Drengur með hvítblæði ítrekað sendur heim og ranglega greindur með flensueinkenni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. júní 2017 19:32 Helgi Guðsteinn Reynisson greindist með hvítblæði ALL (Acute Lymphocytic Leukemia) í apríl síðastliðnum. Sex ára drengur með hvítblæði var ítrekað sendur heim af heilsugæslunni á Akureyri, ranglega greindur með flensueinkenni. Foreldrar drengsins eru sárir út í kerfið og vilja að plagg með einkennum á krabbameini í börnum verði gert aðgengilegra. Helgi Guðsteinn Reynisson greindist með hvítblæði ALL (Acute Lymphocytic Leukemia) í apríl síðastliðnum, aðeins sex ára gamall. Foreldar hans eru sárir út í kerfið en þau leituðu ítrekað á heilsugæsluna á Akureyri áður en hann fékk rétta greiningu. „Hann var bara greindur með kvef og lungnabólgu og flensuna ofan í það og svo var hann bara pestsækinn. Við vorum send heim með pensilín í poka,“ segir Margrét Fanney Sigurðardóttir, móðir Helga. Þá hafi þau hringt í nokkur skipti á heilsugæsluna enda höfðu þau áhyggjur af litlum sem engum bata drengsins. „Þá var alltaf sagt: vertu ekki að þessu stressi. Þetta gengur yfir. Það voru bara svörin sem maður fékk. Við fórum allavega þrisvar með hann á heilsugæsluna og svo öll símtölin. Þetta voru svona sjö vikur,“ segir Margrét Fanney.Vill að foreldrar hlusti á innsæið Margrét er með þau skilaboð til foreldra að hlusta á innsæið. „Vera vakandi og gefa sig ekki. Ef þú heldur eitthvað þá áttu að fá svör. Ef þú ert ekki sáttur við svörin sem þú færð frá lækni áttu að heimta blóðprufur,“ segir Margrét Fanney. Margrét útskýrir að Helgi hafi verið með einkenni krabbameins í börnum en að hún hafi ekki haft hugmynd um það. „Þetta er ekki það sem þú ert að googla eða lesa þig til um ef þú ert með heilbrigt barn. Þetta er alls ekki það fyrsta sem þig dettur í hug,“ segir Margrét Fanney. Hún vill að plagg með viðvörunarmerkjum um fyrstu einkenni um krabbamein í börnum verði gert aðgengilegra fyrir foreldra.„Mér finnst allt í lagi að setja einn svona bækling í möppuna sem þú færð þegar þú ferð heim með barnið þitt af sjúkrahúsinu. Og svo á öllum heilsugæslustöðvum,“ segir Margrét Fanney og bætir við að það gæti leitt til þess að hægt væri að grípa fyrr inn í. „Hvort þetta hefði verið svona langt komið eins og raunin var ef hann hefði fengið greininguna í janúar en ekki í apríl, maður veit það ekki,“ segir Margrét Fanney.Tekst á við tveggja og hálfs árs lyfjameðferð Helgi dvelur nú á Barnaspítalanum og tekst á við tveggja og hálfs árs lyfjameðferð. „Þegar þú heyrir að barnið þitt er með krabbamein: það bara hrinur allt í kring um þig. Eins og ég upplifði það þá er það bara krabbamein sama sem dauði.“ Hún útskýrir að fyrst hafi orðið krabbamein ekki verið notað en að í dag sé það ekki feimnismál lengur. Fjölskyldan reynir að vera bjartsýn. „Þetta er erfitt. Þetta er alveg ógeðslega erfitt verkefni en við tökum því eins og öðru,“ segir Margrét Fanney. Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Sex ára drengur með hvítblæði var ítrekað sendur heim af heilsugæslunni á Akureyri, ranglega greindur með flensueinkenni. Foreldrar drengsins eru sárir út í kerfið og vilja að plagg með einkennum á krabbameini í börnum verði gert aðgengilegra. Helgi Guðsteinn Reynisson greindist með hvítblæði ALL (Acute Lymphocytic Leukemia) í apríl síðastliðnum, aðeins sex ára gamall. Foreldar hans eru sárir út í kerfið en þau leituðu ítrekað á heilsugæsluna á Akureyri áður en hann fékk rétta greiningu. „Hann var bara greindur með kvef og lungnabólgu og flensuna ofan í það og svo var hann bara pestsækinn. Við vorum send heim með pensilín í poka,“ segir Margrét Fanney Sigurðardóttir, móðir Helga. Þá hafi þau hringt í nokkur skipti á heilsugæsluna enda höfðu þau áhyggjur af litlum sem engum bata drengsins. „Þá var alltaf sagt: vertu ekki að þessu stressi. Þetta gengur yfir. Það voru bara svörin sem maður fékk. Við fórum allavega þrisvar með hann á heilsugæsluna og svo öll símtölin. Þetta voru svona sjö vikur,“ segir Margrét Fanney.Vill að foreldrar hlusti á innsæið Margrét er með þau skilaboð til foreldra að hlusta á innsæið. „Vera vakandi og gefa sig ekki. Ef þú heldur eitthvað þá áttu að fá svör. Ef þú ert ekki sáttur við svörin sem þú færð frá lækni áttu að heimta blóðprufur,“ segir Margrét Fanney. Margrét útskýrir að Helgi hafi verið með einkenni krabbameins í börnum en að hún hafi ekki haft hugmynd um það. „Þetta er ekki það sem þú ert að googla eða lesa þig til um ef þú ert með heilbrigt barn. Þetta er alls ekki það fyrsta sem þig dettur í hug,“ segir Margrét Fanney. Hún vill að plagg með viðvörunarmerkjum um fyrstu einkenni um krabbamein í börnum verði gert aðgengilegra fyrir foreldra.„Mér finnst allt í lagi að setja einn svona bækling í möppuna sem þú færð þegar þú ferð heim með barnið þitt af sjúkrahúsinu. Og svo á öllum heilsugæslustöðvum,“ segir Margrét Fanney og bætir við að það gæti leitt til þess að hægt væri að grípa fyrr inn í. „Hvort þetta hefði verið svona langt komið eins og raunin var ef hann hefði fengið greininguna í janúar en ekki í apríl, maður veit það ekki,“ segir Margrét Fanney.Tekst á við tveggja og hálfs árs lyfjameðferð Helgi dvelur nú á Barnaspítalanum og tekst á við tveggja og hálfs árs lyfjameðferð. „Þegar þú heyrir að barnið þitt er með krabbamein: það bara hrinur allt í kring um þig. Eins og ég upplifði það þá er það bara krabbamein sama sem dauði.“ Hún útskýrir að fyrst hafi orðið krabbamein ekki verið notað en að í dag sé það ekki feimnismál lengur. Fjölskyldan reynir að vera bjartsýn. „Þetta er erfitt. Þetta er alveg ógeðslega erfitt verkefni en við tökum því eins og öðru,“ segir Margrét Fanney.
Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira