Daniel Day-Lewis segir skilið við leiklistina Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júní 2017 22:31 Daniel Day-Lewis á Óskarsverðlaununum sem haldin voru í febrúar síðastliðnum. Vísir/Getty Leikarinn Daniel Day Lewis hefur leikið sitt síðasta hlutverk. Í tilkynningu frá talskonu leikarans í dag segir að hann hafi sagt skilið við leiklistina fyrir fullt og allt. Variety greinir frá. „Daniel Day-Lewis mun ekki lengur starfa sem leikari. Hann er ótrúlega þakklátur öllu samstarfsfólki sínu og áhorfendum í gegnum hin mörgu ár. Ákvörðun þessi er einkamál og hvorki hann né talsmenn hans munu tjá sig frekar,“ segir í yfirlýsingu frá talskonu leikarans Leslee Dart. Hinn sextugi Day-Lewis er einn farsælasti leikari síðari ára en ferill hans spannar fjóra áratugi. Hann er eini karlleikari sögunnar sem unnið hefur þrenn Óskarsverðlaun fyrir leik í aðahlutverki en hann hlaut verðlaunin fyrir frammistöðu sína í kvikmyndunum Lincoln árið 2013, There Will Be Blood árið 2007 og My Left Foot: The Story of Christy Brown árið 1990. Þá var hann einnig tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir kvikmyndirnar Gangs of New York og In the Name of the Father. Leikarinn vinsæli er einnig þekktur fyrir að notast við svokallað „method acting,“ sérstaka leiklistaraðferð þar sem leikarar tileinka sér persónuleika hlutverka sinna, jafnvel þegar slökkt hefur verið á myndavélunum. Day-Lewis hefur jafnframt löngum verið eftirsóttur í Hollywood, mekku kvikmyndageirans, en þrátt fyrir það var hann ætíð mjög vandlátur á hlutverk. Síðasta kvikmynd leikarans, Phantom Thread, kemur út síðar á þessu ári.Hér að neðan má sjá Daniel Day-Lewis vinna fyrstu Óskarsverðlaun sín fyrir leik í aðalhlutverki. Þau hlaut hann fyrir kvikmyndina My Left Foot: The Story of Christy Brown árið 1990. Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Leikarinn Daniel Day Lewis hefur leikið sitt síðasta hlutverk. Í tilkynningu frá talskonu leikarans í dag segir að hann hafi sagt skilið við leiklistina fyrir fullt og allt. Variety greinir frá. „Daniel Day-Lewis mun ekki lengur starfa sem leikari. Hann er ótrúlega þakklátur öllu samstarfsfólki sínu og áhorfendum í gegnum hin mörgu ár. Ákvörðun þessi er einkamál og hvorki hann né talsmenn hans munu tjá sig frekar,“ segir í yfirlýsingu frá talskonu leikarans Leslee Dart. Hinn sextugi Day-Lewis er einn farsælasti leikari síðari ára en ferill hans spannar fjóra áratugi. Hann er eini karlleikari sögunnar sem unnið hefur þrenn Óskarsverðlaun fyrir leik í aðahlutverki en hann hlaut verðlaunin fyrir frammistöðu sína í kvikmyndunum Lincoln árið 2013, There Will Be Blood árið 2007 og My Left Foot: The Story of Christy Brown árið 1990. Þá var hann einnig tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir kvikmyndirnar Gangs of New York og In the Name of the Father. Leikarinn vinsæli er einnig þekktur fyrir að notast við svokallað „method acting,“ sérstaka leiklistaraðferð þar sem leikarar tileinka sér persónuleika hlutverka sinna, jafnvel þegar slökkt hefur verið á myndavélunum. Day-Lewis hefur jafnframt löngum verið eftirsóttur í Hollywood, mekku kvikmyndageirans, en þrátt fyrir það var hann ætíð mjög vandlátur á hlutverk. Síðasta kvikmynd leikarans, Phantom Thread, kemur út síðar á þessu ári.Hér að neðan má sjá Daniel Day-Lewis vinna fyrstu Óskarsverðlaun sín fyrir leik í aðalhlutverki. Þau hlaut hann fyrir kvikmyndina My Left Foot: The Story of Christy Brown árið 1990.
Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning