Evrópubikarkeppni landsliða í frjálsum íþróttum heldur áfram í dag.
Ísland sendi 32 keppendur til leiks á mótið sem hófst á laugardag. Keppt verður í 19 greinum í dag og verður því nóg að gera hjá íslensku keppendunum.
Ísland keppir í 2. deild keppninnar og fjórir íslenskir keppendur náðu sér í verðlaunapening í gær.
12 lönd eru í 2. deild. Ísland er með 106.5 stig eftir 21 grein og situr í 11. sæti og þurfa því að eiga góðan dag til þess að halda sér í deildinni. Á toppnum er Ungverjaland með 195 stig.
Aníta Hinriksdóttir tryggði sér gullverðlaun í 800 metra hlaupi kvenna. Arna Stefanía Guðmundsdóttir fékk silfurverðlaun í 400 metra grindahlaupi kvenna, Ásdís Hjálmsdóttir náði sér í silfurverðlaun í spjótkasti og Hulda Þorsteinsdóttir fékk bronsverðlaun í stangarstökki.
Keppnin í dag hefst klukkan 14:00 á íslenskum tíma og hægt er að fylgjast með dagskránni hér.
Annar dagur Evrópubikarsins í frjálsum íþróttum | Fleiri verðlaun í boði
Elías Orri Njarðarson skrifar

Mest lesið





„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti


Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn

Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
