Herskip sigldu inn í Hvalfjörðinn Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. júní 2017 20:00 Í tengslum við kafbátaeftirlitsæfingu NATO söfnuðust herskip saman á Faxaflóa í morgun og sigldu í fylkingu inn Hvalfjörðinn til að minnast þeirra sem létust í árásum kafbáta og herskipa nasista á skipalestir bandamanna í síðasti heimstyrjöldinni. 75 ár eru síðan skipalest bandamanna, PQ17, hélt frá Hvalfirði til Kólaskaga í Rússlandi til að koma björgum til Rússlands þegar stríðið á austurvígsstöðvunum stóð sem hæst. Skipalestin lenti í miklum hremmingum á leiðinni til Rússlands en þjóðverjar gerðu árásir á flutningaskipin. Á annað hundrað manns létust en af 35 skipum komust aðeins 11 til hafnar. Níu Atlandshafsbandalagsríki tóku þátt í deginum en herskipin eru á landinu vegna kafbátaeftirlitsæfingar Atlandshafsbandalagsins sem fer fram um þessar mundir. Magnus Þór Hafsteinsson rithöfundur var meðal boðsgesta um borð í Tý sem fór fyrir skipalestinni. Hann útskýrir að ástæða þess að skipalestin fór af stað frá Hvalfirði séu góðar aðstæður í Hvalfirði. Hann sé skjólgóður og auðvelt sé að nota hann sem bækistöð. Í Hvalfirðinum var einnar mínútu þögn til minningar um þá sem létu lífið. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, var einnig meðal gesta en hann segir að Íslendingar hafi fært miklar fórnir í síðari heimstyrjöldinni. „Við misstum sama hlutfall af fólki og til dæmis bandaríkjamenn. Aðallega ungir menn og mér finnst að þeir eigi skilið að við minnumst þeirra.“ Guðlaugur bendir á að athöfnin í dag hafi verið afar táknræn. „Hér eru fulltrúar allra stríðandi aðila í heimstyrjöldinni. Það gerist ekki oft og það er afar ánægjulegt að það gerist hér á Íslandi,“ segir Guðlaugur Þór. Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
Í tengslum við kafbátaeftirlitsæfingu NATO söfnuðust herskip saman á Faxaflóa í morgun og sigldu í fylkingu inn Hvalfjörðinn til að minnast þeirra sem létust í árásum kafbáta og herskipa nasista á skipalestir bandamanna í síðasti heimstyrjöldinni. 75 ár eru síðan skipalest bandamanna, PQ17, hélt frá Hvalfirði til Kólaskaga í Rússlandi til að koma björgum til Rússlands þegar stríðið á austurvígsstöðvunum stóð sem hæst. Skipalestin lenti í miklum hremmingum á leiðinni til Rússlands en þjóðverjar gerðu árásir á flutningaskipin. Á annað hundrað manns létust en af 35 skipum komust aðeins 11 til hafnar. Níu Atlandshafsbandalagsríki tóku þátt í deginum en herskipin eru á landinu vegna kafbátaeftirlitsæfingar Atlandshafsbandalagsins sem fer fram um þessar mundir. Magnus Þór Hafsteinsson rithöfundur var meðal boðsgesta um borð í Tý sem fór fyrir skipalestinni. Hann útskýrir að ástæða þess að skipalestin fór af stað frá Hvalfirði séu góðar aðstæður í Hvalfirði. Hann sé skjólgóður og auðvelt sé að nota hann sem bækistöð. Í Hvalfirðinum var einnar mínútu þögn til minningar um þá sem létu lífið. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, var einnig meðal gesta en hann segir að Íslendingar hafi fært miklar fórnir í síðari heimstyrjöldinni. „Við misstum sama hlutfall af fólki og til dæmis bandaríkjamenn. Aðallega ungir menn og mér finnst að þeir eigi skilið að við minnumst þeirra.“ Guðlaugur bendir á að athöfnin í dag hafi verið afar táknræn. „Hér eru fulltrúar allra stríðandi aðila í heimstyrjöldinni. Það gerist ekki oft og það er afar ánægjulegt að það gerist hér á Íslandi,“ segir Guðlaugur Þór.
Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira