið að komast í landsliðið eftir U19 og þá er hætt við því að stelpur gefist upp. Það þarf að koma í veg fyrir þetta,“ segir Glódís og Gunnhildur Yrsa og Hallbera taka undir.Fínt fyrir kynin að spila samanStelpur þurfa stundum að spila drengjamegin í sumum liðum landsins. Hvað finnst ykkur um það? „Mér finnst ekki endilega neikvætt að stelpur þurfi að æfa með strákum. En það er kannski ekki gott ef ástæðan er sú að það eru einfaldlega ekki nógu margar stelpur að æfa til þess að það sé hægt að halda úti stelpnaflokki,“ segir Hallbera. „Ég held að það væri mjög gaman ef það væri hægt að blanda þessu saman þó það væri nóg af stelpum. Að leyfa þeim að spila með. Ég held það sé gott fyrir stelpur að spila með strákum og öfugt.“ „Já, tek undir þetta, alveg upp í fjórða flokk,“ bætir Glódís við. „Þetta ætti að vera svolítið frjálsara.“ „Já, þau yngri eru nefnilega bara ótrúlega svipuð og það er fínt fyrir kynin að spila saman,“ segir Gunnhildur Yrsa. „En ég tek það fram að auðvitað er það ekki gott ef það er eina úrræðið í boði að æfa með strákum,“ segir Hallbera.Glódís Perla nefnir Katrínu Jónsdóttur sem fyrirmynd sína. Katrín var landsliðsfyrirliði og spilaði í hjarta íslensku varnarinnar, þar sem Glódís spilar nú.Vísir/DaníelTiltrú skiptir ölluFá stelpur jafn færa og áhugasama þjálfara og strákar í yngri flokkum? „Ég var með mjög áhugasaman þjálfara í yngri flokkum,“ segir Glódís. „Hann var með mér upp alla yngri flokka í HK. Ég fékk gott atlæti.“ „Ég fékk líka góða þjálfara, það var lagt mikið upp úr því í Stjörnunni,“ segir Gunnhildur Yrsa. „Ég man ekki eftir því að þetta hafi verið vandamál hjá mér, en ég skipti mjög oft um þjálfara. En það getur verið að þetta sé vandamál sums staðar,“ segir Hallbera. „Í dag finnst mér metnaður fyrir því að hafa menntaða þjálfara og lið leggi mikla áherslu á það,“ segir Gunnhildur Yrsa. „Minn þjálfari breytti viðhorfi mínu,“ segir Glódís. „Ég var ekkert frábær leikmaður í fimmta flokki. Þjálfarinn fékk mig til að trúa því að ég hefði hæfileika og gæti unnið úr þeim.“ Gunnhildur Yrsa segir sömu sögu. „Ég lenti líka í því þegar ég var fjórtán ára að þá voru allar stelpur að hætta. Þjálfarinn tók mig til hliðar og sagði mér að hann ætlaði ekki að gefast upp á mér. Hann ætlaði að láta mig halda áfram. Þá hugsar maður til þess sem aðrir sjá í manni. Þegar mann sjálfan vantar tiltrú. Hún hélt mér í fótboltanum. Hún var alls ekki að pína mig en fékk mig til að átta mig á hæfileikum mínum og að ég ætti að leggja rækt við þá.“ „Það er ótrúlega mikilvægt að finna þessa trú. Því fyrr því betra. Ef einhver hefur trú á þér þá leggur þú meira á þig,“ segir Glódís.Himinn og haf á milli launaÞjálfarar ykkar sögðu á síðasta ári að þótt nokkrar í liðinu hefðu það mjög gott væru leikmenn meðal ykkar sem ættu ekki fyrir mat í síðustu viku hvers mánaðar. Eruð þið ekki á góðum launum? „Almennt séð eru konur langt, langt á eftir karlmönnum þegar kemur að fótbolta,“ segir Hallbera. „Enn sem komið er þá eru minni tekjur af kvennaboltanum. Núna síðustu ár hafa fleiri leikmenn náð góðum samningum. Ég held að flestar sem eru úti núna komist vel af. Það hefur hins vegar ekki alltaf verið þannig,“ segir Hallbera og Glódís tekur undir. „Í samanburði við strákana er himinn og haf á milli. Við erum ekki að draga inn jafn mikið af tekjum fyrir klúbbinn. En það eru að koma fleiri styrktaraðilar og stærri klúbbar farnir að taka þátt. Þetta er á uppleið,“ segir Glódís.Annað atriði sem þjálfarar ykkar nefndu sem dæmi voru glæsibifreiðar sem U23 eru á meðan stelpurnar keyra um á Volkswagen Polo. „Já, það er hluti af þessu sem við vorum að ræða áðan. Kvennaboltinn er ekki kominn næstum því jafn langt og karlaboltinn. Ef þú spáir í það, þá er þetta ekki gömul íþrótt, ekki miðað við karlaboltann. Þetta er undir áhorfendum komið. Það er ekki langt síðan íslenska kvennalandsliðið var bara lagt niður,“ segir Hallbera. Er bylting handan við hornið? „Mér finnst eins og það sé ótrúlega mikið að gerast akkúrat núna,“ segir Gunnhildur Yrsa. „Maður sér það eins og þegar við vorum að spila gegn Brasilíu að þá sláum við vallarmetið. Bara svona hlutir eru ómetanlegir. Öll