Flestir boxsérfræðingar búast ekki bara við öruggum sigri Mayweathers heldur eru margir á þeirri skoðun að Conor muni ekki einu sinni ná inn höggi á Mayweather sem hefur unnið alla 47 bardaga sína á ferlinum.
Conor McGregor er fullur sjálfstrausts eins og alltaf og ætlar að rota Mayweather í hringnum. Hann æfir meira að segja með risastóra veggmynd af sér að rota Bandaríkjamanninn í æfingasal sínum.
Írinn lét nefnilega mála risastóra veggmynd af sér að rota Mayweather í æfingasalinn þannig hann sjái rothöggið alltaf fyrir sér.
„Ég velkist ekki í vafa um að Conor eigi eftir að rota hann. Ég held að þetta verði eitt ruglaðasta bardagakvöld allra tíma. Það er erfitt að rota Mayweather en ef einhver getur það er það Conor,“ segir Owen Roddy, hnefaleikaþjálfari, Conors McGregor.
Málverkið á veggnum má sjá á myndunum hér að neðan.