Skýrslur starfshóps fjármálaráðuneytisins kynna leiðir til að sporna gegn skattsvikum Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 22. júní 2017 11:29 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, lýsir yfir stríði gegn skattsvikum. Vísir/Eyþór „Við lýsum bókstaflega yfir stríði gegn skattsvikum. Á sama tíma munum við taka höndum saman við aðila vinnumarkaðarins um aðgerðir gegn kennitöluflakki. Við erum því að hefja stórsókn gegn svikastarfsemi á öllum sviðum.“ Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, lét þessi orð falla þegar starfshópar á hans vegum um skiluðu inn skýrslum með ábendingum og leiðum til að koma í veg fyrir skattsvik. Fjármálaráðherra hefur einnig undirritað alþjóðlegan samning sem koma á í veg fyrir misnotkun á tvísköttunarsamningum.Panamaskjölin höfðu áhrif Starfshóparnir voru skipaðir í byrjun þessa árs, í kjölfar þess að umræður um Panamaskjölin og skattundanskot voru háværar. Starfshóparnir fjölluðu um milliverðlagningu í utanríkisviðskiptum og um skattundanskot og skattsvik. „Eitt af mínum fyrstu verkum þegar ég kom í ráðuneytið var að heimsækja þær stofnanir sem sinna álagningu og innheimtu skatta og rannsóknum á skattalagabrotum. Í kjölfar þeirra heimsókna ákvað ég að skipa tvo starfshópa, annan sem einbeitti sér að svarta hagkerfinu og aðgerðum til að draga það í dagsljósið, og hinn til að fjalla um notkun falskra reikninga til að svíkja undan skatti. Starfshóparnir hafa nú skilað tveimur mjög áhugaverðum skýrslum með tillögum og ábendingum um aðgerðir sem munu reynast sterkt vopn í baráttunni gegn skattsvikum. Ráðuneytið og stofnanir þess munu í framhaldinu hrinda í framkvæmd þeim tillögum sem settar eru fram í skýrslunum,“ segir Benedikt.Vilja þrengja reglur og skoða kennitöluflakk Tillögur hópsins snúa meðal annars að því að greina umfang og áhrif skattundanskota og skattsvika á þjóðarbúskap. Tillögur voru lagðar að því hvernig minnka megi svarta hagkerfið. Stefnt er að því að innleiða kassa- og verslunarkerfi sem sendi upplýsingar um veltu beint til skattyfirvalda. Þá skoðaði hópurinn hvernig mætti takmarka notkun reiðufé við greiðslu launa og kaup á dýrum hlutum. Kennitöluflakk er sérstaklega skoðað ásamt ólögmætum undanskotum í verktakaiðnaði. Litið verði til keðjuábyrðgar í því samhengi sem þýðir að verktakar beri ábyrgð á skilum opinberra gjalda af hálfu undirverktaka. Lagt var til að heimilt verði að þrengja reglur um hæfi einstaklinga til að stofna félög ásamt því að setja megi fólk í atvinnurekstrarbann ef það hefur viðhaft óverjandi viðskiptahætti. Eitt af því sem talið er auka undanskot eru mismunandi virðisaukaskattþrep. Talið er mikilvægt að minnka bil skattþrepanna eða sameina þau ásamt því að fækka undanþágum frá hinu almenna þrepi.Líta til nágrannalanda Í tilkynningu frá stjórnarráðinu er vitnað í skýrslu starfshóps um milliverðlagningu. Þar kemur fram að átak verði gert í milliverðlagningareftirliti. Ríkissjóður tapar um einum til sex milljörðum árlega á óeðlilegum milliverðlagningum tengdum lögaðilum. Nýtt verður reynsla og þekking frá nágrannaríkjum okkar. Meðal þess sem hópurinn leggur áherslu á að tryggja þurfi skattyfirvöldum upplýsingar um fjármagnsflutninga milli landa frá fjármálafyrirtækjum ásamt því að lögfesta þurfi ákvæði um raunverulega eigendur og tryggja að erlendir lögaðilar fái ekki kennitölu nema að raunverulegur eigandi sé til staðar. Panama-skjölin Skattar og tollar Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ Sjá meira
