Emil: Grét í símann eftir fyrstu æfinguna hjá Verona Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júní 2017 13:45 Emil í leik gegn Juventus. vísir/getty Emil Hallfreðsson og eiginkona hans, Ása Reginsdóttir, eru í viðtali við Eftir vinnu, fylgiriti Viðskiptablaðsins, þar sem þau ræða m.a. um dvölina á Ítalíu, framtíðarhorfur sínar og skortinn á umfjöllun um afrek Emils. Frá árinu 2007 hefur Emil spilað á Ítalíu, ef frá er talið eitt tímabil þar sem hann lék sem lánsmaður með Barnsley í ensku B-deildinni. Haustið 2010 var Hafnfirðingurinn lánaður til C-deildarliðsins Verona. Það reyndist mikið gæfuspor á ferli Emils þótt honum hafi ekki litist á blikuna í byrjun.Emil átti góðan tíma hjá Verona.vísir/gettyTók skref niður á við „Á þeim tíma sem ég fór til Verona var ég staddur á krefjandi stað á ferlinum og tók því í raun skref niður á við með þessari ákvörðun. Liðið var í þriðju deild og átti langt í land,“ segir Emil í viðtalinu. „Ég bókstaflega grét á línunni er ég talaði við umboðsmann minn eftir fyrstu æfinguna, mér leist svo illa á þetta. Áfram hélt ég þó, setti mér markmið persónulega og með liðinu og okkur fór að ganga betur og við unnum okkur hratt upp. Þetta reyndi mikið á andlegu hliðina en gerði það að verkum að ég þurfti að leggja mikið á mig. Sýna stöðugleika og þrautseigju því þarna hefði verið auðvelt að brotna.“ Eftir góð ár í Verona, þar sem bæði börn Emils og Ásu fæddust, fór hann til Udinese í ársbyrjun 2016. Emil unir hag sínum vel hjá Udinese. „Þessi klúbbur er alveg númeri stærri en þar sem ég var áður og mikið lagt upp úr öllu,“ segir Emil og bætir því við að Udinese sé mikið fjölskyldufélag. Emil hefur spilað við góðan orðstír í ítölsku úrvalsdeildinni undanfarin ár. Emil og Ása sakna meiri umfjöllunar um afrek hans.Emil í leik gegn Inter.vísir/gettyEngin umfjöllun um ítalska boltann „Frá því ég kynntist Emil er ég búin að fylgjast með honum ná markmiðum sínum á hverjum degi og hlusta á hann velta því fyrir sér hvað hann getur gert til að bæta sig á allan hátt, hvort sem það er úti á velli, í daglega lífinu, með réttri fæðu, meiri svefn, samskiptum við markþjálfa eða annað,“ segir Ása. „Þjálfarar hafa reynt að setja hann á bekkinn en hann endar samt alltaf sem mikilvægur byrjunarliðsmaður í sínu liði og þannig búið sér til frábæran fótboltaferil. Þannig að augljóslega er hann að gera eitthvað rétt. Og þetta gerir hann alveg einstakan að mínu mati og það er mikilvægt að unga fólkið kynnist svona góðum fyrirmyndum og læri af þeim. Að vera atvinnumaður í fótbolta er þrotlaus vinna.“ Emil furðar sig einnig á lítilli umfjöllun íslenskra fjölmiðla um sig og ítölsku úrvalsdeildina. „Það er engin umfjöllun um ítalska boltann á Íslandi. Enski boltinn er hins vegar „business“ sem er líka að hluta til skýringin á þessu,“ segir Emil. Ítalski boltinn Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Bournemouth - Chelsea | Gestirnir vilja svara fyrir sig Manchester City - Sunderland | Ferskir nýliðar á Etihad Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Sjá meira
Emil Hallfreðsson og eiginkona hans, Ása Reginsdóttir, eru í viðtali við Eftir vinnu, fylgiriti Viðskiptablaðsins, þar sem þau ræða m.a. um dvölina á Ítalíu, framtíðarhorfur sínar og skortinn á umfjöllun um afrek Emils. Frá árinu 2007 hefur Emil spilað á Ítalíu, ef frá er talið eitt tímabil þar sem hann lék sem lánsmaður með Barnsley í ensku B-deildinni. Haustið 2010 var Hafnfirðingurinn lánaður til C-deildarliðsins Verona. Það reyndist mikið gæfuspor á ferli Emils þótt honum hafi ekki litist á blikuna í byrjun.Emil átti góðan tíma hjá Verona.vísir/gettyTók skref niður á við „Á þeim tíma sem ég fór til Verona var ég staddur á krefjandi stað á ferlinum og tók því í raun skref niður á við með þessari ákvörðun. Liðið var í þriðju deild og átti langt í land,“ segir Emil í viðtalinu. „Ég bókstaflega grét á línunni er ég talaði við umboðsmann minn eftir fyrstu æfinguna, mér leist svo illa á þetta. Áfram hélt ég þó, setti mér markmið persónulega og með liðinu og okkur fór að ganga betur og við unnum okkur hratt upp. Þetta reyndi mikið á andlegu hliðina en gerði það að verkum að ég þurfti að leggja mikið á mig. Sýna stöðugleika og þrautseigju því þarna hefði verið auðvelt að brotna.“ Eftir góð ár í Verona, þar sem bæði börn Emils og Ásu fæddust, fór hann til Udinese í ársbyrjun 2016. Emil unir hag sínum vel hjá Udinese. „Þessi klúbbur er alveg númeri stærri en þar sem ég var áður og mikið lagt upp úr öllu,“ segir Emil og bætir því við að Udinese sé mikið fjölskyldufélag. Emil hefur spilað við góðan orðstír í ítölsku úrvalsdeildinni undanfarin ár. Emil og Ása sakna meiri umfjöllunar um afrek hans.Emil í leik gegn Inter.vísir/gettyEngin umfjöllun um ítalska boltann „Frá því ég kynntist Emil er ég búin að fylgjast með honum ná markmiðum sínum á hverjum degi og hlusta á hann velta því fyrir sér hvað hann getur gert til að bæta sig á allan hátt, hvort sem það er úti á velli, í daglega lífinu, með réttri fæðu, meiri svefn, samskiptum við markþjálfa eða annað,“ segir Ása. „Þjálfarar hafa reynt að setja hann á bekkinn en hann endar samt alltaf sem mikilvægur byrjunarliðsmaður í sínu liði og þannig búið sér til frábæran fótboltaferil. Þannig að augljóslega er hann að gera eitthvað rétt. Og þetta gerir hann alveg einstakan að mínu mati og það er mikilvægt að unga fólkið kynnist svona góðum fyrirmyndum og læri af þeim. Að vera atvinnumaður í fótbolta er þrotlaus vinna.“ Emil furðar sig einnig á lítilli umfjöllun íslenskra fjölmiðla um sig og ítölsku úrvalsdeildina. „Það er engin umfjöllun um ítalska boltann á Íslandi. Enski boltinn er hins vegar „business“ sem er líka að hluta til skýringin á þessu,“ segir Emil.
Ítalski boltinn Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Bournemouth - Chelsea | Gestirnir vilja svara fyrir sig Manchester City - Sunderland | Ferskir nýliðar á Etihad Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Sjá meira