Klúður á Alþingi lamar endurupptökunefnd Snærós Sindradóttir skrifar 27. júní 2017 06:00 Björn L. Bergsson formaður endurupptökunefndar. vísir/gva Endurupptökunefnd er óstarfhæf þar til Alþingi kemur saman á ný um miðjan september næstkomandi. Skipan nefndarmanns í endurupptökunefnd rann út 16. maí síðastliðinn en Alþingi gleymdi að skipa nýjan nefndarmann í stað hans fyrir þingrof. „Það gerist ekkert fyrr en Alþingi finnur út úr þessu. Ég veit ekki alveg hvar svartipétur liggur en það er alveg ljóst að þetta gleymdist,“ segir Björn L. Bergsson, formaður endurupptökunefndar. Eftir miðnætti á lokadegi Alþingis samþykkti Alþingi hins vegar tilnefningu Hauks Arnar Birgissonar í nefndina og er hann skráður nefndarmaður á heimasíðu Alþingis. Það er hins vegar misskilningur. Endurupptökunefnd bað Alþingi um að samþykkja tímabundna skipan Hauks Arnar í nefndina, fyrst í janúar og síðar í mars, til að bregðast við vanhæfi Ásgerðar Ragnarsdóttur í þremur málum sem fyrir endurupptökunefnd komu. Alþingi tók þá beiðni nefndarinnar hins vegar ekki fyrir fyrr en á lokadegi þings. Í tillögunni kemur þó skýrt fram að Haukur sé skipaður tímabundið í stað Ásgerðar en sú samþykkt gengur þvert á þá staðreynd að tími Ásgerðar í nefndinni var liðinn og því ekki hægt að skipa í stað hennar. Aldrei stóð til að Haukur yrði fullgildur nefndarmaður. Björn segir ekki ljóst hver hefði átt að passa upp á nýja skipan í nefndina en Alþingi tilnefnir einn nefndarmann af þremur í nefndina og dómsmálaráðuneytið skipar hina. Ekki fengust skýr svör frá Alþingi og ráðuneytinu við vinnslu fréttarinnar um hvar ábyrgðin liggur. „Við erum búin að koma því á framfæri við ráðuneytið að við þessar aðstæður er nefndin ekki fullmönnuð og því beint til ráðuneytisins að hlutast til um að Alþingi kjósi nefndarmann við fyrsta tækifæri,“ segir Björn. Samkvæmt vef Alþingis kemur þing saman aftur 12. september. Endurupptökunefnd hefur hins vegar verið óstarfhæf frá 16. maí og allt stefnir því í að hún afgreiði engin mál í fjóra mánuði. Björn segir að nú þegar bíði um tíu mál afgreiðslu hjá nefndinni. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Sjá meira
Endurupptökunefnd er óstarfhæf þar til Alþingi kemur saman á ný um miðjan september næstkomandi. Skipan nefndarmanns í endurupptökunefnd rann út 16. maí síðastliðinn en Alþingi gleymdi að skipa nýjan nefndarmann í stað hans fyrir þingrof. „Það gerist ekkert fyrr en Alþingi finnur út úr þessu. Ég veit ekki alveg hvar svartipétur liggur en það er alveg ljóst að þetta gleymdist,“ segir Björn L. Bergsson, formaður endurupptökunefndar. Eftir miðnætti á lokadegi Alþingis samþykkti Alþingi hins vegar tilnefningu Hauks Arnar Birgissonar í nefndina og er hann skráður nefndarmaður á heimasíðu Alþingis. Það er hins vegar misskilningur. Endurupptökunefnd bað Alþingi um að samþykkja tímabundna skipan Hauks Arnar í nefndina, fyrst í janúar og síðar í mars, til að bregðast við vanhæfi Ásgerðar Ragnarsdóttur í þremur málum sem fyrir endurupptökunefnd komu. Alþingi tók þá beiðni nefndarinnar hins vegar ekki fyrir fyrr en á lokadegi þings. Í tillögunni kemur þó skýrt fram að Haukur sé skipaður tímabundið í stað Ásgerðar en sú samþykkt gengur þvert á þá staðreynd að tími Ásgerðar í nefndinni var liðinn og því ekki hægt að skipa í stað hennar. Aldrei stóð til að Haukur yrði fullgildur nefndarmaður. Björn segir ekki ljóst hver hefði átt að passa upp á nýja skipan í nefndina en Alþingi tilnefnir einn nefndarmann af þremur í nefndina og dómsmálaráðuneytið skipar hina. Ekki fengust skýr svör frá Alþingi og ráðuneytinu við vinnslu fréttarinnar um hvar ábyrgðin liggur. „Við erum búin að koma því á framfæri við ráðuneytið að við þessar aðstæður er nefndin ekki fullmönnuð og því beint til ráðuneytisins að hlutast til um að Alþingi kjósi nefndarmann við fyrsta tækifæri,“ segir Björn. Samkvæmt vef Alþingis kemur þing saman aftur 12. september. Endurupptökunefnd hefur hins vegar verið óstarfhæf frá 16. maí og allt stefnir því í að hún afgreiði engin mál í fjóra mánuði. Björn segir að nú þegar bíði um tíu mál afgreiðslu hjá nefndinni.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Sjá meira