Herskip sigldu inn í Hvalfjörðinn Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. júní 2017 20:00 Í tengslum við kafbátaeftirlitsæfingu NATO söfnuðust herskip saman á Faxaflóa í morgun og sigldu í fylkingu inn Hvalfjörðinn til að minnast þeirra sem létust í árásum kafbáta og herskipa nasista á skipalestir bandamanna í síðasti heimstyrjöldinni. 75 ár eru síðan skipalest bandamanna, PQ17, hélt frá Hvalfirði til Kólaskaga í Rússlandi til að koma björgum til Rússlands þegar stríðið á austurvígsstöðvunum stóð sem hæst. Skipalestin lenti í miklum hremmingum á leiðinni til Rússlands en þjóðverjar gerðu árásir á flutningaskipin. Á annað hundrað manns létust en af 35 skipum komust aðeins 11 til hafnar. Níu Atlandshafsbandalagsríki tóku þátt í deginum en herskipin eru á landinu vegna kafbátaeftirlitsæfingar Atlandshafsbandalagsins sem fer fram um þessar mundir. Magnus Þór Hafsteinsson rithöfundur var meðal boðsgesta um borð í Tý sem fór fyrir skipalestinni. Hann útskýrir að ástæða þess að skipalestin fór af stað frá Hvalfirði séu góðar aðstæður í Hvalfirði. Hann sé skjólgóður og auðvelt sé að nota hann sem bækistöð. Í Hvalfirðinum var einnar mínútu þögn til minningar um þá sem létu lífið. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, var einnig meðal gesta en hann segir að Íslendingar hafi fært miklar fórnir í síðari heimstyrjöldinni. „Við misstum sama hlutfall af fólki og til dæmis bandaríkjamenn. Aðallega ungir menn og mér finnst að þeir eigi skilið að við minnumst þeirra.“ Guðlaugur bendir á að athöfnin í dag hafi verið afar táknræn. „Hér eru fulltrúar allra stríðandi aðila í heimstyrjöldinni. Það gerist ekki oft og það er afar ánægjulegt að það gerist hér á Íslandi,“ segir Guðlaugur Þór. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Í tengslum við kafbátaeftirlitsæfingu NATO söfnuðust herskip saman á Faxaflóa í morgun og sigldu í fylkingu inn Hvalfjörðinn til að minnast þeirra sem létust í árásum kafbáta og herskipa nasista á skipalestir bandamanna í síðasti heimstyrjöldinni. 75 ár eru síðan skipalest bandamanna, PQ17, hélt frá Hvalfirði til Kólaskaga í Rússlandi til að koma björgum til Rússlands þegar stríðið á austurvígsstöðvunum stóð sem hæst. Skipalestin lenti í miklum hremmingum á leiðinni til Rússlands en þjóðverjar gerðu árásir á flutningaskipin. Á annað hundrað manns létust en af 35 skipum komust aðeins 11 til hafnar. Níu Atlandshafsbandalagsríki tóku þátt í deginum en herskipin eru á landinu vegna kafbátaeftirlitsæfingar Atlandshafsbandalagsins sem fer fram um þessar mundir. Magnus Þór Hafsteinsson rithöfundur var meðal boðsgesta um borð í Tý sem fór fyrir skipalestinni. Hann útskýrir að ástæða þess að skipalestin fór af stað frá Hvalfirði séu góðar aðstæður í Hvalfirði. Hann sé skjólgóður og auðvelt sé að nota hann sem bækistöð. Í Hvalfirðinum var einnar mínútu þögn til minningar um þá sem létu lífið. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, var einnig meðal gesta en hann segir að Íslendingar hafi fært miklar fórnir í síðari heimstyrjöldinni. „Við misstum sama hlutfall af fólki og til dæmis bandaríkjamenn. Aðallega ungir menn og mér finnst að þeir eigi skilið að við minnumst þeirra.“ Guðlaugur bendir á að athöfnin í dag hafi verið afar táknræn. „Hér eru fulltrúar allra stríðandi aðila í heimstyrjöldinni. Það gerist ekki oft og það er afar ánægjulegt að það gerist hér á Íslandi,“ segir Guðlaugur Þór.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira