Fjármálaráðherra segir mikilvægt að sameinast gegn skattsvikum Heimir Már Pétursson skrifar 23. júní 2017 18:31 Fjármálaráðherra telur að hægt sé að ná árangri í baráttunni við kennitöluflakk enda samstaða um þau mál milli aðila vinnumarkaðrins og almennings. Opna þurfi aðgang almennings að hlutfélagaskrá og bæta skráningu eigenda og einfalda virðisaukaskattskerfið með það að markmiði að takmarka undanskot. Þess eru fá dæmi að hugmynd fái eins hörð viðbrögð og skjótan endi og hugmynd starfshóps á vegum fjármálaráðherra að leggja af tíu þúsund króna og jafnvel fimm þúsund króna seðilinn í baráttunni gegn skattsvikum. Tæpum sólarhring eftir að hugmyndin var sett fram hefur henni verið ýtt út af borðinu. „Það er greinilegt að þetta féll ekki í kramið. Ég hugsaði það nú, að þetta var ekkert meginefni í tillögum nefndanna. Þannig að ég hugsaði með mér að við skulum frekar sameinast um markmiðið sem við erum öll sammála um. Berjast gegn skattsvikunum og tökum þetta út af dagskrá,“ segir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.Virðisaukaskattskerfið einfaldað Í tillögunum sem tveir starfshópar fjármáláráðherra kynntu í gær er meðal annars lagt til að virðisaukaskattskerfið verði einfaldað, bæði í framkvæmd og álagningu. Lagt er til að bilið milli efra og neðra þreps verði minnkað eða tekið upp eitt þrep sem gæti þá verið 20 prósent í stað 24 prósenta nú í evra þrepi.Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynnti tíu þúsund króna seðilinn til sögunnar í október árið 2013.Vísir/GVA„En við verðum líka að gera okkur grein fyrir að við erum t.d. með mat í 11 prósenta virðisaukaskattsþrepi og það hefur verið viðkvæmara en aðrar vörutegundir. Þannig að við verðum líka að gera okkur grein fyrir því hvort pólitísk samstaða er um þetta. Er líklegt að fólk sé ánægt með að borga aðeins meira fyrir amt gegn því að það borgi almennt minni virðisaukaskatt. Þetta þarf að vega og meta og það eru ekki bara skattverndarsjónarmið, við verðum að hafa önnur sjónarmið í huga líka,“ segir fjármálaráðherra. Þá leggur starfshópur til að aðgengi almennings að hlutafélagaskrá verði opnari til hægt sé að fletta eigendum fyrirtækja upp og strangari skilyrði verði sett fyrir því að stofna hlutafélög og einkahlutafélög. Einnig verði skylt að greiða öll laun inn á reikning launafólks til að koma í veg fyrir undanskot og svindl á starfsfólki. Þá verði tekist á við kennitöluflakk með markvissum aðgerðum. „Menn fara í atvinnurekstur, stofna til skulda, haupa frá þeim, meðal annars skuldum við ríkið en auðvitað við fleiri. Þetta verðum við að stoppa og þetta er stóratriði. Þarna heyri ég að er mjög mikill samhljómur milli aðila vinnumarkaðrins og alls almennings. Þannig að ég er mjög bjartsýnn á að við náum að hrinda því í framkvæmd fljótlega,“ segir Benedikt Jóhannesson. Skattar og tollar Tengdar fréttir Þingmaður segir forræðishyggju að taka seðlana úr umferð Seðlabankinn átti ekki fulltrúa í nefnd um að setja skorður við notkun reiðufjár. Samkvæmt lögum hefur bankinn það hlutverk að ákveða hvaða seðlar eru í umferð. Þingmaður gagnrýnir skort á samráði. 23. júní 2017 09:00 PR-katastrófa Benedikts Jóhannessonar Jóhannes Þór Skúlason segir kynningarmál fjármálaráðherra í molum. 23. júní 2017 13:45 Benedikt dregur í land með afnám seðlanna Fjármálaráðherra segir þjóðina ekki tilbúna í slíkar aðgerðir. 23. júní 2017 11:02 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Fjármálaráðherra telur að hægt sé að ná árangri í baráttunni við kennitöluflakk enda samstaða um þau mál milli aðila vinnumarkaðrins og almennings. Opna þurfi aðgang almennings að hlutfélagaskrá og bæta skráningu eigenda og einfalda virðisaukaskattskerfið með það að markmiði að takmarka undanskot. Þess eru fá dæmi að hugmynd fái eins hörð viðbrögð og skjótan endi og hugmynd starfshóps á vegum fjármálaráðherra að leggja af tíu þúsund króna og jafnvel fimm þúsund króna seðilinn í baráttunni gegn skattsvikum. Tæpum sólarhring eftir að hugmyndin var sett fram hefur henni verið ýtt út af borðinu. „Það er greinilegt að þetta féll ekki í kramið. Ég hugsaði það nú, að þetta var ekkert meginefni í tillögum nefndanna. Þannig að ég hugsaði með mér að við skulum frekar sameinast um markmiðið sem við erum öll sammála um. Berjast gegn skattsvikunum og tökum þetta út af dagskrá,“ segir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.Virðisaukaskattskerfið einfaldað Í tillögunum sem tveir starfshópar fjármáláráðherra kynntu í gær er meðal annars lagt til að virðisaukaskattskerfið verði einfaldað, bæði í framkvæmd og álagningu. Lagt er til að bilið milli efra og neðra þreps verði minnkað eða tekið upp eitt þrep sem gæti þá verið 20 prósent í stað 24 prósenta nú í evra þrepi.Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynnti tíu þúsund króna seðilinn til sögunnar í október árið 2013.Vísir/GVA„En við verðum líka að gera okkur grein fyrir að við erum t.d. með mat í 11 prósenta virðisaukaskattsþrepi og það hefur verið viðkvæmara en aðrar vörutegundir. Þannig að við verðum líka að gera okkur grein fyrir því hvort pólitísk samstaða er um þetta. Er líklegt að fólk sé ánægt með að borga aðeins meira fyrir amt gegn því að það borgi almennt minni virðisaukaskatt. Þetta þarf að vega og meta og það eru ekki bara skattverndarsjónarmið, við verðum að hafa önnur sjónarmið í huga líka,“ segir fjármálaráðherra. Þá leggur starfshópur til að aðgengi almennings að hlutafélagaskrá verði opnari til hægt sé að fletta eigendum fyrirtækja upp og strangari skilyrði verði sett fyrir því að stofna hlutafélög og einkahlutafélög. Einnig verði skylt að greiða öll laun inn á reikning launafólks til að koma í veg fyrir undanskot og svindl á starfsfólki. Þá verði tekist á við kennitöluflakk með markvissum aðgerðum. „Menn fara í atvinnurekstur, stofna til skulda, haupa frá þeim, meðal annars skuldum við ríkið en auðvitað við fleiri. Þetta verðum við að stoppa og þetta er stóratriði. Þarna heyri ég að er mjög mikill samhljómur milli aðila vinnumarkaðrins og alls almennings. Þannig að ég er mjög bjartsýnn á að við náum að hrinda því í framkvæmd fljótlega,“ segir Benedikt Jóhannesson.
Skattar og tollar Tengdar fréttir Þingmaður segir forræðishyggju að taka seðlana úr umferð Seðlabankinn átti ekki fulltrúa í nefnd um að setja skorður við notkun reiðufjár. Samkvæmt lögum hefur bankinn það hlutverk að ákveða hvaða seðlar eru í umferð. Þingmaður gagnrýnir skort á samráði. 23. júní 2017 09:00 PR-katastrófa Benedikts Jóhannessonar Jóhannes Þór Skúlason segir kynningarmál fjármálaráðherra í molum. 23. júní 2017 13:45 Benedikt dregur í land með afnám seðlanna Fjármálaráðherra segir þjóðina ekki tilbúna í slíkar aðgerðir. 23. júní 2017 11:02 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Þingmaður segir forræðishyggju að taka seðlana úr umferð Seðlabankinn átti ekki fulltrúa í nefnd um að setja skorður við notkun reiðufjár. Samkvæmt lögum hefur bankinn það hlutverk að ákveða hvaða seðlar eru í umferð. Þingmaður gagnrýnir skort á samráði. 23. júní 2017 09:00
PR-katastrófa Benedikts Jóhannessonar Jóhannes Þór Skúlason segir kynningarmál fjármálaráðherra í molum. 23. júní 2017 13:45
Benedikt dregur í land með afnám seðlanna Fjármálaráðherra segir þjóðina ekki tilbúna í slíkar aðgerðir. 23. júní 2017 11:02
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum