Þrír fréttamenn hætta hjá CNN vegna fréttar um Trump og Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2017 10:14 Anthony Scaramucci tók afsökunarbeiðni CNN vel og sagði fréttastöðina hafa gert það rétta í stöðunni. Vísir/EPA Bandaríska sjónvarpsfréttastöðin CNN hefur samþykkt uppsagnir þriggja fréttamanna vegna fréttar um rannsókn á fundi samstarfsmanns Donalds Trump með framkvæmdastjóra rússnesks fjárfestingasjóðs. CNN dró frétt sína til baka þegar í ljós kom að veigamikil atriði stóðust ekki. Fréttin fjallaði um að Anthony Scaramucci, sem vann að undibúningi valdatöku Trump, væri til rannsóknar hjá leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings vegna fundar sem hann átti með framkvæmdastjóra rússneska fjárfestingasjóðsins Direct Investment Fund (RDIF). Í ljós kom hins vegar að sjóðurinn var ekki hluti af rússneska bankanum Vnesheconombank eins og fullyrt hafði verið í frétt CNN fimmtudaginn 22. júní. Washington Post segir að þetta hafi skipt verulegu máli þar sem Vnesheconombank er á lista fjármálastofnana sem bandarísk stjórnvöld beita refsiaðgerðum.Stóðst ekki ritstjórnarleg viðmið CNNEftir að aðrir miðlar eins og öfgahægrisíðan Breitbart og rússneska fréttasíðan Sputnik höfðu birt fréttir um að ekkert væri hæft í frétt CNN dró sjónvarpsstöðin hana til baka á föstudag, meðal annars með þeim orðum að hún hefði ekk staðist ritstjórnarleg viðmið CNN. Bað stöðin Scaramucci afsökunar á fréttinni.The Guardian segir að ekki sé ljóst hvað var nákvæmlega rangt í fréttinni eða hvort að CNN muni halda áfram að fjalla um málið. Í kjölfarið samþykkti CNN uppsagnir þriggja fréttamanna sem unnu að fréttinni: Thomas Frank, fréttamannsins sem vann fréttina, Erics Lichtblau, aðstoðarritstjóra Washington-skrifstofu CNN og Lex Harris, yfirmanns rannsóknarteymis CNN. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað sakað CNN um að birta gervifréttir um sig, oft þó vegna frétta sem hafa reynst fullkomlega réttar. Donald Trump Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Bandaríska sjónvarpsfréttastöðin CNN hefur samþykkt uppsagnir þriggja fréttamanna vegna fréttar um rannsókn á fundi samstarfsmanns Donalds Trump með framkvæmdastjóra rússnesks fjárfestingasjóðs. CNN dró frétt sína til baka þegar í ljós kom að veigamikil atriði stóðust ekki. Fréttin fjallaði um að Anthony Scaramucci, sem vann að undibúningi valdatöku Trump, væri til rannsóknar hjá leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings vegna fundar sem hann átti með framkvæmdastjóra rússneska fjárfestingasjóðsins Direct Investment Fund (RDIF). Í ljós kom hins vegar að sjóðurinn var ekki hluti af rússneska bankanum Vnesheconombank eins og fullyrt hafði verið í frétt CNN fimmtudaginn 22. júní. Washington Post segir að þetta hafi skipt verulegu máli þar sem Vnesheconombank er á lista fjármálastofnana sem bandarísk stjórnvöld beita refsiaðgerðum.Stóðst ekki ritstjórnarleg viðmið CNNEftir að aðrir miðlar eins og öfgahægrisíðan Breitbart og rússneska fréttasíðan Sputnik höfðu birt fréttir um að ekkert væri hæft í frétt CNN dró sjónvarpsstöðin hana til baka á föstudag, meðal annars með þeim orðum að hún hefði ekk staðist ritstjórnarleg viðmið CNN. Bað stöðin Scaramucci afsökunar á fréttinni.The Guardian segir að ekki sé ljóst hvað var nákvæmlega rangt í fréttinni eða hvort að CNN muni halda áfram að fjalla um málið. Í kjölfarið samþykkti CNN uppsagnir þriggja fréttamanna sem unnu að fréttinni: Thomas Frank, fréttamannsins sem vann fréttina, Erics Lichtblau, aðstoðarritstjóra Washington-skrifstofu CNN og Lex Harris, yfirmanns rannsóknarteymis CNN. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað sakað CNN um að birta gervifréttir um sig, oft þó vegna frétta sem hafa reynst fullkomlega réttar.
Donald Trump Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira