Látum aldrei spunann af hendi Magnús Guðmundsson skrifar 29. júní 2017 13:00 Gro Bjørnes söngkona og Andreas Dreier bassaleikari sem leiðir sveitina sem spilar á Jómfrúnni á laugardaginn. Sumartónleikar Jómfrúarinnar við Lækjargötu njóta alltaf mikilla vinsælda enda nánast óbrigðult að þar ríki létt og skemmtileg stemning. Ef vel viðrar er það dálítið eins og að bregða sér til Kaupmannahafnar eitt síðdegi að næla sér í sæti í bakgarðinum á Jómfrúnni og láta djassinn flæða yfir sig. Næsta laugardag mun einmitt ákaflega skandinavískur andi svífa yfir vötnum en þá mætir norski bassaleikarinn Andreas Dreier með sveit sína en hana skipa á Íslandi auk hans þau Gro Bjørnes söngkona, Sigurður Flosason saxófónleikari, Einar Scheving trommuleikari og Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleikari. Tengsl Andreasar Dreier við Ísland liggja einmitt í gegnum Andrés Þór gítarleikara en hann segir að leiðir þeirra félaga hafi einmitt fyrst legið saman þegar þeir voru báðir við nám í Hollandi. „Við náðum strax vel saman þarna í Hollandi og ég spilaði inn á fyrstu plötuna hans með honum og svo setti ég saman norrænan kvartett sem hann spilaði í. Við spiluðum hér á Jazzhátíð, í Noregi og víðar. Andreas gerði svo plötu á síðasta ári til heiðurs sænsku söngkonunni Monicu Zetterlund og ég spilaði einnig inn á þá plötu. Þetta er tónlistin sem við erum að fara að flytja í garðinum á Jómfrúnni á laugardaginn þannig að það verður virkilega skandinavísk stemning.“Andrés Þór, Gro Bjørnes og Andreas Dreier eftir tónleika fyrir skömmu.Andrés Þór segir að verkefnavalið ráðist þó fyrst og fremst af miklum áhuga Andreasar á tónlist Monicu Zetterlund. „Hann og Gro Bjørnes söngkonu langaði til þess að gera þessa plötu til þess að hylla tónlist Zetterlund sem er vissulega stórt íkon í heimi djassins.“ En eru þetta þá svona hefðbundnir tribute tónleikar eða er lagt út frá hennar tónlist? „Þetta er svona hvort tveggja. Að miklu leyti sækjum við í einhverjar útsetningar og nálganir á lögin frá henni en svo er líka eitthvað sem kemur með einhverju frumkvæði frá okkur spilurunum og eins frá Andrea og Gro svona í þeirra nálgun. Samsetningin á bandinu er líka þannig að þetta er svona bæði og eins og þar stendur. Þessi spunaútgangspunktur er alltaf nálægur og mikið atriði í þessari tónlist og það er eitthvað sem við látum ekki af hendi.“ Andrés Þór segir að það sé alltaf eitthvað um það að íslenskir djasstónlistarmenn séu að spila á Norðurlöndunum og að sjálfur hafi hann helst spilað í Noregi af og til. „Þetta snýst nú helst um tengingar og samstarfsmenn.“ En er þetta frábrugðið því að spila hérna heima? „Það er þá helst bara að senurnar eru stærri og svo er fjölbreytnin meiri en það er ekkert stórkostlega meira. Helst að það sé meira af góðum djassklúbbum og aðgengið að tónlistinni því gott.“ Andrés Þór var staddur á Spáni þegar náðist í hann en hann segir þó léttur að það þurfi þó enginn að hafa áhyggjur af því að ekki gefist tími til æfinga. „Ég kann þetta. Er reyndar að koma á föstudaginn og við æfum á föstudagskvöld og laugardagsmorgun, auk þess að hafa spilað þetta oft saman áður og undirbúningurinn hefur verið heilmikill. Þannig að við verðum alveg klár í slaginn þegar þar að kemur.“ Tónleikarnir fara fram á Jómfrúartorginu. Þeir hefjast kl. 15 og standa til kl. 17. Aðgangur er ókeypis.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. júní. Menning Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
Sumartónleikar Jómfrúarinnar við Lækjargötu njóta alltaf mikilla vinsælda enda nánast óbrigðult að þar ríki létt og skemmtileg stemning. Ef vel viðrar er það dálítið eins og að bregða sér til Kaupmannahafnar eitt síðdegi að næla sér í sæti í bakgarðinum á Jómfrúnni og láta djassinn flæða yfir sig. Næsta laugardag mun einmitt ákaflega skandinavískur andi svífa yfir vötnum en þá mætir norski bassaleikarinn Andreas Dreier með sveit sína en hana skipa á Íslandi auk hans þau Gro Bjørnes söngkona, Sigurður Flosason saxófónleikari, Einar Scheving trommuleikari og Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleikari. Tengsl Andreasar Dreier við Ísland liggja einmitt í gegnum Andrés Þór gítarleikara en hann segir að leiðir þeirra félaga hafi einmitt fyrst legið saman þegar þeir voru báðir við nám í Hollandi. „Við náðum strax vel saman þarna í Hollandi og ég spilaði inn á fyrstu plötuna hans með honum og svo setti ég saman norrænan kvartett sem hann spilaði í. Við spiluðum hér á Jazzhátíð, í Noregi og víðar. Andreas gerði svo plötu á síðasta ári til heiðurs sænsku söngkonunni Monicu Zetterlund og ég spilaði einnig inn á þá plötu. Þetta er tónlistin sem við erum að fara að flytja í garðinum á Jómfrúnni á laugardaginn þannig að það verður virkilega skandinavísk stemning.“Andrés Þór, Gro Bjørnes og Andreas Dreier eftir tónleika fyrir skömmu.Andrés Þór segir að verkefnavalið ráðist þó fyrst og fremst af miklum áhuga Andreasar á tónlist Monicu Zetterlund. „Hann og Gro Bjørnes söngkonu langaði til þess að gera þessa plötu til þess að hylla tónlist Zetterlund sem er vissulega stórt íkon í heimi djassins.“ En eru þetta þá svona hefðbundnir tribute tónleikar eða er lagt út frá hennar tónlist? „Þetta er svona hvort tveggja. Að miklu leyti sækjum við í einhverjar útsetningar og nálganir á lögin frá henni en svo er líka eitthvað sem kemur með einhverju frumkvæði frá okkur spilurunum og eins frá Andrea og Gro svona í þeirra nálgun. Samsetningin á bandinu er líka þannig að þetta er svona bæði og eins og þar stendur. Þessi spunaútgangspunktur er alltaf nálægur og mikið atriði í þessari tónlist og það er eitthvað sem við látum ekki af hendi.“ Andrés Þór segir að það sé alltaf eitthvað um það að íslenskir djasstónlistarmenn séu að spila á Norðurlöndunum og að sjálfur hafi hann helst spilað í Noregi af og til. „Þetta snýst nú helst um tengingar og samstarfsmenn.“ En er þetta frábrugðið því að spila hérna heima? „Það er þá helst bara að senurnar eru stærri og svo er fjölbreytnin meiri en það er ekkert stórkostlega meira. Helst að það sé meira af góðum djassklúbbum og aðgengið að tónlistinni því gott.“ Andrés Þór var staddur á Spáni þegar náðist í hann en hann segir þó léttur að það þurfi þó enginn að hafa áhyggjur af því að ekki gefist tími til æfinga. „Ég kann þetta. Er reyndar að koma á föstudaginn og við æfum á föstudagskvöld og laugardagsmorgun, auk þess að hafa spilað þetta oft saman áður og undirbúningurinn hefur verið heilmikill. Þannig að við verðum alveg klár í slaginn þegar þar að kemur.“ Tónleikarnir fara fram á Jómfrúartorginu. Þeir hefjast kl. 15 og standa til kl. 17. Aðgangur er ókeypis.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. júní.
Menning Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira