Úrslit dagsins frá Meistaramóti Íslands Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 9. júlí 2017 16:49 Guðni Valur Guðnason varð Íslandsmeistari í dag. Vísir/AFP Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum lauk á Selfossi í dag. Lið ÍR vann stigakeppnina með 38537 stig. FH varð í öðru sæti með 34232 stig. ÍR-ingar unnu einnig stigakeppni kvenna með 22615 stig og urðu FH konur í öðru sæti með 15077 stig. Í stigakeppni karla skiptust liðin á sætum, FH-ingar unnu með 19155 stig og ÍR varð í öðru sæti með 15958 stig. Sara Hlín Jónsdóttir úr Breiðabliki hlaut Íslandsmeistaratitilinn í 400 metra grindahlaupi í dag, en hún hljóp án samkeppni. Arna Stefanía Guðmundsdóttir, sem keppir í greininni á Evrópumóti U23 um næstu helgi, var skráð til leiks en mætti ekki til keppni. ÍR-ingurinn Ívar Kristinn Jasonarson vann 400 metra grindahlaup karla á 53,30 sekúndum. Fremsta hlaupakona landsins, Aníta Hinriksdóttir, var ekki meðal keppenda á mótinu á Selfossi. Iðunn Björg Arnaldsdóttir úr ÍR nýtti sér fjarveru hennar og hreppti gullverðlaun í 800 metra hlaupi á tímanum 2:20,97 mínútum. Hildigunnur Þórarinsdóttir, ÍR, sigraði í þrístökki kvenna með því að stökkva 11,62 metra. Hildigunnur jafnar þar besta árangur sinn. Ingi Rúnar Kristinsson, Breiðabliki, stökk hæst allra í stangarstökki karla í dag. Hann fór yfir 4,42 metra.Ásdís Hjálmsdóttir.vísir/antonÁsdís Hjálmsdóttir sannaði það og sýndi að hún er ennþá lang besti kastari landsins. Hún sigraði spjótkastkeppnina auðveldlega í gær og tók svo tvenn gullverðlaun í dag í kringlukasti og kúluvarpi. Hún kastaði kúlunni 14,88 metra og kringlunni 47,65 metra. Thelma Lind Kristjánsdóttir varð í öðru sæti með kast upp á 45,56 metra. Thelma verður meðan keppenda á Evrópumóti U23 næstu helgi. Kúluvarparinn Óðinn Björn Þorsteinsson úr ÍR kastaði kúlunni 16,22 metra í dag og dugði það honum til sigurs. Óðinn Björn hefur verið allsráðandi í greininni síðustu ár. Heimamaðurinn Kristinn Þór Kristinsson vann 800 metra hlaup karla. Hann hljóp hringina tvo á 1:54,68 mínútum. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir var hlutskörpust í 200 metra hlaupi kvenna. ÍR-ingurinn hljóp sprettinn á 24,68 sekúndum. Kristinn Torfason úr FH tók heim Íslandsmeistarartitilinn í þrístökki karla. Hann stökk 14,40 metra á Selfossi í dag.Ari Bragi Kárason var í eldlínunni í dag.mynd/fríÞað var beðið með eftirvæntingu eftir 200 metra hlaupinu í dag þar sem Ari Bragi Kárason gat hefnt fyrir gærdaginn með sigri á liðsfélaganum úr FH, Kolbeini Heði Gunnarssyni. Kolbeinn, sem er Íslandsmethafi í greininni, var hins vegar ekki á meðal keppenda í dag. Ari Bragi tók gullverðlaunin á tímanum 21,79 sekúndum. Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir, UMSS, varð Íslandsmeistari í hástökki kvenna. Hún stökk hæðst 1,72 metra. Það gerði Kristín Lív Svabo Jónsdóttir hins vegar líka. Kristín náði sínum besta árangri frá upphafi á Selfossi í dag, en hún felldi lægri hæð heldur en Þóranna og þurfti því að sætta sig við silfur. Andrea Kolbeinsdóttir, ÍR, sigraði í 3000 metra hlaupi kvenna. Hún hljóp á 10:37,32 mínútum. Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason úr ÍR tók gullverðlaun í sinni grein í dag. Hann kastaði kringlunni lengst 58,11 metra. Guðni Valur er í hópnum sem fer á Evrópumeistaramót U23. Arnar Pétursson úr ÍR sigraði í 5000 metra hlaupi karla. Hann fór kílómetrana fimm á 15:27,91 mínútum. Þetta var hans besti árangur frá upphafi. Boðhlaupssveit ÍR varð hlutskörpust í 4x400 metra hlaupi kvenna. Þær Helga Margrét Haraldsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Iðunn Björg Arnaldsdóttir og Guðbjörg Jóna Bjaranadóttir skipa sveit ÍR og hlupu þær á 4:05,32 mínútum. Sveit Breiðabliks varð í öðru sæti. Hjá körlunum var það sveit FH sem fékk gullið. Þeir Arnaldur Þór Guðmundsson, Hinrik Snær Steinsson, Guðmundur Heiðar Guðmundsson og Kormákur Ari Hafliðason hlupu 4x400 metrana á 3:26,25 mínútum. Sveit Fjölnis tók silfurverðlaunin. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Kolbeinn og Ari á sama tíma í mark Spretthlaupararnir úr FH, Kolbeinn Höður Gunnarsson og Ari Bragi Kárason, komu á sama tíma í mark í 100 metra hlaupi karla á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum. 8. júlí 2017 15:29 Vigdís hreppti gullið í sleggjukasti Vigdís Jónsdóttir úr FH sigraði keppni í sleggjukasti á Meistaramóti Íslands sem fram fer á Selfossi. 8. júlí 2017 12:39 Enn einn Íslandsmeistaratitillinn hjá Ásdísi Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttakona úr Ármanni, vann til gullverðlauna í spjótkasti á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum. 8. júlí 2017 15:50 Öll úrslit frá Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum Fyrri dagur Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum fór fram í dag á Selfossi. Mótinu lýkur á morgun. 8. júlí 2017 17:30 Hljóp ein og varð Íslandsmeistari Hlaupakonan Sara Hlín Jóhannsdóttir varð Íslandsmeistari í 400 metra grindahlaupi eftir að hafa þurft að hlaupa án samkeppni. 9. júlí 2017 14:15 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Sjá meira
Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum lauk á Selfossi í dag. Lið ÍR vann stigakeppnina með 38537 stig. FH varð í öðru sæti með 34232 stig. ÍR-ingar unnu einnig stigakeppni kvenna með 22615 stig og urðu FH konur í öðru sæti með 15077 stig. Í stigakeppni karla skiptust liðin á sætum, FH-ingar unnu með 19155 stig og ÍR varð í öðru sæti með 15958 stig. Sara Hlín Jónsdóttir úr Breiðabliki hlaut Íslandsmeistaratitilinn í 400 metra grindahlaupi í dag, en hún hljóp án samkeppni. Arna Stefanía Guðmundsdóttir, sem keppir í greininni á Evrópumóti U23 um næstu helgi, var skráð til leiks en mætti ekki til keppni. ÍR-ingurinn Ívar Kristinn Jasonarson vann 400 metra grindahlaup karla á 53,30 sekúndum. Fremsta hlaupakona landsins, Aníta Hinriksdóttir, var ekki meðal keppenda á mótinu á Selfossi. Iðunn Björg Arnaldsdóttir úr ÍR nýtti sér fjarveru hennar og hreppti gullverðlaun í 800 metra hlaupi á tímanum 2:20,97 mínútum. Hildigunnur Þórarinsdóttir, ÍR, sigraði í þrístökki kvenna með því að stökkva 11,62 metra. Hildigunnur jafnar þar besta árangur sinn. Ingi Rúnar Kristinsson, Breiðabliki, stökk hæst allra í stangarstökki karla í dag. Hann fór yfir 4,42 metra.Ásdís Hjálmsdóttir.vísir/antonÁsdís Hjálmsdóttir sannaði það og sýndi að hún er ennþá lang besti kastari landsins. Hún sigraði spjótkastkeppnina auðveldlega í gær og tók svo tvenn gullverðlaun í dag í kringlukasti og kúluvarpi. Hún kastaði kúlunni 14,88 metra og kringlunni 47,65 metra. Thelma Lind Kristjánsdóttir varð í öðru sæti með kast upp á 45,56 metra. Thelma verður meðan keppenda á Evrópumóti U23 næstu helgi. Kúluvarparinn Óðinn Björn Þorsteinsson úr ÍR kastaði kúlunni 16,22 metra í dag og dugði það honum til sigurs. Óðinn Björn hefur verið allsráðandi í greininni síðustu ár. Heimamaðurinn Kristinn Þór Kristinsson vann 800 metra hlaup karla. Hann hljóp hringina tvo á 1:54,68 mínútum. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir var hlutskörpust í 200 metra hlaupi kvenna. ÍR-ingurinn hljóp sprettinn á 24,68 sekúndum. Kristinn Torfason úr FH tók heim Íslandsmeistarartitilinn í þrístökki karla. Hann stökk 14,40 metra á Selfossi í dag.Ari Bragi Kárason var í eldlínunni í dag.mynd/fríÞað var beðið með eftirvæntingu eftir 200 metra hlaupinu í dag þar sem Ari Bragi Kárason gat hefnt fyrir gærdaginn með sigri á liðsfélaganum úr FH, Kolbeini Heði Gunnarssyni. Kolbeinn, sem er Íslandsmethafi í greininni, var hins vegar ekki á meðal keppenda í dag. Ari Bragi tók gullverðlaunin á tímanum 21,79 sekúndum. Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir, UMSS, varð Íslandsmeistari í hástökki kvenna. Hún stökk hæðst 1,72 metra. Það gerði Kristín Lív Svabo Jónsdóttir hins vegar líka. Kristín náði sínum besta árangri frá upphafi á Selfossi í dag, en hún felldi lægri hæð heldur en Þóranna og þurfti því að sætta sig við silfur. Andrea Kolbeinsdóttir, ÍR, sigraði í 3000 metra hlaupi kvenna. Hún hljóp á 10:37,32 mínútum. Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason úr ÍR tók gullverðlaun í sinni grein í dag. Hann kastaði kringlunni lengst 58,11 metra. Guðni Valur er í hópnum sem fer á Evrópumeistaramót U23. Arnar Pétursson úr ÍR sigraði í 5000 metra hlaupi karla. Hann fór kílómetrana fimm á 15:27,91 mínútum. Þetta var hans besti árangur frá upphafi. Boðhlaupssveit ÍR varð hlutskörpust í 4x400 metra hlaupi kvenna. Þær Helga Margrét Haraldsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Iðunn Björg Arnaldsdóttir og Guðbjörg Jóna Bjaranadóttir skipa sveit ÍR og hlupu þær á 4:05,32 mínútum. Sveit Breiðabliks varð í öðru sæti. Hjá körlunum var það sveit FH sem fékk gullið. Þeir Arnaldur Þór Guðmundsson, Hinrik Snær Steinsson, Guðmundur Heiðar Guðmundsson og Kormákur Ari Hafliðason hlupu 4x400 metrana á 3:26,25 mínútum. Sveit Fjölnis tók silfurverðlaunin.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Kolbeinn og Ari á sama tíma í mark Spretthlaupararnir úr FH, Kolbeinn Höður Gunnarsson og Ari Bragi Kárason, komu á sama tíma í mark í 100 metra hlaupi karla á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum. 8. júlí 2017 15:29 Vigdís hreppti gullið í sleggjukasti Vigdís Jónsdóttir úr FH sigraði keppni í sleggjukasti á Meistaramóti Íslands sem fram fer á Selfossi. 8. júlí 2017 12:39 Enn einn Íslandsmeistaratitillinn hjá Ásdísi Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttakona úr Ármanni, vann til gullverðlauna í spjótkasti á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum. 8. júlí 2017 15:50 Öll úrslit frá Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum Fyrri dagur Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum fór fram í dag á Selfossi. Mótinu lýkur á morgun. 8. júlí 2017 17:30 Hljóp ein og varð Íslandsmeistari Hlaupakonan Sara Hlín Jóhannsdóttir varð Íslandsmeistari í 400 metra grindahlaupi eftir að hafa þurft að hlaupa án samkeppni. 9. júlí 2017 14:15 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Sjá meira
Kolbeinn og Ari á sama tíma í mark Spretthlaupararnir úr FH, Kolbeinn Höður Gunnarsson og Ari Bragi Kárason, komu á sama tíma í mark í 100 metra hlaupi karla á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum. 8. júlí 2017 15:29
Vigdís hreppti gullið í sleggjukasti Vigdís Jónsdóttir úr FH sigraði keppni í sleggjukasti á Meistaramóti Íslands sem fram fer á Selfossi. 8. júlí 2017 12:39
Enn einn Íslandsmeistaratitillinn hjá Ásdísi Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttakona úr Ármanni, vann til gullverðlauna í spjótkasti á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum. 8. júlí 2017 15:50
Öll úrslit frá Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum Fyrri dagur Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum fór fram í dag á Selfossi. Mótinu lýkur á morgun. 8. júlí 2017 17:30
Hljóp ein og varð Íslandsmeistari Hlaupakonan Sara Hlín Jóhannsdóttir varð Íslandsmeistari í 400 metra grindahlaupi eftir að hafa þurft að hlaupa án samkeppni. 9. júlí 2017 14:15