Bryndís Guðmundsdóttir, körfuknattleikskona í Snæfelli og íslenska landsliðinu, mun ekki spila körfubolta í vetur því hún á von á barni.
Þetta staðfesti hún í samtali við karfan.is. „Ég kem ekki til með að spila í það minnsta á komandi tímabili þar sem ég er ólétt," sagði Bryndís.
Bryndís hefur verið í herbúðum Snæfells síðustu tvö tímabil og vann bæði Íslands- og bikarmeistaratitil með félaginu. Hún er hins vegar uppalin í Keflavík og hefur spilað 14 ár í efstu deild.
Landsliðskonan vill þó ekki gefa út að ferillinn sé alfarið kominn á enda, en hún á von á sér í janúar svo hún kæmi ekki aftur fyrr en í fyrsta lagi tímabilið 2018-19.
Snæfell missir Bryndísi út næsta tímabil

Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Snæfell 70-50 | Keflvíkingar Íslandsmeistarar í sextánda sinn
Keflavík varð í kvöld Íslandsmeistari í körfubolta kvenna í sextánda sinn eftir öruggan sigur á Snæfelli, 70-50, í TM-höllinni í Keflavík í kvöld.

Snæfell deildarmeistari í körfuknattleik kvenna
Úrslitin réðust í deildarkeppni Dominos deildar kvenna í körfubolta í dag.