„Við lýsum bókstaflega yfir stríði gegn skattsvikum. Á sama tíma munum við taka höndum saman við aðila vinnumarkaðarins um aðgerðir gegn kennitöluflakki. Við erum því að hefja stórsókn gegn svikastarfsemi á öllum sviðum.“ Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, lét þessi orð falla þegar starfshópar á hans vegum um skiluðu inn skýrslum með ábendingum og leiðum til að koma í veg fyrir skattsvik. Fjármálaráðherra hefur einnig undirritað alþjóðlegan samning sem koma á í veg fyrir misnotkun á tvísköttunarsamningum.Panamaskjölin höfðu áhrif Starfshóparnir voru skipaðir í byrjun þessa árs, í kjölfar þess að umræður um Panamaskjölin og skattundanskot voru háværar. Starfshóparnir fjölluðu um milliverðlagningu í utanríkisviðskiptum og um skattundanskot og skattsvik. „Eitt af mínum fyrstu verkum þegar ég kom í ráðuneytið var að heimsækja þær stofnanir sem sinna álagningu og innheimtu skatta og rannsóknum á skattalagabrotum. Í kjölfar þeirra heimsókna ákvað ég að skipa tvo starfshópa, annan sem einbeitti sér að svarta hagkerfinu og aðgerðum til að draga það í dagsljósið, og hinn til að fjalla um notkun falskra reikninga til að svíkja undan skatti. Starfshóparnir hafa nú skilað tveimur mjög áhugaverðum skýrslum með tillögum og ábendingum um aðgerðir sem munu reynast sterkt vopn í baráttunni gegn skattsvikum. Ráðuneytið og stofnanir þess munu í framhaldinu hrinda í framkvæmd þeim tillögum sem settar eru fram í skýrslunum,“ segir Benedikt.Vilja þrengja reglur og skoða kennitöluflakk Tillögur hópsins snúa meðal annars að því að greina umfang og áhrif skattundanskota og skattsvika á þjóðarbúskap. Tillögur voru lagðar að því hvernig minnka megi svarta hagkerfið. Stefnt er að því að innleiða kassa- og verslunarkerfi sem sendi upplýsingar um veltu beint til skattyfirvalda. Þá skoðaði hópurinn hvernig mætti takmarka notkun reiðufé við greiðslu launa og kaup á dýrum hlutum. Kennitöluflakk er sérstaklega skoðað ásamt ólögmætum undanskotum í verktakaiðnaði. Litið verði til keðjuábyrðgar í því samhengi sem þýðir að verktakar beri ábyrgð á skilum opinberra gjalda af hálfu undirverktaka. Lagt var til að heimilt verði að þrengja reglur um hæfi einstaklinga til að stofna félög ásamt því að setja megi fólk í atvinnurekstrarbann ef það hefur viðhaft óverjandi viðskiptahætti. Eitt af því sem talið er auka undanskot eru mismunandi virðisaukaskattþrep. Talið er mikilvægt að minnka bil skattþrepanna eða sameina þau ásamt því að fækka undanþágum frá hinu almenna þrepi.Líta til nágrannalanda Í tilkynningu frá stjórnarráðinu er vitnað í skýrslu starfshóps um milliverðlagningu. Þar kemur fram að átak verði gert í milliverðlagningareftirliti. Ríkissjóður tapar um einum til sex milljörðum árlega á óeðlilegum milliverðlagningum tengdum lögaðilum. Nýtt verður reynsla og þekking frá nágrannaríkjum okkar. Meðal þess sem hópurinn leggur áherslu á að tryggja þurfi skattyfirvöldum upplýsingar um fjármagnsflutninga milli landa frá fjármálafyrirtækjum ásamt því að lögfesta þurfi ákvæði um raunverulega eigendur og tryggja að erlendir lögaðilar fái ekki kennitölu nema að raunverulegur eigandi sé til staðar.
Panama-skjölin Skattar og tollar Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum