Logi er fullkominn fyrir þetta Víkingslið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júní 2017 06:00 Logi hefur hleypt nýju blóði í lið Víkinga. vísir/stefán Gengi Víkings R. hefur tekið stakkaskiptum eftir að Logi Ólafsson sneri aftur á fornar slóðir og tók við þjálfun liðsins af Milos Milojevic 24. maí síðastliðinn. Þá sátu Víkingar í 9. sæti Pepsi-deildarinnar með þrjú stig eftir fjórar umferðir. Núna, rúmum mánuði síðar, er Víkingur í 5. sæti deildarinnar með 14 stig, jafn mörg og Stjarnan og FH. Síðan Logi við stjórnartaumunum í Víkinni hefur ekkert lið í Pepsi-deildinni náð í fleiri stig (11) en Víkingar. En hverju hefur Logi breytt hjá Víkingi á þessum eina mánuði í starfi? „Ég held að Logi hafi fyrst og síðast komið með ákveðinn aga. Þetta er kannski blanda af agaðri varnarleik og betri liðsheild. Ég held að Logi hafi verið fullkominn fyrir þetta Víkingslið. Það þurfti einhvern sem lyfti þeim aðeins upp, færði þeim sjálfstraust og gerði þá að heilsteyptu liði. Þetta virðist vera vinnustaður þar sem mönnum líður vel,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, einn sérfræðinga Pepsi-markanna á Stöð 2 Sport. „Eins og staðan er núna lítur þetta hrikalega vel út. Val Víkinga á eftirmanni Milosar virðist hafa heppnast álíka vel og þegar KR réði Willum [Þór Þórsson] í fyrra,“ bætti Óskar Hrafn við. Logi er með skemmtilegri mönnum og landsþekktur fyrir sína kímnigáfu. Óskar Hrafn segir það þó rangt að líta á Loga sem einhvern sprellikall. „Hann er skemmtilegur maður en á sama tíma enginn trúður sem þjálfari. En það er ákveðinn léttleiki í kringum hann sem persónu og það hjálpaði til því maður hafði það á tilfinningunni að andrúmsloftið væri orðið svolítið þungt og þrúgað,“ sagði Óskar Hrafn. „Innan vallar er kominn meiri agi og festa og Logi nær því besta úr mönnum sem virðist líða rosalega vel í Víkinni í dag. Og það er algjört frumskilyrði fyrir því að spila vel og vinna leiki.“ Logi hefur ekki þjálfað frá því hann var látinn fara frá Stjörnunni haustið 2013. Hann hefur talað um að hann vildi enda þjálfaraferilinn á annan og betri hátt og fékk tækifæri til þess hjá Víkingi, sama félagi og gaf honum fyrsta tækifærið til að þjálfa meistaraflokk karla árið 1990. Ári síðar gerði hann Víkinga að Íslandsmeisturum. „Logi, með þann árangur sem hann hefur náð í gegnum tíðina, hefur auðvitað alltaf eitthvað að sanna. Hann er að verja ákveðinn orðstír og árangur sem hann hefur náð,“ sagði Óskar Hrafn sem telur að Logi hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann valdi Bjarna Guðjónsson sem sinn aðstoðarmann. „Þeir virðast ná mjög vel saman og Bjarni á örugglega sinn þátt í því að búa til þetta ljómandi fína andrúmslofti sem virðist vera í Víkinni.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
Gengi Víkings R. hefur tekið stakkaskiptum eftir að Logi Ólafsson sneri aftur á fornar slóðir og tók við þjálfun liðsins af Milos Milojevic 24. maí síðastliðinn. Þá sátu Víkingar í 9. sæti Pepsi-deildarinnar með þrjú stig eftir fjórar umferðir. Núna, rúmum mánuði síðar, er Víkingur í 5. sæti deildarinnar með 14 stig, jafn mörg og Stjarnan og FH. Síðan Logi við stjórnartaumunum í Víkinni hefur ekkert lið í Pepsi-deildinni náð í fleiri stig (11) en Víkingar. En hverju hefur Logi breytt hjá Víkingi á þessum eina mánuði í starfi? „Ég held að Logi hafi fyrst og síðast komið með ákveðinn aga. Þetta er kannski blanda af agaðri varnarleik og betri liðsheild. Ég held að Logi hafi verið fullkominn fyrir þetta Víkingslið. Það þurfti einhvern sem lyfti þeim aðeins upp, færði þeim sjálfstraust og gerði þá að heilsteyptu liði. Þetta virðist vera vinnustaður þar sem mönnum líður vel,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, einn sérfræðinga Pepsi-markanna á Stöð 2 Sport. „Eins og staðan er núna lítur þetta hrikalega vel út. Val Víkinga á eftirmanni Milosar virðist hafa heppnast álíka vel og þegar KR réði Willum [Þór Þórsson] í fyrra,“ bætti Óskar Hrafn við. Logi er með skemmtilegri mönnum og landsþekktur fyrir sína kímnigáfu. Óskar Hrafn segir það þó rangt að líta á Loga sem einhvern sprellikall. „Hann er skemmtilegur maður en á sama tíma enginn trúður sem þjálfari. En það er ákveðinn léttleiki í kringum hann sem persónu og það hjálpaði til því maður hafði það á tilfinningunni að andrúmsloftið væri orðið svolítið þungt og þrúgað,“ sagði Óskar Hrafn. „Innan vallar er kominn meiri agi og festa og Logi nær því besta úr mönnum sem virðist líða rosalega vel í Víkinni í dag. Og það er algjört frumskilyrði fyrir því að spila vel og vinna leiki.“ Logi hefur ekki þjálfað frá því hann var látinn fara frá Stjörnunni haustið 2013. Hann hefur talað um að hann vildi enda þjálfaraferilinn á annan og betri hátt og fékk tækifæri til þess hjá Víkingi, sama félagi og gaf honum fyrsta tækifærið til að þjálfa meistaraflokk karla árið 1990. Ári síðar gerði hann Víkinga að Íslandsmeisturum. „Logi, með þann árangur sem hann hefur náð í gegnum tíðina, hefur auðvitað alltaf eitthvað að sanna. Hann er að verja ákveðinn orðstír og árangur sem hann hefur náð,“ sagði Óskar Hrafn sem telur að Logi hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann valdi Bjarna Guðjónsson sem sinn aðstoðarmann. „Þeir virðast ná mjög vel saman og Bjarni á örugglega sinn þátt í því að búa til þetta ljómandi fína andrúmslofti sem virðist vera í Víkinni.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira