Endurskoða tillögu um þjónustumiðstöð við Seljalandsfoss Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 28. júní 2017 20:00 Meðal þess sem hefur verið gagnrýnt er sjónmengun sem þjónustumiðstöðin hefði í för með sér á upphaflegum stað, á móti fossinum. Vísir/Vilhelm Tillaga sveitastjórnar og skipulagsnefndar Rangárþings eystra um að þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn á milli Gljúfrabúa og Seljalandsfoss hefur verið endurskoðuð. Anton Kári Halldórsson, skipulagsfulltrúi Rangárþings eystra, segir að tillagan hafi ekki verið tekin öll til baka. Stór hluti áætlunarinnar um aðgengismál og stígamál standi enn, en meðal þess sem verið er að endurskoða er staðsetning og stærð þjónustumiðstöðvarinnar.Aðstandendur Verndum Seljalandsfoss, sýna fram á sjónmengun þjónustumiðstöðvarinnar í myndbandi sem sýnir staðsetningu hennar.SkjáskotUmfang minnkað Upphaflega átti þjónustumiðstöðin að vera um 7 metra há og 2000 fermetrar að stærð en verið er að skoða það að minnka umfang hennar. Anton segir hins vegar ekkert vera staðfest enn þá. „Málið er enn í fullri vinnslu hjá okkur. Við vorum búin að afgreiða það til Skipulagsstofnunar en í ljósi aðstæðna og þess háttar; að koma til móts við athugasemdir og annað, ákváðum við að vinna það aðeins meira. Við erum að vinna í aðeins breyttri tillögu sem við erum svo að fara að kynna fyrir landeigendum og óska eftir aðkomu þeirra og eigum fund með Skipulagsstofnun og Umhverfisstofnun í næstu viku,“ segir Anton Kári.Umdeilt og harðlega gagnrýnt Skipulagið var umdeilt meðal íbúa svæðisins sem og náttúruverndarsinna sem vitnuðu í náttúruverndarlög þess efnis að ekki mætti spilla sýn að fossi. Taldi fólkið að umrædd þjónustumiðstöð myndi vega að útsýni frá fossinum sem og að honum. Aðstandendur hópsins Verndum Seljalandsfoss hafa meðal annars útbúið myndband sem sýnir hvernig upphafleg tillaga gæti litið út. Þar er meðal annars stungið upp á annarri staðsetningu hjá Brekkuhorni. „Sú tillaga var uppi á sínum tíma þegar við vorum að bera saman ákveðna kosti. Mönnum þóknaðist hún ekki út af ásýndarmálum. Þá er hún í forgrunni á svæðinu og nánast ofan í fossinum sjálfum þannig að hún kemur ekki til greina,“ segir Anton og bendir á að það sé ekki komin nein sérstök hugmynd um staðsetningu þjónustumiðstöðvarinnar. Hins vegar hafi komið upp tillögur að færa miðstöðina norðar og austar, úr sjónlínu frá fossinum. Umhverfismál Tengdar fréttir Rauði bragginn gefur „mjög svo ranga mynd“ af þjónustumiðstöðinni Byggingar- og skipulagsfulltrúi Rangárþings eystra minnir á að engin drög séu til um hönnun nýrrar þjónustumiðstöðvar við Seljalandsfoss. 9. maí 2017 11:53 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira
Tillaga sveitastjórnar og skipulagsnefndar Rangárþings eystra um að þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn á milli Gljúfrabúa og Seljalandsfoss hefur verið endurskoðuð. Anton Kári Halldórsson, skipulagsfulltrúi Rangárþings eystra, segir að tillagan hafi ekki verið tekin öll til baka. Stór hluti áætlunarinnar um aðgengismál og stígamál standi enn, en meðal þess sem verið er að endurskoða er staðsetning og stærð þjónustumiðstöðvarinnar.Aðstandendur Verndum Seljalandsfoss, sýna fram á sjónmengun þjónustumiðstöðvarinnar í myndbandi sem sýnir staðsetningu hennar.SkjáskotUmfang minnkað Upphaflega átti þjónustumiðstöðin að vera um 7 metra há og 2000 fermetrar að stærð en verið er að skoða það að minnka umfang hennar. Anton segir hins vegar ekkert vera staðfest enn þá. „Málið er enn í fullri vinnslu hjá okkur. Við vorum búin að afgreiða það til Skipulagsstofnunar en í ljósi aðstæðna og þess háttar; að koma til móts við athugasemdir og annað, ákváðum við að vinna það aðeins meira. Við erum að vinna í aðeins breyttri tillögu sem við erum svo að fara að kynna fyrir landeigendum og óska eftir aðkomu þeirra og eigum fund með Skipulagsstofnun og Umhverfisstofnun í næstu viku,“ segir Anton Kári.Umdeilt og harðlega gagnrýnt Skipulagið var umdeilt meðal íbúa svæðisins sem og náttúruverndarsinna sem vitnuðu í náttúruverndarlög þess efnis að ekki mætti spilla sýn að fossi. Taldi fólkið að umrædd þjónustumiðstöð myndi vega að útsýni frá fossinum sem og að honum. Aðstandendur hópsins Verndum Seljalandsfoss hafa meðal annars útbúið myndband sem sýnir hvernig upphafleg tillaga gæti litið út. Þar er meðal annars stungið upp á annarri staðsetningu hjá Brekkuhorni. „Sú tillaga var uppi á sínum tíma þegar við vorum að bera saman ákveðna kosti. Mönnum þóknaðist hún ekki út af ásýndarmálum. Þá er hún í forgrunni á svæðinu og nánast ofan í fossinum sjálfum þannig að hún kemur ekki til greina,“ segir Anton og bendir á að það sé ekki komin nein sérstök hugmynd um staðsetningu þjónustumiðstöðvarinnar. Hins vegar hafi komið upp tillögur að færa miðstöðina norðar og austar, úr sjónlínu frá fossinum.
Umhverfismál Tengdar fréttir Rauði bragginn gefur „mjög svo ranga mynd“ af þjónustumiðstöðinni Byggingar- og skipulagsfulltrúi Rangárþings eystra minnir á að engin drög séu til um hönnun nýrrar þjónustumiðstöðvar við Seljalandsfoss. 9. maí 2017 11:53 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira
Rauði bragginn gefur „mjög svo ranga mynd“ af þjónustumiðstöðinni Byggingar- og skipulagsfulltrúi Rangárþings eystra minnir á að engin drög séu til um hönnun nýrrar þjónustumiðstöðvar við Seljalandsfoss. 9. maí 2017 11:53