Í eldhúsi Evu: Grilluð nautalund með æðislegu kartöflusalati Eva Laufey skrifar 29. júní 2017 13:30 Þessi nautalund er ekkert að grínast. Eva Laufey Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að sumarréttinum sem allir þekkja, grillaðri nautalund með kartöflusalati. Grilluð nautalund 800 g nautalund ólífuolía salt og pipar steinselja Aðferð: Skerið nautalundina í jafn stóra bita, ca. 200 – 250 g á mann. Veltið kjötinu upp úr ólífuolíu, salti, pipar og smátt saxaðari steinselju. Grillið kjötið í ca. 4 mínútur á hvorri hlið en steikingartíminn fer vissulega eftir smekk. Leyfið kjötinu að hvíla í nokkrar mínútur áður en þið berið það fram. Ljúffengt kartöflusalat - fullkomið með grillmat 20 stk soðnar kartöflur 2 dl majónes – eða meira, fer eftir smekk 1 msk franskt sinnep 1 laukur 2 soðin egg ½ msk steinselja ½ msk graslaukur 1 tsk hunang 1 tsk sítrónupipar Salt, magn eftir smekkAðferð: Skerið forsoðnar kartöflur í bita, skerið eggin smátt og saxið lauk afar fínt. Bætið öllum hráefnum saman í skál og hrærið varlega, saxið niður ferska steinselja og graslauk og bætið við í lokin. Best er að kæla salatið í ca. 30 mínútur í kæli áður en það er borið fram. Sveppasósa 10 sveppir Smjör ½ villisveppaostur 250 ml rjómi ½ - 1 teningur nautakraftur salt og piparAðferð: Skerið sveppi og steikið upp úr smjöri, kryddið til með salti og pipar. Hellið rjómanum saman við ásamt smátt skornum villisveppaosti, lækkið hitann og leyfið ostinum að bráðna í rólegheitum í rjómanum á meðan þið hrærið í. Bætið nautakraftstening út í og kryddið eftir smekk með salti og pipar. Þegar sósan er orðin þykk er hún tilbúin og er bæði hægt að bera hana fram heita og kalda. Verði ykkur að góðu! Eva Laufey Grillréttir Kartöflusalat Nautakjöt Sósur Uppskriftir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning
Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að sumarréttinum sem allir þekkja, grillaðri nautalund með kartöflusalati. Grilluð nautalund 800 g nautalund ólífuolía salt og pipar steinselja Aðferð: Skerið nautalundina í jafn stóra bita, ca. 200 – 250 g á mann. Veltið kjötinu upp úr ólífuolíu, salti, pipar og smátt saxaðari steinselju. Grillið kjötið í ca. 4 mínútur á hvorri hlið en steikingartíminn fer vissulega eftir smekk. Leyfið kjötinu að hvíla í nokkrar mínútur áður en þið berið það fram. Ljúffengt kartöflusalat - fullkomið með grillmat 20 stk soðnar kartöflur 2 dl majónes – eða meira, fer eftir smekk 1 msk franskt sinnep 1 laukur 2 soðin egg ½ msk steinselja ½ msk graslaukur 1 tsk hunang 1 tsk sítrónupipar Salt, magn eftir smekkAðferð: Skerið forsoðnar kartöflur í bita, skerið eggin smátt og saxið lauk afar fínt. Bætið öllum hráefnum saman í skál og hrærið varlega, saxið niður ferska steinselja og graslauk og bætið við í lokin. Best er að kæla salatið í ca. 30 mínútur í kæli áður en það er borið fram. Sveppasósa 10 sveppir Smjör ½ villisveppaostur 250 ml rjómi ½ - 1 teningur nautakraftur salt og piparAðferð: Skerið sveppi og steikið upp úr smjöri, kryddið til með salti og pipar. Hellið rjómanum saman við ásamt smátt skornum villisveppaosti, lækkið hitann og leyfið ostinum að bráðna í rólegheitum í rjómanum á meðan þið hrærið í. Bætið nautakraftstening út í og kryddið eftir smekk með salti og pipar. Þegar sósan er orðin þykk er hún tilbúin og er bæði hægt að bera hana fram heita og kalda. Verði ykkur að góðu!
Eva Laufey Grillréttir Kartöflusalat Nautakjöt Sósur Uppskriftir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning