Dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn með hnífi Atli Ísleifsson skrifar 22. júní 2017 23:15 Maðurinn á að baki sakaferil og játaði sök samkvæmt ákæru. vísir/hari Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt þrítugan karlmann í átta mánaða fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni og fyrir að ráðast gegn lögreglumönnum með hnífi á heimili sínu í Reykjavík á síðasta ári. Þá var maðurinn einnig dæmdur fyrir akstur undir áhrifum áfengis. Í ákæru kom fram að maðurinn hafi aðfaranótt 10. ágúst síðastliðinn veist með ofbeldi og hótunum að tveimur lögreglumönnunum sem þar voru við skyldustörf, en samkvæmt heimildum Vísis var um sérsveitarmenn að ræða. Segir að maðurinn hafi komið út af baðherbergi íbúðarinnar vopnaður hnífi með fimmtán sentimetra löngu blaði, gengið í átt að lögreglumönnunum og otað að þeim hnífnum og þannig hótað þeim líkamsmeiðingum og lífláti. Þá hafi maðurinn ítrekað hótað öðrum lögreglumanninum lífláti og elt hann inn í stofu með hnífinn á lofti, sveiflað hnífnum í átt að honum og gert tilraun til að stinga hann. Lögreglumanninum tókst þó að verjast árásinni með lögregluskyldi sínum auk þess að slá í hönd mannsins með lögreglukylfu.Játaði sök Í dómnum kemur fram að unnusta mannsins hafi hringt á lögreglu og hleypt lögreglumönnunum inn eftir að hinn dæmdi hafi ætlað að „kála sér“, en hann hafi þarna verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Maðurinn á að baki sakaferil og játaði sök samkvæmt ákæru. Hann hefur í þrígang verið dæmdur fyrir brot gegn umferðarlögum, auk þess að hafa í tvígang gengist undir sáttir fyrir umferðarlagabrot. „Brot ákærða í máli þessu eru mjög alvarleg, en hann hefur verið sakfelldur fyrir brot gegn valdstjórninni og tilraun til sérstaklega hættulegrar líkamsárásar gagnvart lögreglumönnum. Var mildi að verulegt líkamstjón hlaust ekki af, en framferði ákærða með hnífinn var stórháskalegt. Með hliðsjón af háttsemi ákærða er refsing hans ákveðin fangelsi í 8 mánuði, sem í ljósi háttseminnar þykir ekki fært að skilorðsbinda. Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt,“ segir í niðurstöðu dómsins. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt þrítugan karlmann í átta mánaða fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni og fyrir að ráðast gegn lögreglumönnum með hnífi á heimili sínu í Reykjavík á síðasta ári. Þá var maðurinn einnig dæmdur fyrir akstur undir áhrifum áfengis. Í ákæru kom fram að maðurinn hafi aðfaranótt 10. ágúst síðastliðinn veist með ofbeldi og hótunum að tveimur lögreglumönnunum sem þar voru við skyldustörf, en samkvæmt heimildum Vísis var um sérsveitarmenn að ræða. Segir að maðurinn hafi komið út af baðherbergi íbúðarinnar vopnaður hnífi með fimmtán sentimetra löngu blaði, gengið í átt að lögreglumönnunum og otað að þeim hnífnum og þannig hótað þeim líkamsmeiðingum og lífláti. Þá hafi maðurinn ítrekað hótað öðrum lögreglumanninum lífláti og elt hann inn í stofu með hnífinn á lofti, sveiflað hnífnum í átt að honum og gert tilraun til að stinga hann. Lögreglumanninum tókst þó að verjast árásinni með lögregluskyldi sínum auk þess að slá í hönd mannsins með lögreglukylfu.Játaði sök Í dómnum kemur fram að unnusta mannsins hafi hringt á lögreglu og hleypt lögreglumönnunum inn eftir að hinn dæmdi hafi ætlað að „kála sér“, en hann hafi þarna verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Maðurinn á að baki sakaferil og játaði sök samkvæmt ákæru. Hann hefur í þrígang verið dæmdur fyrir brot gegn umferðarlögum, auk þess að hafa í tvígang gengist undir sáttir fyrir umferðarlagabrot. „Brot ákærða í máli þessu eru mjög alvarleg, en hann hefur verið sakfelldur fyrir brot gegn valdstjórninni og tilraun til sérstaklega hættulegrar líkamsárásar gagnvart lögreglumönnum. Var mildi að verulegt líkamstjón hlaust ekki af, en framferði ákærða með hnífinn var stórháskalegt. Með hliðsjón af háttsemi ákærða er refsing hans ákveðin fangelsi í 8 mánuði, sem í ljósi háttseminnar þykir ekki fært að skilorðsbinda. Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt,“ segir í niðurstöðu dómsins.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira