Mikið vatnsveður á Austurlandi: Flæðir inn í hús á Seyðisfirði Atli Ísleifsson skrifar 23. júní 2017 23:18 Flætt hefur inn í hús sem standa við Dagmálalæk á Seyðisfirði. Hulda Ragnheiður Árnadóttir Flætt hefur inn í hús á Seyðisfirði og skemmdir hafa orðið á ársgamalli brú á Eskifirði í miklu vatnsveðri sem hefur verið á Austurlandi í dag. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands, var stödd á Eskifirði þegar Vísir náði tali af henni skömmu fyrir klukkan 23. „Hér á Eskifirði er gríðarleg aurskriða niður úr farvegi Hlíðarendaár sem liggur í gegnum bæinn. Þar er verið að moka einhverjum þúsundum rúmmetra af grjóti. Það er í raun tjón sem er ekki á vátryggðum eignum hjá okkur, nema að mjög takmörkuðu leyti þar sem búið er að flæða inn í einhverjar tvær skemmur fyrir neðan veginn.“ Hulda Ragnheiður segir að á Eskifirði sé ekki um stórkostleg tjón á eignum sem eru tryggðar séu Viðlagatryggingum að ræða. Hins vegar sé þetta gríðarlegt tjón fyrir sveitarfélagið, Fjarðabyggð. „Þetta er ný brú, ársgömul, sem liggur út í ytri hluta bæjarins, og það er allt stíflað. Það er ófært yfir þann hluta bæjarins á meðan er að hreinsa þetta. Það er stíflað undir brúna þannig að vatnið flæðir bara yfir hana.“Garðarvegur var rofinn í kvöld.Hulda Ragnheiður ÁrnadóttirÁstæðan fyrir því hve vatnsmikil Hlíðardalsá í Eskifirði er um þessar mundir er að unnið er að því að hreinsa árfarveg ár í nágrenninu. Meðan sú vinna stendur yfir er vatni úr þeirri á veitt í Hlíðarendaá sem er afar vatnsmikil af þeim sökum. Hulda Ragnheiður segir að á Seyðisfirði sé mun meira tjón á vátryggðum eignum en á Eskifirði. „Þar hefur verið að flæða inn í hús, bæði í kjallara og íbúðarhús sem stendur við Dagmálalæk, við Garðarsveg. Það er búið að rjúfa veginn, Garðarsvegur, þar til að hleypa vatninu fram,“ segir Hulda Ragnheiður.Fjarðará.Hulda Ragnheiður Árnadóttir Veður Tengdar fréttir Mikið vatn blandað mold og leðju flæðir niður hlíðina á Eskifirði Mikil úrkoma og vindasamt hefur verið á landinu austantil í dag. 23. júní 2017 20:04 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Um 10.000 flóttamenn, hælisleitendur og fjölskyldur þeirra á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Sjá meira
Flætt hefur inn í hús á Seyðisfirði og skemmdir hafa orðið á ársgamalli brú á Eskifirði í miklu vatnsveðri sem hefur verið á Austurlandi í dag. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands, var stödd á Eskifirði þegar Vísir náði tali af henni skömmu fyrir klukkan 23. „Hér á Eskifirði er gríðarleg aurskriða niður úr farvegi Hlíðarendaár sem liggur í gegnum bæinn. Þar er verið að moka einhverjum þúsundum rúmmetra af grjóti. Það er í raun tjón sem er ekki á vátryggðum eignum hjá okkur, nema að mjög takmörkuðu leyti þar sem búið er að flæða inn í einhverjar tvær skemmur fyrir neðan veginn.“ Hulda Ragnheiður segir að á Eskifirði sé ekki um stórkostleg tjón á eignum sem eru tryggðar séu Viðlagatryggingum að ræða. Hins vegar sé þetta gríðarlegt tjón fyrir sveitarfélagið, Fjarðabyggð. „Þetta er ný brú, ársgömul, sem liggur út í ytri hluta bæjarins, og það er allt stíflað. Það er ófært yfir þann hluta bæjarins á meðan er að hreinsa þetta. Það er stíflað undir brúna þannig að vatnið flæðir bara yfir hana.“Garðarvegur var rofinn í kvöld.Hulda Ragnheiður ÁrnadóttirÁstæðan fyrir því hve vatnsmikil Hlíðardalsá í Eskifirði er um þessar mundir er að unnið er að því að hreinsa árfarveg ár í nágrenninu. Meðan sú vinna stendur yfir er vatni úr þeirri á veitt í Hlíðarendaá sem er afar vatnsmikil af þeim sökum. Hulda Ragnheiður segir að á Seyðisfirði sé mun meira tjón á vátryggðum eignum en á Eskifirði. „Þar hefur verið að flæða inn í hús, bæði í kjallara og íbúðarhús sem stendur við Dagmálalæk, við Garðarsveg. Það er búið að rjúfa veginn, Garðarsvegur, þar til að hleypa vatninu fram,“ segir Hulda Ragnheiður.Fjarðará.Hulda Ragnheiður Árnadóttir
Veður Tengdar fréttir Mikið vatn blandað mold og leðju flæðir niður hlíðina á Eskifirði Mikil úrkoma og vindasamt hefur verið á landinu austantil í dag. 23. júní 2017 20:04 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Um 10.000 flóttamenn, hælisleitendur og fjölskyldur þeirra á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Sjá meira
Mikið vatn blandað mold og leðju flæðir niður hlíðina á Eskifirði Mikil úrkoma og vindasamt hefur verið á landinu austantil í dag. 23. júní 2017 20:04