Hjóla frá Kaupmannahöfn til Parísar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. júní 2017 19:01 Hópur fólks ætlar í júlí að hjóla frá Kaupmannahöfn til Parísar og um leið safna fé fyrir krabbameinssjúk börn og fjölskyldur þeirra. Leiðin sem verður hjóluð er um þrettán hundruð kílómetrar og tekur átta daga. Ferðin sem hópurinn er að fara í er samnorrænt verkefni sem hófst fyrir fimmtán árum síðan þar sem fé er safnað fyrir krabbameinssjúk börn. Hópurinn æfir stíft þessa dagana en 33 hjólreiðamenn koma til með að hjóla frá Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn og alla leið til Parísar. „Það var nú þannig að vina hjón okkar í Danmörku þau urði vitni af því þegar þetta fór af stað fyrir tveimur árum síðan og hringdu í okkur og sögðu að við yrðum að taka þátt. Ísland var þá eina Norðurlandaþjóðin sem ekki var með í þessu verkefni. Þannig að það var alveg kjörið að starta þessu hérna á Íslandi,“ segir Viðar Einarsson, hjólreiðamaður. Þetta er í sextándaskipti sem Team Rynkeby-viðburðurinn fer fram en hjólað verður til Parísar dagana 8. - 15. júlí. Um sautján hundruð hjólreiðarmenn taka þátt og fjörutíu og fjögur lið víða af Skandinavíu koma til með að taka þátt þar með talið Ísland sem tekur þátt í fyrsta skipti. Það reyndist ekki erfitt að fá fólk til þess að taka þátt í þessu verkefni. „Það voru rúmlega sjötíu manns sem sóttu um og við völdu þrjátíu og þrjá hjólreiðamenn sem eru að fara með okkur og svo verðum við með átta manna aðstoðarteymi,“ segir Guðbjörg Þórðardóttir, hjólreiðakona. Og það þarf töluvert til þess að koma hópnum hjólandi á milli Kaupmannahafnar og Parísar. Reikna má með að hver hjólamaður noti um hálfan lítra af vatni fyrir hverja 25 km. en það gerir 132 litra af vatni á dag eða 1.056 lítra alla ferðina ferðina. Þá borðar hverhjólamaður einn ávöxt á hverja 50 km en það gera 99 ávexti á dag eða 792 ávexti í ferðina alla. Hver hjólamaður mun borða um 2,5 samloku á dag. Það gerir 85 samlokur á dag eða 680 samlokur í alla ferðina. Til þess þar 1.360 brauðsneiðar. Af þessu má sjá að það þarf umtalsvert magn af mat en undirbúningur og skipulag er mikið og þarf að vera gott. Verkefni sem þetta væri því óframkvæmanlegt án góðs aðstoðarhóps sem leggur mikið á sig til að allt gangi upp. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Hópur fólks ætlar í júlí að hjóla frá Kaupmannahöfn til Parísar og um leið safna fé fyrir krabbameinssjúk börn og fjölskyldur þeirra. Leiðin sem verður hjóluð er um þrettán hundruð kílómetrar og tekur átta daga. Ferðin sem hópurinn er að fara í er samnorrænt verkefni sem hófst fyrir fimmtán árum síðan þar sem fé er safnað fyrir krabbameinssjúk börn. Hópurinn æfir stíft þessa dagana en 33 hjólreiðamenn koma til með að hjóla frá Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn og alla leið til Parísar. „Það var nú þannig að vina hjón okkar í Danmörku þau urði vitni af því þegar þetta fór af stað fyrir tveimur árum síðan og hringdu í okkur og sögðu að við yrðum að taka þátt. Ísland var þá eina Norðurlandaþjóðin sem ekki var með í þessu verkefni. Þannig að það var alveg kjörið að starta þessu hérna á Íslandi,“ segir Viðar Einarsson, hjólreiðamaður. Þetta er í sextándaskipti sem Team Rynkeby-viðburðurinn fer fram en hjólað verður til Parísar dagana 8. - 15. júlí. Um sautján hundruð hjólreiðarmenn taka þátt og fjörutíu og fjögur lið víða af Skandinavíu koma til með að taka þátt þar með talið Ísland sem tekur þátt í fyrsta skipti. Það reyndist ekki erfitt að fá fólk til þess að taka þátt í þessu verkefni. „Það voru rúmlega sjötíu manns sem sóttu um og við völdu þrjátíu og þrjá hjólreiðamenn sem eru að fara með okkur og svo verðum við með átta manna aðstoðarteymi,“ segir Guðbjörg Þórðardóttir, hjólreiðakona. Og það þarf töluvert til þess að koma hópnum hjólandi á milli Kaupmannahafnar og Parísar. Reikna má með að hver hjólamaður noti um hálfan lítra af vatni fyrir hverja 25 km. en það gerir 132 litra af vatni á dag eða 1.056 lítra alla ferðina ferðina. Þá borðar hverhjólamaður einn ávöxt á hverja 50 km en það gera 99 ávexti á dag eða 792 ávexti í ferðina alla. Hver hjólamaður mun borða um 2,5 samloku á dag. Það gerir 85 samlokur á dag eða 680 samlokur í alla ferðina. Til þess þar 1.360 brauðsneiðar. Af þessu má sjá að það þarf umtalsvert magn af mat en undirbúningur og skipulag er mikið og þarf að vera gott. Verkefni sem þetta væri því óframkvæmanlegt án góðs aðstoðarhóps sem leggur mikið á sig til að allt gangi upp.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira