Lögreglan tekur háskaakstur til rannsóknar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. júní 2017 18:45 Lögreglan á Suðurlandi ætlar að rannsaka nánar háskaakstur ökumanns rútu sem náðist á myndband á Suðurlandsvegi í gær en litlu mátti muna að alvarlegt slys yrði. Sérfræðingur hjá Samgöngustofu líkir atvikinu við banatilræði. „Það ver svakalegt að sjá þetta. Maður sér þarna hegðun sem að í rauninni er hrein heppni að það verði ekki mjög alvarlegar afleiðingar af þessari hegðun,“ segir Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur hjá Samgöngustofu. Einar segir hegðun eins og sést í myndbandinu oft líka þeim sem eru í aðdraganda alvarlegustu umferðarslysa sem verða hér á landi. Á síðasta ári urðu 986 umferðarslys þar sem 1411 slösuðust. Í 47 slysum sem rekja má til framanákeyrslu slösuðust 95. Sex af þeim átján sem létust í umferðarslysum á síðasta ári voru í árekstri þar sem bílar lentu framan á hvor öðrum. Atvikið í gær átti sér stað á Suðurlandsvegi skammt austan við Hjörleifshöfða og var rútan á vesturleið. Einar segir það í raun kraftaverk að þarna hafi ekki farið verr og í raun hafi hinir ökumennirnir forðað árekstri. „Algjörlega. Það eru þeirra viðbrögð sem að voru alveg rétt. Þeir hægðu á sér, sérstaklega sá sem á móti kom. Hann hægði á sér og fór út í kant en það mátti litlu muna,“ segir Einar Magnús. Mikil áhætta fylgir framúrakstri og segir Einar skilyrði til framúraksturs hér á landi mjög ströng. „Við megum ekki taka fram úr nema bara við bestu mögulegu skilyrði og þá verðum við að vanda okkur mjög vel og taka enga áhættu í þeim efnum,“ segir Einar Magnús. Hópferðabíllinn sem um ræðir er merktur fyrirtækinu Kynnisferðum og sagði Kristján Daníelsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins í samtali við Vísi að akstursháttur ökumannsins sé engan veginn ásættanlegur. Hann sagði að hart yrði tekið á málinu. Þessu er Einar Magnús sammála. „Ökumaður sem að verður valdur að banaslysi eða alvarlegu slysi með þessu háttalagi. Hann getur sætt ákæru um manndráp af gáleysi. Þetta er í rauninni brot á hegningarlögum. Þú ert að stofna lífi fólks í hættu bara eins og þú ert að gera þegar menn eru að viðhafa hverslags tilræði eða annað því um líkt,“ segir Einar Magnús. Fréttastofan leitaði viðbragða við myndbandinu hjá Lögreglunni á Suðurlandi í dag og staðfesti Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli að atvikið yrði rannsakað nánar. Tengdar fréttir Kynnisferðir: „Það verður tekið á þessu“ Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að aksturshættir ökumanns rútu frá fyrirtækinu við Hjörleifshöfða sé engan veginn ásættanlegur. 25. júní 2017 22:38 „Ökumaðurinn var nærri því búinn að drepa okkur báða“ Litlu mátti muna að stórslys yrði við Hjörleifshöfða í dag eins og myndband ber með sér. 25. júní 2017 21:09 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi ætlar að rannsaka nánar háskaakstur ökumanns rútu sem náðist á myndband á Suðurlandsvegi í gær en litlu mátti muna að alvarlegt slys yrði. Sérfræðingur hjá Samgöngustofu líkir atvikinu við banatilræði. „Það ver svakalegt að sjá þetta. Maður sér þarna hegðun sem að í rauninni er hrein heppni að það verði ekki mjög alvarlegar afleiðingar af þessari hegðun,“ segir Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur hjá Samgöngustofu. Einar segir hegðun eins og sést í myndbandinu oft líka þeim sem eru í aðdraganda alvarlegustu umferðarslysa sem verða hér á landi. Á síðasta ári urðu 986 umferðarslys þar sem 1411 slösuðust. Í 47 slysum sem rekja má til framanákeyrslu slösuðust 95. Sex af þeim átján sem létust í umferðarslysum á síðasta ári voru í árekstri þar sem bílar lentu framan á hvor öðrum. Atvikið í gær átti sér stað á Suðurlandsvegi skammt austan við Hjörleifshöfða og var rútan á vesturleið. Einar segir það í raun kraftaverk að þarna hafi ekki farið verr og í raun hafi hinir ökumennirnir forðað árekstri. „Algjörlega. Það eru þeirra viðbrögð sem að voru alveg rétt. Þeir hægðu á sér, sérstaklega sá sem á móti kom. Hann hægði á sér og fór út í kant en það mátti litlu muna,“ segir Einar Magnús. Mikil áhætta fylgir framúrakstri og segir Einar skilyrði til framúraksturs hér á landi mjög ströng. „Við megum ekki taka fram úr nema bara við bestu mögulegu skilyrði og þá verðum við að vanda okkur mjög vel og taka enga áhættu í þeim efnum,“ segir Einar Magnús. Hópferðabíllinn sem um ræðir er merktur fyrirtækinu Kynnisferðum og sagði Kristján Daníelsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins í samtali við Vísi að akstursháttur ökumannsins sé engan veginn ásættanlegur. Hann sagði að hart yrði tekið á málinu. Þessu er Einar Magnús sammála. „Ökumaður sem að verður valdur að banaslysi eða alvarlegu slysi með þessu háttalagi. Hann getur sætt ákæru um manndráp af gáleysi. Þetta er í rauninni brot á hegningarlögum. Þú ert að stofna lífi fólks í hættu bara eins og þú ert að gera þegar menn eru að viðhafa hverslags tilræði eða annað því um líkt,“ segir Einar Magnús. Fréttastofan leitaði viðbragða við myndbandinu hjá Lögreglunni á Suðurlandi í dag og staðfesti Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli að atvikið yrði rannsakað nánar.
Tengdar fréttir Kynnisferðir: „Það verður tekið á þessu“ Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að aksturshættir ökumanns rútu frá fyrirtækinu við Hjörleifshöfða sé engan veginn ásættanlegur. 25. júní 2017 22:38 „Ökumaðurinn var nærri því búinn að drepa okkur báða“ Litlu mátti muna að stórslys yrði við Hjörleifshöfða í dag eins og myndband ber með sér. 25. júní 2017 21:09 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Kynnisferðir: „Það verður tekið á þessu“ Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að aksturshættir ökumanns rútu frá fyrirtækinu við Hjörleifshöfða sé engan veginn ásættanlegur. 25. júní 2017 22:38
„Ökumaðurinn var nærri því búinn að drepa okkur báða“ Litlu mátti muna að stórslys yrði við Hjörleifshöfða í dag eins og myndband ber með sér. 25. júní 2017 21:09