Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á gjörgæslu Samúel Karl Ólason skrifar 27. júní 2017 10:30 Mitch McConnell og Donald Trump. Vísir/AFP Heilbrigðisfrumvarp öldungaþingmanna Repúblikanaflokksins virðist í töluverði hættu. Nokkrir þingmenn flokksins hafa gefið út að þeir muni ekki kjósa með frumvarpinu eftir að úttekt var gerð á áhrifum þess. Samkvæmt hinni óháðu stofnun Congressional Budget Office, mun frumvarpið leiða til þess að 22 milljónir manna muni missa tryggingar sínar fyrir árið 2026. Þá er talið að frumvarpið muni koma verulega niður á öldruðu, veiku og fátæku fólki. Tveir öldungaþingmenn, þau Susan Collins og Rand Paul, sögðu í gær, eftir að niðurstaða CBO var birt, að þeir myndu kjósa gegn því að taka frumvarpið til umræðu á þinginu. Þriðji þingmaðurinn hafði áður gefið út sambærilega tilkynningu og sá fjórði hefur, samkvæmt New York Times, einnig gefið í skyn að hann muni ekki styðja það. „Það er verra að samþykkja vont frumvarp en ekkert frumvarp,“ sagði Rand Paul.Collins sagðist vilja laga það sem væri að núverandi heilbrigðislögum, svokölluðum Obamacare, en ljóst væri að hið nýja frumvarp gerði það ekki.Naumur meirihluti virðist ekki ætla að duga Þingmenn repúblikana á öldungaþinginu eru 52 á móti 48 þingmönnum demókrata og því er ljóst að erfitt verður fyrir Mitch McConnell, leiðtoga meirihlutans, að koma frumvarpi sínu í gegn. Sjö ára tilraunir repúblikana til þess að binda endi á Obamacare virðist því enn einu sinni vera í hættu.Samkvæmt niðurstöðum CBO yrðu alls 49 milljónir manna án tryggingar í Bandaríkjunum árið 2026. Miðað við núverandi lög er áætlað að sú tala verði 28 milljónir. Kostnaður ríkisins myndi minnka um 321 milljarða dala á því tímabili, miðað við hvernig lögin eru í dag. Þar af skiptir mestu að skorið yrði niður um 772 milljarða í sjúkra- og heilbrigðistryggingum fyrir hina efnaminni. Þá myndi frumvarpið einnig lækka skatttekjur ríkisins um 408 milljarða dala. Verði frumvarpið að lögum telur CBO að tryggingar fólks sem glímir við mikil veikindi og aldraðs fólks muni hækka verulega Demókratar hafa lýst frumvarpinu á þann veg að repúblikanar vilji taka tryggingar af fátæku fólki, til að lækka skatta hinna ríku.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hyllti fyrra frumvarpi sem samþykkt var af fulltrúadeild þingsins fyrr á árinu, en virðist hafa skipt um skoðun. Hann hefur nú sagt að heilbrigðisfrumvarpið sé „illkvittið“. Það gerði hann fyrst á fundi sínum með þingmönnum og hefur hann endurtekið það opinberlega og nú síðast á sunnudaginn. Hvíta húsið hefur ítrekað reynt að draga úr trúverðugleika CBO. Í tilkynningu í gær sögðu starfsmenn Trump að stofnunin hefði ítrekað misheppnast að reikna rétt út áhrif löggjafar á heilbrigðismarkaðinn. Ekki væri rétt að treysta útreikningum stofnunarinnar í blindni.FACT: when #Obamacare was signed, CBO estimated that 23M would be covered in 2017. They were off by 100%. Only 10.3M people are covered. pic.twitter.com/A7Kthh3gDQ— The White House (@WhiteHouse) June 26, 2017 Hvíta húsið beitti einnig sömu rökum í aðdraganda kosningar um fyrra frumvarpið í fulltrúadeild þingsins. Sérfræðingar hafa hins vegar bent á að CBO hafði nokkuð rétt fyrir sér varðandi Obamacare. McConnell hefur samkvæmt Washington Post sagt að enn sé hægt að semja um frumvarpið, sem skrifað var á bakvið luktar dyr og hefur fengið litla sem enga umræðu, og breyta því. „Bandaríska þjóðin þarf betri umönnun nú þegar og þetta frumvarp inniheldur tólin til þess að útvega þá umönnun,“ sagði hann. Charles E. Schumer, leiðtogi minnihlutans, segir hins vegar að sama hvað brúnir frumvarpsins yrðu slípaðar yrði það áfram meingallað. Það er ljóst að mikið verk bíður McConnell ætli hann sér að koma frumvarpinu í gegn. Um er að ræða eitt stærsta kosningaloforð Trump, sem lofaði því að fella Obamacare. Frumvörpin tvö sem hafa verið lögð fram síðan hann varð forseti eru þó ekki í samræmi við þau loforð sem forsetinn setti fram. Trump virðist pirraður á því hve illa hefur gengið að koma breytingum á kerfinu í gegnum þingið og hefur hann gagnrýnt demókrata ítrekað fyrir að vilja ekki hjálpa nýja frumvarpinu að komast í gegn. Hann hefur jafnvel gefið í skyn að réttast væri að gera ekki neitt og láta sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna hrynja.Republican Senators are working very hard to get there, with no help from the Democrats. Not easy! Perhaps just let OCare crash & burn!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 26, 2017 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Heilbrigðisfrumvarp öldungaþingmanna Repúblikanaflokksins virðist í töluverði hættu. Nokkrir þingmenn flokksins hafa gefið út að þeir muni ekki kjósa með frumvarpinu eftir að úttekt var gerð á áhrifum þess. Samkvæmt hinni óháðu stofnun Congressional Budget Office, mun frumvarpið leiða til þess að 22 milljónir manna muni missa tryggingar sínar fyrir árið 2026. Þá er talið að frumvarpið muni koma verulega niður á öldruðu, veiku og fátæku fólki. Tveir öldungaþingmenn, þau Susan Collins og Rand Paul, sögðu í gær, eftir að niðurstaða CBO var birt, að þeir myndu kjósa gegn því að taka frumvarpið til umræðu á þinginu. Þriðji þingmaðurinn hafði áður gefið út sambærilega tilkynningu og sá fjórði hefur, samkvæmt New York Times, einnig gefið í skyn að hann muni ekki styðja það. „Það er verra að samþykkja vont frumvarp en ekkert frumvarp,“ sagði Rand Paul.Collins sagðist vilja laga það sem væri að núverandi heilbrigðislögum, svokölluðum Obamacare, en ljóst væri að hið nýja frumvarp gerði það ekki.Naumur meirihluti virðist ekki ætla að duga Þingmenn repúblikana á öldungaþinginu eru 52 á móti 48 þingmönnum demókrata og því er ljóst að erfitt verður fyrir Mitch McConnell, leiðtoga meirihlutans, að koma frumvarpi sínu í gegn. Sjö ára tilraunir repúblikana til þess að binda endi á Obamacare virðist því enn einu sinni vera í hættu.Samkvæmt niðurstöðum CBO yrðu alls 49 milljónir manna án tryggingar í Bandaríkjunum árið 2026. Miðað við núverandi lög er áætlað að sú tala verði 28 milljónir. Kostnaður ríkisins myndi minnka um 321 milljarða dala á því tímabili, miðað við hvernig lögin eru í dag. Þar af skiptir mestu að skorið yrði niður um 772 milljarða í sjúkra- og heilbrigðistryggingum fyrir hina efnaminni. Þá myndi frumvarpið einnig lækka skatttekjur ríkisins um 408 milljarða dala. Verði frumvarpið að lögum telur CBO að tryggingar fólks sem glímir við mikil veikindi og aldraðs fólks muni hækka verulega Demókratar hafa lýst frumvarpinu á þann veg að repúblikanar vilji taka tryggingar af fátæku fólki, til að lækka skatta hinna ríku.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hyllti fyrra frumvarpi sem samþykkt var af fulltrúadeild þingsins fyrr á árinu, en virðist hafa skipt um skoðun. Hann hefur nú sagt að heilbrigðisfrumvarpið sé „illkvittið“. Það gerði hann fyrst á fundi sínum með þingmönnum og hefur hann endurtekið það opinberlega og nú síðast á sunnudaginn. Hvíta húsið hefur ítrekað reynt að draga úr trúverðugleika CBO. Í tilkynningu í gær sögðu starfsmenn Trump að stofnunin hefði ítrekað misheppnast að reikna rétt út áhrif löggjafar á heilbrigðismarkaðinn. Ekki væri rétt að treysta útreikningum stofnunarinnar í blindni.FACT: when #Obamacare was signed, CBO estimated that 23M would be covered in 2017. They were off by 100%. Only 10.3M people are covered. pic.twitter.com/A7Kthh3gDQ— The White House (@WhiteHouse) June 26, 2017 Hvíta húsið beitti einnig sömu rökum í aðdraganda kosningar um fyrra frumvarpið í fulltrúadeild þingsins. Sérfræðingar hafa hins vegar bent á að CBO hafði nokkuð rétt fyrir sér varðandi Obamacare. McConnell hefur samkvæmt Washington Post sagt að enn sé hægt að semja um frumvarpið, sem skrifað var á bakvið luktar dyr og hefur fengið litla sem enga umræðu, og breyta því. „Bandaríska þjóðin þarf betri umönnun nú þegar og þetta frumvarp inniheldur tólin til þess að útvega þá umönnun,“ sagði hann. Charles E. Schumer, leiðtogi minnihlutans, segir hins vegar að sama hvað brúnir frumvarpsins yrðu slípaðar yrði það áfram meingallað. Það er ljóst að mikið verk bíður McConnell ætli hann sér að koma frumvarpinu í gegn. Um er að ræða eitt stærsta kosningaloforð Trump, sem lofaði því að fella Obamacare. Frumvörpin tvö sem hafa verið lögð fram síðan hann varð forseti eru þó ekki í samræmi við þau loforð sem forsetinn setti fram. Trump virðist pirraður á því hve illa hefur gengið að koma breytingum á kerfinu í gegnum þingið og hefur hann gagnrýnt demókrata ítrekað fyrir að vilja ekki hjálpa nýja frumvarpinu að komast í gegn. Hann hefur jafnvel gefið í skyn að réttast væri að gera ekki neitt og láta sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna hrynja.Republican Senators are working very hard to get there, with no help from the Democrats. Not easy! Perhaps just let OCare crash & burn!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 26, 2017
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira