Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. júlí 2017 18:46 Donald Trump yngri við opnun Trump háhýsis í Vancouver, Kanada. Vísir/Getty Sonur og nafni forseta Bandaríkjanna, Donald Trump yngri, hefur staðfest að hann hafi hitt rússneskan lögfræðing með tengsl við rússnesk stjórnvöld á síðasta ári. BBC greinir frá.Um er að ræða fyrstu staðfestu fregnirnar af fundi einhvers úr innsta hring forsetans með aðila tengdum rússneskum stjórnvöldum. Robert Mueller, hinn sérstaki saksóknari bandarísku alríkislögreglunnar, fer nú með rannsókn á meintum tengslum Rússa við kosningateymi Bandaríkjaforseta sem og rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum. Trump hitti fyrir lögfræðinginn Nataliu Veselnitskaya í háhýsi Trump ásamt þeim Jared Kushner, tengdasyni Trump eldri og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóra föður hans, þann 9. júní 2016, einungis tveimur vikum eftir að faðir hans hafði hlotið útnefningu repúblikanaflokksins sem forsetaframbjóðandi. Í tilkynningu frá Trump yngri segir að á fundinum hafi einungis verið rætt um ættleiðingastefnu Rússlands og ákvörðun Rússa um að hætta að leyfa Bandaríkjamönnum að ættleiða rússnesk börn. Ekki hafi verið minnst á kosningabaráttu föður hans og enginn fundur hafi átt sér stað eftir þennan. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ákvað árið 2012 að koma í veg fyrir að Bandaríkjamenn geti ættleitt rússnesk börn, eftir að bandaríska þingið samþykkti lög sem kveða á um að yfirvöldum þar í landi sé heimilt að frysta eignir rússneskra aðila sem taldir eru tengjast mannréttindabrotum. Vesalnitskaya hefur gegnt lykilhlutverki í að berjast gegn þeirri lagasetningu Pútín, segir að ekki hafi verið rætt um forsetakosningarnar á umræddum fundi. „Ég hef aldrei gengið erinda rússneskra stjórnvalda og ég hef aldrei rætt þetta mál við nokkurn fulltrúa rússnesku ríkisstjórnarinnar.“Uppfært klukkan 22:40: Samkvæmt heimildum New York Times var Trump yngri lofað að honum yrði látið í tjé skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton, þáverandi forsetaframbjóðanda demókrata. Ekki er ljóst hvort að Veselnitskaya hafi raunverulega haft viðkomandi gögn undir höndum né hvort hún hafi þá látið Trump hafa þau. Trump hafi þó búist við því þegar hann mætti á fundinn. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Flesti ríki Bandaríkjanna neita að afhenda gögn um kjósendur Fjörutíu og fjögur af fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna vilja ekki verða við beiðni "kosningasvindlsnefndar“ Donalds Trump um persónuupplýsingar um kjósendur í ríkjunum. 4. júlí 2017 19:04 Trump viðurkennir að Rússar hafi reynt að trufla bandarísku forsetakosningarnar Donald Trump segir allar líkur á að Rússar og fleiri aðilar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. 6. júlí 2017 20:00 Pútín neitaði að hafa hakkað kosningarnar í Bandaríkjunum Bandaríkjastjórn og Rússar einbeita sér að því að horfa fram á veginn eftir ásakanir um afskipti þeirra síðarnefndu af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Trump og Pútín hafi átt "kröftugar“ umræður um tölvuárásir Rússa á fundi þeirra í dag. 7. júlí 2017 18:48 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Fleiri fréttir Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Sjá meira
Sonur og nafni forseta Bandaríkjanna, Donald Trump yngri, hefur staðfest að hann hafi hitt rússneskan lögfræðing með tengsl við rússnesk stjórnvöld á síðasta ári. BBC greinir frá.Um er að ræða fyrstu staðfestu fregnirnar af fundi einhvers úr innsta hring forsetans með aðila tengdum rússneskum stjórnvöldum. Robert Mueller, hinn sérstaki saksóknari bandarísku alríkislögreglunnar, fer nú með rannsókn á meintum tengslum Rússa við kosningateymi Bandaríkjaforseta sem og rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum. Trump hitti fyrir lögfræðinginn Nataliu Veselnitskaya í háhýsi Trump ásamt þeim Jared Kushner, tengdasyni Trump eldri og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóra föður hans, þann 9. júní 2016, einungis tveimur vikum eftir að faðir hans hafði hlotið útnefningu repúblikanaflokksins sem forsetaframbjóðandi. Í tilkynningu frá Trump yngri segir að á fundinum hafi einungis verið rætt um ættleiðingastefnu Rússlands og ákvörðun Rússa um að hætta að leyfa Bandaríkjamönnum að ættleiða rússnesk börn. Ekki hafi verið minnst á kosningabaráttu föður hans og enginn fundur hafi átt sér stað eftir þennan. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ákvað árið 2012 að koma í veg fyrir að Bandaríkjamenn geti ættleitt rússnesk börn, eftir að bandaríska þingið samþykkti lög sem kveða á um að yfirvöldum þar í landi sé heimilt að frysta eignir rússneskra aðila sem taldir eru tengjast mannréttindabrotum. Vesalnitskaya hefur gegnt lykilhlutverki í að berjast gegn þeirri lagasetningu Pútín, segir að ekki hafi verið rætt um forsetakosningarnar á umræddum fundi. „Ég hef aldrei gengið erinda rússneskra stjórnvalda og ég hef aldrei rætt þetta mál við nokkurn fulltrúa rússnesku ríkisstjórnarinnar.“Uppfært klukkan 22:40: Samkvæmt heimildum New York Times var Trump yngri lofað að honum yrði látið í tjé skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton, þáverandi forsetaframbjóðanda demókrata. Ekki er ljóst hvort að Veselnitskaya hafi raunverulega haft viðkomandi gögn undir höndum né hvort hún hafi þá látið Trump hafa þau. Trump hafi þó búist við því þegar hann mætti á fundinn.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Flesti ríki Bandaríkjanna neita að afhenda gögn um kjósendur Fjörutíu og fjögur af fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna vilja ekki verða við beiðni "kosningasvindlsnefndar“ Donalds Trump um persónuupplýsingar um kjósendur í ríkjunum. 4. júlí 2017 19:04 Trump viðurkennir að Rússar hafi reynt að trufla bandarísku forsetakosningarnar Donald Trump segir allar líkur á að Rússar og fleiri aðilar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. 6. júlí 2017 20:00 Pútín neitaði að hafa hakkað kosningarnar í Bandaríkjunum Bandaríkjastjórn og Rússar einbeita sér að því að horfa fram á veginn eftir ásakanir um afskipti þeirra síðarnefndu af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Trump og Pútín hafi átt "kröftugar“ umræður um tölvuárásir Rússa á fundi þeirra í dag. 7. júlí 2017 18:48 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Fleiri fréttir Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Sjá meira
Flesti ríki Bandaríkjanna neita að afhenda gögn um kjósendur Fjörutíu og fjögur af fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna vilja ekki verða við beiðni "kosningasvindlsnefndar“ Donalds Trump um persónuupplýsingar um kjósendur í ríkjunum. 4. júlí 2017 19:04
Trump viðurkennir að Rússar hafi reynt að trufla bandarísku forsetakosningarnar Donald Trump segir allar líkur á að Rússar og fleiri aðilar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. 6. júlí 2017 20:00
Pútín neitaði að hafa hakkað kosningarnar í Bandaríkjunum Bandaríkjastjórn og Rússar einbeita sér að því að horfa fram á veginn eftir ásakanir um afskipti þeirra síðarnefndu af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Trump og Pútín hafi átt "kröftugar“ umræður um tölvuárásir Rússa á fundi þeirra í dag. 7. júlí 2017 18:48