athygli skiptir líka öllu máli og verður til þess að kvennaboltinn vex,“ bætir hún við.Kvenfyrirmyndir skipta máli „Áður voru fótboltakonur ekki sýnilegar í samfélaginu,“ heldur Gunnhildur Yrsa áfram. „Ungar stelpur verða að sjá hvað er hægt að afreka sem fótboltakona. Ekki bara að það séu fótboltakarlar. Bara það að sjá að Hallbera er úti að spila og að spila með landsliðinu. Að hún er er atvinnufótboltakona, það skiptir máli. Þegar ég var yngri þá var ekki mikið af fyrirmyndum. Ég fór ung á kvennaleik í Bandaríkjunum og þá kom íslensk knattspyrnukona og gaf mér miða á leik. Þetta breytti lífi mínu. Þessu atviki mun ég aldrei gleyma. Ég vildi verða eins og hún. Svona litlir hlutir geta breytt miklu.“ Glódís tekur undir með Gunnhildi Yrsu. „Kvenfyrirmyndirnar skipta miklu máli. Þegar ég var í yngri flokki var ég að spila með systur Kötu Jóns. Kata var oft að horfa á leiki þegar ég var að spila og það voru svo sannarlega best spiluðu leikirnir þegar hún var að horfa. Bara það að vita af henni ýtti við einhverju innra með manni. Einhverri löngun.“Glódís, Hallbera og Gunnhildur Yrsa eru allar atvinnumenn í knattspyrnu. Fréttablaðið/ErnirEfnilegar stúlkur í aukavinnu Þær eru allar sammála um það að þótt kvennaboltinn vaxi þá sé það ennþá þannig að ungar stúlkur þurfi að hafa miklu meira fyrir því að stunda fótbolta en strákar. „Þetta er staðreynd. Í stóru liðunum þegar góðir strákar eru hæfileikaríkir fá þeir samning og einhverja peninga. Á meðan efnilegu stelpurnar þurfa að fara í vinnu til að halda sér uppi. Hættan er sú að ef þær eru í aukavinnu með boltanum, þá kannski missa þær áhugann, þreytast,“ segir Glódís sem segist sjálf hafa verið heppin hvað þetta varðar. Hún stundaði ekki mikla aukavinnu ung með boltanum. Hallbera tekur undir. „Já, þetta er óumdeilanlegt og stundum er bara fáránlegt að hugsa til þess hversu mikið maður hefur verið að gera með boltanum. Vinkonurnar spyrja alltaf, sleppir þú ekki bara æfingu? Nei! Gleymdu því! svarar maður þá,“ segir Hallbera. „Margar okkar eru í skóla, hafa verið að vinna meðfram æfingum alla tíð. Einhverjar eru líka með börn, þetta er auðvitað mikil vinna, við höfum meira fyrir þessu en strákarnir,“ segir Hallbera. „Þannig er það almennt í gegnum þetta allt,“ segir Glódís. „Það er óhætt að segja að stelpur leggi miklu meira á sig við að samtvinna þetta einhvern veginn. Það taka allir undir það,“ segir Hallbera. „Auðvitað er hægt að segja að við sem komumst í gegnum þetta séum sterkari. En það má líka spyrja sig, hvað með hinar sem gáfust upp? Hefðu þær ekki getað orðið góðar fótboltakonur?“ spyr Gunnhildur Yrsa.Hvernig breytist þetta? „Þetta er barátta. Því meiri árangri sem við náum, því fleiri fylgja okkur. Því fljótar breytist þetta. Þetta veltur allt á áhorfendum. Áhuga fólks, að við sitjum við sama borð í umfjöllun fjölmiða. Áhugi styrktaraðila skiptir máli og það veltur allt á áhuga fólks og árangri okkar,“ segir Gunnhildur Yrsa. „Þetta er allt annað núna. Við höfum unnið fyrir þessu. Við fáum kannski ekki jafn mikið og strákarnir myndu fá en við fáum alltaf eitthvað og meira og meira,“ segir Glódís. „Við viljum verða fyrirmyndir. Viljum að ungar stúlkur sjái framtíðina í okkur,“ bætir hún við. „Síðustu ár hefur margt breyst til þess að svo geti orðið,“ segir Hallbera.Góð mæting í HollandiEruð þið sáttar við þá umfjöllun sem þið fáið í fjölmiðlum? „Já, sérstaklega landsliðið,“ segir Hallbera. „Það var ekki góð umfjöllun um boltann í Pepsi-deildinni heima. Hún var sorglega léleg en síðustu tvö sumur hefur hún verið mjög góð. Núna í ár myndi ég segja að umfjöllun um kvennaboltann hafi verið mjög góð og það er ánægjulegt. Skiptir ótrúlega miklu máli.“Skiptir máli að gagnrýna aðstæður stelpna í boltanum? „Það skiptir máli. Það gerist ekkert ef maður þegir á því. Við höfum skoðun á þessu. Við gagnrýnum helst með því að standa okkur vel. Það er ekki hægt að horfa fram hjá okkur,“ segir Glódís.Og það er allt útlit fyrir það að það verði fjöldamæting, að það verði 10% Íslendinga á vellinum?„Jú, jú, fjölskyldan mín mætir,“ segir Gunnhildur Yrsa og hlær.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira