Innlent

Rútur á vegum erlendra fyrirtækja koma flestar vel út úr eftirliti

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Eftirlitið fer fram allt árið um kring.
Eftirlitið fer fram allt árið um kring. E. Ól
„Mér hefur sýnst að þær erlendu rútur sem við erum að hafa afskipti af séu flestar í nokkuð góðu lagi,“ segir Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Selfossi. Lögreglan hefur eftirlit með því að leyfi hópferðabíla séu í lagi. 

Aksturs- og hvíldartími er sérstaklega skoðaður ásamt ástandi ökutækja. Einnig sé haft auga með svartri starfsemi. Oddur tekur fram að hann hafi enga samantekt hvort að munur sé á aksturs- og hvíldartíma á milli fyrirtækjanna. Erlendu rútufyrirtækin hafa heimild að gera út rúturekstur hér á landi en séu bundnir ákveðnum skilmálum.

Oddur nefnir jafnframt að betra ástand sé varðandi aksturs- og hvíldartíma heldur en undanfarið. Hópferðarbílar séu ekki einungis þeir sem eru skoðaðir heldur falla flutningabílar þarna einnig undir. Eftirlitið fer fram allt árið um kring en lögreglumenn voru við eftirlit við Skógafoss í gær þar sem nokkrar rútur voru stöðvaðar og teknar til skoðunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×