Fyrrverandi kosningastjóri Trump þáði milljónir frá flokki vilhöllum Rússum Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2017 12:03 Paul Manafort hefur unnið sem málafylgjumaður fyrir vafasama erlenda einstaklinga um árabil. Vísir/EPA Ráðgjafarfyrirtæki Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, þáði 17,1 milljón dollara frá úkraínskum stjórnmálaflokki sem er hallur undir Rússa yfir tveggja ára tímabil. Fyrirtækið hefur látið skrá sig sem útsendara erlends ríkis afturvirkt. Tengsl Manafort við Rússland eru á meðal þess sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, skoðar nú. Manafort er annar náinn bandamaður Trump sem hefur skráð sig sem útsendari erlends ríkis en áður þurfti Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi, að gefa upp störf sín í þágu Tyrklands. Manafort vann að því að hafa áhrif á stefnu bandarískra stjórnvalda í garð Úkraínu fyrir Héraðsflokkinn samkvæmt frétt Washington Post. Hann var ráðgjafi Viktors Janúkovitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu, sem flúði til Rússlands árið 2014. Bandarísk lög kveða á um að þeir sem starfa fyrir erlendar ríkisstjórnir eða flokka í Bandaríkjunum þurfa að gefa það upp opinberlega og skrá sig sem útsendara erlendra ríkja.Hætti eftir ásakanir um vafasamar greiðslur í ÚkraínuManafort tók við forystu forsetaframboðs Trump vorið 2016 en hætti í ágúst eftir fréttir um að um nafn hans hefði komið fyrir í skrá sem fannst yfir óuppgefnar milljóna dollara greiðslur Héraðsflokksins í Kænugarði. Hann hefur neitað því að hafa gert nokkuð saknæmt. Auk úkraínska flokksins hefur Manafort unnið fyrir erlenda harðstjóra í gegnum tíðina, þar á meðal Ferdinand Marcos, fyrrverandi forseta Filippseyja, og Jonas Savimbi, angólska skæruliðaforingjann. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Rússar ætluðu að hafa áhrif á stefnu Trump í gegnum ráðgjafa hans Bandarískir njósnarar fengu síðasta sumar upplýsingar um að rússneskir embættismenn og stjórnmálamenn ræddu hvernig þeir gætu haft áhrif á Trump í gegnum þá Paul Manafort og Michael Flynn. 24. maí 2017 23:14 Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa. 19. maí 2017 21:13 Manafort ræðir við þingið Hefur samþykkt að bera vitni vegna rannsóknarinnar á tengslum Trump og Rússa. 24. mars 2017 15:14 Manafort hættur í kosningaliði Trump Paul Manafort, formaður forsetaframboðs Donalds Trump, hefur látið af störfum. 19. ágúst 2016 14:26 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Ráðgjafarfyrirtæki Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, þáði 17,1 milljón dollara frá úkraínskum stjórnmálaflokki sem er hallur undir Rússa yfir tveggja ára tímabil. Fyrirtækið hefur látið skrá sig sem útsendara erlends ríkis afturvirkt. Tengsl Manafort við Rússland eru á meðal þess sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, skoðar nú. Manafort er annar náinn bandamaður Trump sem hefur skráð sig sem útsendari erlends ríkis en áður þurfti Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi, að gefa upp störf sín í þágu Tyrklands. Manafort vann að því að hafa áhrif á stefnu bandarískra stjórnvalda í garð Úkraínu fyrir Héraðsflokkinn samkvæmt frétt Washington Post. Hann var ráðgjafi Viktors Janúkovitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu, sem flúði til Rússlands árið 2014. Bandarísk lög kveða á um að þeir sem starfa fyrir erlendar ríkisstjórnir eða flokka í Bandaríkjunum þurfa að gefa það upp opinberlega og skrá sig sem útsendara erlendra ríkja.Hætti eftir ásakanir um vafasamar greiðslur í ÚkraínuManafort tók við forystu forsetaframboðs Trump vorið 2016 en hætti í ágúst eftir fréttir um að um nafn hans hefði komið fyrir í skrá sem fannst yfir óuppgefnar milljóna dollara greiðslur Héraðsflokksins í Kænugarði. Hann hefur neitað því að hafa gert nokkuð saknæmt. Auk úkraínska flokksins hefur Manafort unnið fyrir erlenda harðstjóra í gegnum tíðina, þar á meðal Ferdinand Marcos, fyrrverandi forseta Filippseyja, og Jonas Savimbi, angólska skæruliðaforingjann.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Rússar ætluðu að hafa áhrif á stefnu Trump í gegnum ráðgjafa hans Bandarískir njósnarar fengu síðasta sumar upplýsingar um að rússneskir embættismenn og stjórnmálamenn ræddu hvernig þeir gætu haft áhrif á Trump í gegnum þá Paul Manafort og Michael Flynn. 24. maí 2017 23:14 Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa. 19. maí 2017 21:13 Manafort ræðir við þingið Hefur samþykkt að bera vitni vegna rannsóknarinnar á tengslum Trump og Rússa. 24. mars 2017 15:14 Manafort hættur í kosningaliði Trump Paul Manafort, formaður forsetaframboðs Donalds Trump, hefur látið af störfum. 19. ágúst 2016 14:26 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Rússar ætluðu að hafa áhrif á stefnu Trump í gegnum ráðgjafa hans Bandarískir njósnarar fengu síðasta sumar upplýsingar um að rússneskir embættismenn og stjórnmálamenn ræddu hvernig þeir gætu haft áhrif á Trump í gegnum þá Paul Manafort og Michael Flynn. 24. maí 2017 23:14
Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa. 19. maí 2017 21:13
Manafort ræðir við þingið Hefur samþykkt að bera vitni vegna rannsóknarinnar á tengslum Trump og Rússa. 24. mars 2017 15:14
Manafort hættur í kosningaliði Trump Paul Manafort, formaður forsetaframboðs Donalds Trump, hefur látið af störfum. 19. ágúst 2016 14:26