Öll úrslit frá Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 8. júlí 2017 17:30 Ari Bragi Kárason var í eldlínunni í dag. mynd/frí Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum hófst á Selfossi í dag. Kolbeinn Höður Gunnarsson sigraði 100 metra hlaup karla, en hann kom á sama tíma í mark og Ari Bragi Kárason sem setti nýtt Íslandsmet í greininni fyrir tæpri viku síðan.Ásdís Hjálmsdóttir fékk enn ein gullverðlaunin í spjótkasti þegar hún kastaði 56,75 metra.Vigdís Jónsdóttir hreppti fyrstu verðlaun dagsins þegar hún sigraði sleggjukast kvenna með því að fleygja sleggjunni 55,67 metra. Í 110 metra grindahlaupi karla varð Ísak Óli Traustason úr UMSS hlutskarpastur þegar hann hljóp á 15,26 sekúndum. Þetta var hans besti árangur í sumar.Arna Stefanía Guðmundsdóttir (til hægri).visir/epaHilmar Örn Jónsson, FH, kastaði sleggjunni lengst allra karla í dag. Besta kast hans var 69,16 metrar. Arna Stefanía Guðmundsdóttir hljóp í dag í 100 metra grindahlaupi og kom fyrst í mark á 14,13 sekúndum. Hennar aðal grein er hins vegar 400 metra grindahlaup og fer það hlaup fram á morgun. FH-ingurinn Arna Stefanía hljóp líka í 100 metra spretthlaupi kvenna, en þar varð hún í öðru sæti á persónulegu meti, 12,04 sekúndum. Sigurvegari 100 metra hlaupsins var ÍR-ingurinn Tiana Ósk Whitworth sem hljóp á 12,02 sekúndum. Í 3000 metra hindrunarhlaupi karla var Arnar Pétursson úr ÍR fyrstur í mark á 9:43,73 mínútum. Karen Sif Ársælsdóttir úr Breiðabliki stökk hæst allra kvenna í stangarstökki í dag. Hún fór hæst yfir 2,92 metra. Bjarki Rúnar Kristinsson, Breiðabliki, varð Íslandsmeistari í hástökki þegar hann stökk yfir 1,90 metra. Í 400 metra hlaupi karla var það Kormákur Ari Hafliðason sem fór með sigur af hólmi. Hann hleypur fyrir FH og kom í mark á 48,87 sekúndum. Heimakonan Guðrún Heiða Bjarnadóttir úr HSK/Selfossi var hlutskörpust í langstökki kvenna, en hún stökk 5,78 metra í dag og er það hennar besti árangur frá upphafi. Karlameginn í langstökkinu var það Kristinn Torfason úr FH sem fór heim með gullið. Hann stökk 7,18 metra í dag. Vilhelmína Þór Óskarsdóttir, Fjölni, hljóp hraðast allra í 400 metra hlaupi kvenna. Hún fór vegalengdina á 59,25 sekúndum. Í 1500 metra hlaupi karla sigraði Kristinn Þór Kristinsson úr HSK/Selfossi á 4:00,40 mínútum. Hjá konunum hljóp Andrea Kolbeinsdóttir hraðast 1500 metrana. ÍR-ingurinn hljóp á 4:54,87 mínútum. Dagbjartur Daði Jónsson, ÍR, hlaut Íslandsmeistaratitilinn í spjótkasti karla eftir að hafa kastað spjótinu 68,97 metra.Ari Bragi og Kolbeinn Höður voru í boðhlaupssveit FH í dagVísir/Facebook-síða FRÍBoðhlaupssveit FH var hlutskörpust í 4x100 metra spretthlaupi karla. Sveitina skipuðu Dagur Andri Einarsson, Kolbeinn Höður Gunnarsson, Ari Bragi Kárason og Kristófer Þorgrímsson. Þeir fóru sprettina á 41,15 sekúndum. Sveit Breiðabliks varð í öðru sæti. Sveit ÍR bar sigur úr bítum í 4x100 metra boðhlaupi kvenna. Tiana Ósk Whitworth, Katrín Steinunn Antonsdóttir, Helga Margrét Haraldsdóttir og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hlupu fyrir íR. Tími þeirra var 46,42 sekúndur. Sveit FH hreppti silfurverðlaunin. Mótinu á Selfossi lýkur svo á morgun, með úrslitum meðal annars úr 200 metra hlaupum karla og kvenna og 400 metra grindahlaupum, sem og úrslit stigakeppni liðanna munu ráðast. Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sjá meira
Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum hófst á Selfossi í dag. Kolbeinn Höður Gunnarsson sigraði 100 metra hlaup karla, en hann kom á sama tíma í mark og Ari Bragi Kárason sem setti nýtt Íslandsmet í greininni fyrir tæpri viku síðan.Ásdís Hjálmsdóttir fékk enn ein gullverðlaunin í spjótkasti þegar hún kastaði 56,75 metra.Vigdís Jónsdóttir hreppti fyrstu verðlaun dagsins þegar hún sigraði sleggjukast kvenna með því að fleygja sleggjunni 55,67 metra. Í 110 metra grindahlaupi karla varð Ísak Óli Traustason úr UMSS hlutskarpastur þegar hann hljóp á 15,26 sekúndum. Þetta var hans besti árangur í sumar.Arna Stefanía Guðmundsdóttir (til hægri).visir/epaHilmar Örn Jónsson, FH, kastaði sleggjunni lengst allra karla í dag. Besta kast hans var 69,16 metrar. Arna Stefanía Guðmundsdóttir hljóp í dag í 100 metra grindahlaupi og kom fyrst í mark á 14,13 sekúndum. Hennar aðal grein er hins vegar 400 metra grindahlaup og fer það hlaup fram á morgun. FH-ingurinn Arna Stefanía hljóp líka í 100 metra spretthlaupi kvenna, en þar varð hún í öðru sæti á persónulegu meti, 12,04 sekúndum. Sigurvegari 100 metra hlaupsins var ÍR-ingurinn Tiana Ósk Whitworth sem hljóp á 12,02 sekúndum. Í 3000 metra hindrunarhlaupi karla var Arnar Pétursson úr ÍR fyrstur í mark á 9:43,73 mínútum. Karen Sif Ársælsdóttir úr Breiðabliki stökk hæst allra kvenna í stangarstökki í dag. Hún fór hæst yfir 2,92 metra. Bjarki Rúnar Kristinsson, Breiðabliki, varð Íslandsmeistari í hástökki þegar hann stökk yfir 1,90 metra. Í 400 metra hlaupi karla var það Kormákur Ari Hafliðason sem fór með sigur af hólmi. Hann hleypur fyrir FH og kom í mark á 48,87 sekúndum. Heimakonan Guðrún Heiða Bjarnadóttir úr HSK/Selfossi var hlutskörpust í langstökki kvenna, en hún stökk 5,78 metra í dag og er það hennar besti árangur frá upphafi. Karlameginn í langstökkinu var það Kristinn Torfason úr FH sem fór heim með gullið. Hann stökk 7,18 metra í dag. Vilhelmína Þór Óskarsdóttir, Fjölni, hljóp hraðast allra í 400 metra hlaupi kvenna. Hún fór vegalengdina á 59,25 sekúndum. Í 1500 metra hlaupi karla sigraði Kristinn Þór Kristinsson úr HSK/Selfossi á 4:00,40 mínútum. Hjá konunum hljóp Andrea Kolbeinsdóttir hraðast 1500 metrana. ÍR-ingurinn hljóp á 4:54,87 mínútum. Dagbjartur Daði Jónsson, ÍR, hlaut Íslandsmeistaratitilinn í spjótkasti karla eftir að hafa kastað spjótinu 68,97 metra.Ari Bragi og Kolbeinn Höður voru í boðhlaupssveit FH í dagVísir/Facebook-síða FRÍBoðhlaupssveit FH var hlutskörpust í 4x100 metra spretthlaupi karla. Sveitina skipuðu Dagur Andri Einarsson, Kolbeinn Höður Gunnarsson, Ari Bragi Kárason og Kristófer Þorgrímsson. Þeir fóru sprettina á 41,15 sekúndum. Sveit Breiðabliks varð í öðru sæti. Sveit ÍR bar sigur úr bítum í 4x100 metra boðhlaupi kvenna. Tiana Ósk Whitworth, Katrín Steinunn Antonsdóttir, Helga Margrét Haraldsdóttir og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hlupu fyrir íR. Tími þeirra var 46,42 sekúndur. Sveit FH hreppti silfurverðlaunin. Mótinu á Selfossi lýkur svo á morgun, með úrslitum meðal annars úr 200 metra hlaupum karla og kvenna og 400 metra grindahlaupum, sem og úrslit stigakeppni liðanna munu ráðast.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sjá meira