Trump segir að Obama hafi frétt af afskiptunum löngu fyrir kosningarnar sjálfar og „ekkert gert“.
Ummæli Trump koma í kjölfar greinar bandaríska blaðsins Washington Post þar sem fram kemur að Obama hafi frétt af „beinni aðkomu“ Vladimír Pútín Rússlandsforseta af kosningunum í ágúst á síðasta ári, en kosningarnar voru haldnar í nóvember.
Nokkrar rannsóknir standa nú yfir í Bandaríkjunum á meintum afskiptum Rússa af kosningunum.
Bein aðkoma Pútín
Í grein Washington Post kemur fram að heimildarmenn Obama innan rússneska stjórnkerfisins hafi greint honum frá því að Pútín ætti aðkomu að tölvuherferð ætlaðri að trufla kosningarnar, skaða framboð Demókratans Hillary Clinton og hjálpa framboði Trump.Þar segir einnig að Obama og ráðgjafar hans hafi rætt fjölda möguleika til að refsa Rússum en að lokum ákveðið að grípa til táknrænna aðgerða. Þannig var 35 rússneskum embættismönnum vísað úr landi í desember síðastliðinn, mörgum vikum eftir kosningarnar.
Obama hafi óttast að ef hann myndi grípa til aðgerða gegn Rússum væri hætta á að almenningur myndi líta svo á að hann væri sjálfur að skipta sér af kosningunum.
Trump hefur sagt rannsóknirnar á mögulegum tengslum rússneskra stjórnvalda og manna tengdum Trump vera „nornaveiðar“.
Since the Obama Administration was told way before the 2016 Election that the Russians were meddling, why no action? Focus on them, not T!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 24, 2017